Réttur - 01.01.1959, Page 115
RSTTDB
115
þó aðeins fyrir eitt brot, ,,á fjögurra mílna landhelginni“
eins og brezku blöðin orðuðu það, þar sem því var haldið
fram að þetta væri fyrsta ferð skipstjórans. Var skipstjór-
inn dæmdur í vægustu sekt sem lög leyfðu og honum var
heimilað að halda veiðarfærum sínum gegn tryggingu;
hélt hann þegar frá Seyðisfirði er dómurinn hafði verið
kveðinn upp og hóf veiðiþjófnað á nýjan leik undir her-
skipavernd.
Brezku blöðunum varð mjög tíðrætt um þennan dóm.
Þannig sagði Yorkshire Post í forustugrein 9. febrúar:
„Það er ánægjulegt að veita því athygli að íslenzki
dómstólinn hefur kveðið upp tiltölulega mildan dóm yfir
skipstjóramnn á brezka togaranum Valafelli, sem var
ákærður fyrir að hafa veitt í fiskveiðilandhelgi við Is-
land. Sektin var 1600 sterlingspund eins og tíðkaðist
áður en deilan hófst. Við erum þess fullvissir, að þetta er
merki þess að framundan sé samkomulag í þessu lang-
vinna deilumáli.“
Framkvæmdastjóri félagsins sem átti togarann sagði í
viðtali við Grimsby Evening Standard sama dag:
„Mér finnst íslendingar hafa verið sanngjarnir. Sekt-
irnar sýna að þeir hafa ekki reynt að standa of fast á
sínu. Ýmislegt virðist benda til þess að nú miði í áttina
til vinsamlegri samskipta, og ég vona að þessi atburður
muni stuðla að gagnkvæmri vináttu Breta og íslend-
inga.“
Daily Express lagði áherzlu á að dómurinn hefði verið
lágmarksdómur, „mjög mildur“, og hafði eftir ritaranum
í samtökum skipstjóra í Grimsby, Dennis Welch:
„Þetta er góðs viti. Við viljum ekki að þessi fiskveiði-
deila haldi áfram. Við viljum viðræður til þess að komast
að samkomulagi um málamiðlun. Dómurinn virðist,
benda til þess að Islendingar vilji draga úr átökunum.“
Bretar reyndu enn að endurtaka þetta herbragð er þeir
leyfðu Þór að taka togarann Lord Montgomery í lok apríl
og færa hann til dóms, er hann hafði verið staðinn að