Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 147
BÉTTUB
147
sýsluflokkanna um lækkuð laun, með allsherjarsókn allrar
alþýðunnar fram til betri lífskjara, styttri vinnutíma,
minnkaðra álaga, frjálsara og fegurra lífs.
En er það hægt — ber þjóðfélagið betri lífskjör almenn-
ings?
Þjóðartekjurnar samsvara um 175 þús. kr. á hverja 5
manna fjölskyldu.
Skyldi ekki mega skipta þeim réttlátar og verja þeim
betur en gert er?
íslenzkur verkalýður býr enn við lægri kaupmátt tíma-
kaups en 1947, þrátt fyrir alla nýsköpun atvinnulífsins og
Marshallgjafir, — en hinsvegar eiga 29 milljónamæringar
250 millj. kr. í skuldlausum eignum.
En þar að auki eru allar tæknilegar forsendur til fyrir
stórkostlegri lífskjarabyltingu á Islandi en varð árið 1942.
Við lifum á stórkostlegustu framfaratímum tækninnar.
Allt frá sjálfvirkni vélanna til undramáttar efnafræð-
innar, — opnar tafarlausa möguleika til miklu betra lífs
en nú er lifað á Islandi. Við búum í landi með gnótt ónot-
aðra auðlinda, sem við enn eigum sjálf og ráðum ein. Ef
aðeins alþýðan heldur sjálf á töfrasprota tækninnar og
slær honum rétt á auðlindir Islands, þá er hægt að skapa
þessu landi velmegun fyrir alla.
Ef vér Islendingar tökum vísindin fullkomlega í þjónustu
vora á því háa stigi, er þau standa, höfum samstarf í þvi
efni við þær þjóðir, sem lengst eru komnar, •— umsköpum
iðnað vorn, útveg og landbúnað í krafti slíkrar þekkingar,
— gætum þess að eiga sjálfir og einir allar auðlindir vor-
ar og atvinnulífið, sem á þeim er reist, —þá er það am-
lóðaskapur að geta ekki á næsta áratug bætt raunveruleg
Hfskjör alþýðunnar xun að m. k. 50%.
En til þess verða allir að leggjast á eitt.
Tæknileg forsenda beztu afkastanna og þar með lífskjar-
anna, einkum í iðnaði, er stórrekstur og hið víðtækasta
samstarf mannanna samkvæmt hnitmiðuðum, stórhuga á-
ætlunum.