Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 45
R É T T U R
45
algera og almenna afvopnun. Ráðstjórnarríkin leggja til, að
Þessir möguleikar verði gerðir að veruleika.
Hugmynd almennrar og algerrar afvopnunar er hér ekki
borin fram í fyrsta sinn. Þegar á tímabilinu milli heimsstyrj-
a^danna báru Ráðstjórnarríkin fram slíkar tillögur. Þessum til-
lögum var hafnað, og ollu því hagsmunir andstæðra ríkjafylk-
inga, sem reyndu að siga árásarsinnuðum ríkjum á eina sósíal-
íska ríkið, sem þá var til, en þetta leiddi til mikilli slysfara
fyrir heiminn.
Andstæðingar tillagnanna um almenna og algera afvopnun
héldu því jafnframt fram, að Ráðstjórnarríkin hefðu þær uppi,
vegna þess að þau væru lítils megandi á sviði efnahagsmála
°g í hernaðartilliti. Þó að slíkt tal kunni að ha-fa blekkt ein-
hverja á þeim árum, má nú öllum vera ljóst orðið, að allar
staðhæfingar um veikleika Ráðstjórnarríkjanna er markleysa
°g að hinar nýju tillögur ráðstjórnarinnar um almenna og al-
gera afvopqiun eru fram bornar eingöngu af hvöt til að efla
raunverulega varanlegan frið með þjóðum heims.
Ráðstjórnarríkin, Kínverska alþýðulýðveldið og öll önnur sós-
lalísk ríki eru gersamlega andvíg stríði og vopnaframleiðslu.
En það væri rangt að álíta, að ríki með annað þjóðfélagsskipu-
fag hefðu ekki einnig ástæðu til að fallast á almenna og al-
gera afvopnun af heilum hug. Ónýting stríðsvopna getur ekki
farið í bága við þjóðarhagsmuni neins lands. Engin stjórn, sem
annt er um framtíð lands síns og þjóðar, getur lagzt á móti til-
lögum um almenna og algera afvopnun.
A pólitísku landabréfi heimsins eru rúmlega hundrað ríki.
fí'íki þessi eru komin misjafnlega langt í efnahagsþróun, þau
hafa mismunandi stjórnmála- og þjóðfélagsskipulag, og þau
eru einnig ólík, að því er varðar lífshætti og menningarstig
hjóða þeirra, er þau byggja. En þrátt fyrir allan þann mismun,
sem er á lífi þjóða í ýmsum löndum, eiga þær allar eitt
sameginlegt: ósk þess að afstýra nýrri styrjöld og tryggja æ-
yarandi frið í heiminuim. Hafi ekkert ríki tök á að fara með
°friði á hendur öðrum ríkjum, munu samskipti þjóða markast
af einlægu trúnaðartrausti.
I sannfæringu þess, að bæði sé unnt og óhjákvæmilegt að
framfylgja þessu mikilfenglega markmiði með sameiginlegu á-
faki allra þeirra ríkja, sem sameinuð eru í nafni hinna frið-
samlegu hugsjóna stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, leggur ríkis-
stjórn Ráðstjórnarríkjanna fyrir samtökin eftirfarandi tillögur
u,n almenna og algera afvopnun: