Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 131
BETTUE
131
göngutæki og hins vegar mennirnir sjálfir, gæddir ákveðinni
kunnáttu og reynslu í meðferð þessara tækja. Og í öðru lagi
eru það framleiðsluaðstæður mannanna. Með því eigum við
við innbyrðis afstöðu þeirra til framleiðslutækjanna, eða með
öðrum orðum skipulag eignarréttarins á þeim. Slíkt skipulag
er óhjákvæmileg nauðsyn, því að mennirnir geta ekki framleitt
öðru vísi en að vinna saman, og þá verða að gilda fastar regl-
ur um skiptingu afurðanna — a.m.k. meðan magn þeirra er
ekki svo mikið, að allir geti lifað við allsnægtir.
En við nánari athugun sést, að þessir tveir eðlisþættir fram-
leiðslunnar hafa á margan hátt ólíkar tilhneigingar. Fram-
leiðsluöflin eru síbreytileg, verða stöðugt fullkomnari og af-
kastameiri. Orökin til þessa er hin sífellda viðleitni mannsins
að ná valdi yfir náttúrunni. Og hún hættir aldrei að verka, því
sérhverjar framfarir skapa nýjar þarfir. Kröfur nútímamanna
til lífsins eru margfalt meiri og fjölbreyttari en forfeðra þeirra
fyrir þúsundum ára, og allar ástæður eru til að ætla, að þróun-
in verði í sömu átt á komandi tímum.
En eins og áður var sagt, eru á hverjum tíma nauðsynlegar
ákveðnar framleiðsluafstæður. Og þessar framleiðsluafstæður
hljóta að hafa áhrif á þróun framleiðslutækjanna — þær gera
annað hvort, að flýta fyrir henni eða seinka henni. Fram-
leiðsluafstæðurnar eru eðli sínu samkvæmt kyrrstæðar, gagn-
stætt því sem er um framleiðsluöflin. Svo hlýtur því
að fara, að eignaskipulag, sem einhverntíma var heppi-
legt fyrir framleiðsluöflin, verði úrelt fyrir sakir þró-
unar þeirra — og verði beinlínis hemill á þá þróun. Þessi
mótsögn verður ekki leyst nema á þann veg, að framleiðslu-
afstæðurnar lagi sig á nýjan leik eftir framleiðsluöflunum. Og
ef þjóðfélagsþróunin frá upphafi vega er athuguð nánar, sjáum
við, að einmitt þessi mótsögn er driffjöður hennar. Upprunalega
voru framleiðsluöflin svo ófullkomin að mennirnir gátu ekki
framleitt meira en brýnustu nauðþurftir, þeir voru ennþá van-
mátugir gagnvart náttúrunni og urðu því að starfa saman, ef
þeir áttu að halda lífi. Af þessu mótuðust framleiðsluafstæður
þeirra, frumstætt sameignarskipulag — frumkommúnismi. En
L