Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 42
42
R É T T U E
Með almennri og algerri afvopnun á ráðstjórnin við það að
öll ríki undanteknimgarlaust afsali sér öllum herstyrk nema allra
nauðsynlegustu liðsveitum til að tryggja innanlandsöryggi (lög-
reglu og gæzluliði), er aðins séu búnar léttavopnum og hafi
það eina hlutverk að halda uppi lögum og reglu innanlands.
í þessu feLst það, að allur landher, sjóher og flugher hætti
að vera til, herforingjaráð og hermálaráðuneyti verði afnum-
in og hverskyns kennslustofnanir í hernaði lagðar niður og
að tugmilljónir manna hverfi aftur að friðsamlegri starfsemi.
í því felst, að af verði teknar allar herstöðvar í annarra
þjóða löndum, sem fela í sér svo geigvænlega hættu fyrir full-
veldi og öryggi þessara landa sjálfra, jafnframt því að þær
skaða málstað trausts og samstarfs þjóða í milli.
Enn fremur það, að eyðilagðar verði allar kjarnorku- og
vetnissprengjur, sem til eru í heiminum, og framleiðsla þvílíkra
vopna stöðvuð, þannig að orka kjarnkleyfra efna verði framveg-
is eingöngu notuð til friðsamlegra þarfa atvinnulífs og vísinda.
Að öll eldflaugavopn, stór og smá, verði lögð niður og eld-
flaugar verði þaðan af ekki notaðar til annars en flutninga
og geimrannsókna mannkyninu til gagns og nytsemdar.
Að slíkir hlutir sem fallbyssur, skriðdrekar, sprengjur og
tundurskeyti verði bræddir upp og málmbirgðir þær, er þar
fengjust, notaðar til friðsamlegra þarfa, en herskipum og her-
flugvélum breytt í brotajárn.
Að birgðum eiturefna og sýklavopna, sem sum ríki hafa kom-
ið sér upp, — eiturgasi, kæfingargasi og banvænum gerlagróðri
hvers konar, er orðið gæti til að kveikja skæðar farsóttir —,
öllu slíku verði eytt gersamlega, undantekningarlaust og í eitt
skipti fyrir öll.
Þetta er sú afvopnunaráætlun, sem ráðstjórnin leggur fyrir
allar þjóðir heims og þó sér í lagi samtök Sameinuðu þjóðanna
með tilmælum þess efnis, að framkvæmd hennar verði hafin
tafarlaust.
Þetta er róttæk stefnuskrá, en einmitt í því er fólgið hag-
nýtt gildi hennar. Sú staðreynd, að til eru hernaðarbandalög,
sem skuldbinda tylftir þjóða gagnkvæmum hernaðarkvöðum,
ásamt hinni hröðu þróun hernaðartækninnar, krefst djarflegra
og víðtækra ráðstafana til tryggingar friðinum.
Tillagan um almenna og algera afvopnun er frábrugðin öllum
öðrum afvopnunartillögum að því leyti, að hún gerir í engu
upp á milli ríkja, og með framkvæmd hennar myndi engu ríki
né ríkjafélagi ívilnað öðrum fremur.
Varla mun því verða í móti mælt, að ef sú róttæka ákvörðun