Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 128
128
EÉTTDK
hlýtur efnishyggjan ætíð að hafa náið samband við vísindin
og' þróast með þeim. Frá því á 17. öld og fram yfir 1800 var
hin svonefnda vélræna efnishyggja ríkjandi, en nú orðið eru
skoðanir hennar úreltar og) dialektísk efnishyggja hin eina
heimspeki, sem kemur heim við niðurstöður vísindanna. Reynd-
ar kom hin dialektíska heimsskoðun fyrst fram í hughyggju-
búningi, í heimspeki Hegels, en hér verður aðeins gerð grein
fyrir henni, eins og hún kemur fram hjá Marx og Engels.
Vélræna efnishyggjan skoðaði heiminn sem samsafn efnis-
einda, sem hver um sig var algerlega sjálfstæð gagnvart hinum,
óbreytanleg og hafði ekki aðra eiginleika en þyngd og hörku.
Að áliti hennar var heildin þannig ekkert meira en samsafn
einstakra hluta, átti engin sjálfstæð lögmál. Lífið t.d. var þá
ekki æðri tilverumynd en hið dauða efni, heldur átti að skýra
það eingöngu út frá vélrænum lögmálum; en það er augljóst mál,
hvílík fjarstæða þetta er.
Gagnstætt þessu lítur dialektíkin svo á, að sérhver hlutur
sé í órofa samhengi við umhverfi sitt og eðli hans verði ekki
skýrt til hlítar, nema þetta sé tekið með í reikninginn. Heildin
verður þá ekki aðeins samsafn einstakra hluta, heldur eign-
ast hún líka sjálfstæð lögmál, sem aftur verka á hluta hennar
og móta þá. Þannig verður þjóðfélagið t.d. ekki skilið ein-
göngu út frá einstaklingnum, heldur er það sjálfstæð heild
með sjálfstæðum lögmálum, sem móta einstaklinginn, þannig
að hann verður aðeins að manni í gegnum þjóðfélagið. Eins
og sést á framansögðu, hafði vélræna efnishyggjan annan höf-
uðgalla, sem sé þann, að þróunarhugtakið var henni óþekkt.
Fyrir henni var ekki til önnur hreyfing en hringsól efnis-
eindanna í tóminu, og það orsakaðist af innbyrðis árekstrum
þeirra. Það kom þó brátt í ljós, að þetta var aðeins lítill hluti
sannleikans. Náttúruvísindin sýndu fram á, að í náttúrunni átti
sér stað stöðug þróun upp á við, lífið er risið úr skauti dauðr-
ar náttúru, og þróast síðan upp á við gegnum margbreytileg
tilverustig allt til mannsins, en þar hefst nýtt þróunarskeið,
hið þjóðfélagslega. Og það kom líka í Ijós, að frumpartar