Réttur - 01.01.1959, Page 81
sinn óheimilt að veiða innan friðunarsvæðisins og gildis-
taka þessara reglna verði 1. sept. n. k.
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki fallizt á þessa á-
kvörðun Framsóknarflokksins, sumpart vegna efnisá-
greinings og sumpart vegna ágreinings um málsmeð-
ferðina, enda er það mat Sjálfstæðisflokksins á allri
aðstöðunni, að auðið sé að ná betri niðurstöðu fyrir Is-
lendinga án nokkurrar áhættu með öðrum starfsað-
ferðum.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að á mjög miklu velti fyrir
Islendinga, að gagnkvæm vinátta haldist með þeim og
bandalagsþjóðum þeirra. Jafnframt bendir flokkurinn
á, að íslenzki málstaðurinn hefur stöðugt verið að vinna
á og aldrei meir en síðustu mánuðina.
Sjálfstæðisflokkurinn telur því, að verja beri enn
ÖRFÁUM VIKUM til þess að skýra fyrir bandalagsþjóð-
um Islendinga þessa hagsmuni, sem tilvera þjóðarinnar
byggist á, í fullu trausti þess, að eftir þær útskýringar
og rökræður muni ekki aðeins útfærslan í 12 mílur
heldur nauðsynleg rétting á grunnlínum fagna meiri
skilningi en nú og geta komið fyrr til framkvæmda."
Þegar hinar faguryrtu umbúðir eru teknar frá er það
efni yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn vilji
fallast á kröfu Atlanzhafsbandalagsins um samningamakk
um landhelgi Islands um tveggja mánaða skeið en sé and-
vígur útgáfu reglugerðar um stækkun 1 12 mílur.
Al'þýðuílokkuriiin einnig
samþykkur írestun
Sama dag gekk Alþýðuflokkurinn frá svari sínu, og var
það á þessa leið:
„Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur í dag ályktað
eftirfarandi í framhaldi af viðræðum þeim um landhelg-
ismálið sem fram hafa farið milli þingflokkanna og með
tilvísun til bréfs þess sem sjávarútvegsmálaráðherra