Réttur - 01.01.1959, Síða 99
R É T T U R
99
Árangurinn af þessum vinnubrögðum lét ekki á sér
standa. 1. september kom í ljós að ekki eitt einasta þeirra
ríkja, sem utanrikisráðherra hafði alltaf flokkað til sér-
stakra „vina“ og „bandamanna“ Islendinga, viðurkenndi
hina nýju landhelgi formlega. Slík viðurkenning kom aðeins
frá Sovétríkjimiun, sem utanríkisráðherra hrakyrðir í tima
og ótíma, og frá Þýzka alþýðuríkinu — en utanríkisráð-
herra viðurkennir ekki einu sinni tilveru þess!
Nýjar tilraunir til undanhalds ■'
Enda þótt reglugerðin um stækkun landhelginnar í 12
mílur væri lögformlega gefin út 30. júní, kom fljótlega í
ljós að andstæðingar okkar voru engan veginn úrkula
vonar um að takast myndi að fá íslendinga til undanhalds
og voru þær vonir enn sem fyrr einkum bundnar við Atl-
anzhafsbandalagið. Nokkrum dögum eftir að reglugerðin
var gefin út var brezki sendiherrann á íslandi, mr. Gil-
christ, kvaddur heim til ríkisstjórnar sinnar, og 9. júlí
skýrði Lundúnafréttaritari danska blaðsins Jyllands-
posten, Gunnar Henriksen, sem fylgzt hefur mjög vel með
gangi landhelgismálsins, svo frá
„að margt bendi til þess að ný viðhorf séu að skapast
í landhelgisdeilunni og aðilar, nátengdir brezku stjórn-
inni, telja að deilan hafi breytzt að inntaki. . . Vel kunn-
ugir menn í Bretlandi telja að Islendingar muni senda
fastaráði Atlanzhafsbandalagsins mótmæh gegn hót-
unum Breta, og þannig opnist möguleikar á að taka
landhelgismáhð til umræðu.“
Þetta var sem sé sú aðferð sem Bretar hugsuðu sér að
beita til að knýja fram samninga um landhelgismálið, og
um það ræddu ensk blöð mjög næstu vikurnar. Þau voru
ekki í neinum vafa um hverjir það voru sem komu í veg
fyrir að samið væri um undanhald í landhelgismálinu og
hvar Bretar gætu vænt sér halds og trausts. Lundúnablað-