Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 138
138
réttdb
fjarðar, Norðfjarðar, Hafnarfjarðar man enn þá sögm.
Það var táknrænt nafnið sem hafnfirzk alþýða gaf
brezka fyrirtækinu Hellyers Brothers, er yfirgaf bæinn:
Heljarbros. — En alþýðan á þessum stöðum gafst ekki
upp, þó einkaframtakið glotti sínu nákalda heljarbrosi
framan í hana. Hún skóp í neyðinni sín eigin bæjar- og
samvinnufyrirtæki, — ekki til að græða, •— heldur til þess
að lifa, til þess að vinna og framleiða.
En það voru ekki aðeins fyrirtækin í dreifbýlinu, sem
fóru á hausinn á þessari gullöld einkaframtaksins. Öll
stærstu atvinnufyrirtæki landsins, líka í Reykjavík, voru
gjaldþrota. Þau voru bara ekki gerð upp, af því þá hefði
þjóðbankinn líka farið á hausinn.
Afleiðing hins óhefta einkaauðvalds var kreppan. Þá
birtist fagnaðarboðskapur þess í allri sinni dýrð: Togur-
unum fækkaði*, gjaldþrotunum fjölgaði, atvinnuleysið og
neyðin óx.
Við þetta ófremdarástand einkaauðvaldsins háði verk-
lýðshreyfing Islands — Alþýðuflokkurinn, meðan hann
var og hét, Kommúnistaflokkurinn og Sósíalistaflokkur-
inn — hörðustu stéttabaráttu, sem enn hefur verið háð á
íslandi: baráttuna fyrir mannréttindum, atvinnu og
brauði. Svar auðvaldsins við lífsbaráttu verkalýðsins var
ofbeldi: Hannibal Valdimarsson var fluttur með valdi
frá Bolungavík til Isafjarðar fyrir að stofna verklýðs-
félag, foringjar atvinnuleysingja í Reykjavík settir í
fangelsi fyrir að berjast fyrir vinnu. Aðferð einkaauð-
valdsins var kauprán og kylfur, eina úrræðið: Klakahögg.
Hið óhefta einkaauðvald sem drottnandi skipulag á Is-
landi beið skipbrot sitt í kreppunni miklu á f jórða áratug
þessarar aldar. Fram'leiðsla í gróðaskyni einvörðungu
varð gjaldþrota á íslandi, er á hana reyndi. Og það eru
einvörðungu amerískir hagfræðingar, andlegar afturgöng-
ur eða pabbadrengir, fullir af peningum, en snauðir af
*) 1928 voru togararnir 47. 1935 voru þeir 37.