Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 53
R É T T U R
53
reiðubúnir að vinna með þeim að verndun friðarins, að baráttu
gegn ógnvöldum friðarins."
Jaurés lifði og starfaði á tímaskeiði, mjög ólíku okkar dögum.
Hann bar mikið skegg, hann gekk með kúluhatt og við hátíðleg
fskifæri klæddist hann síðfrakka. Hann líktist þægilegum, gamal-
dags fjölskyldumanni; lék krokket og samdi tækifæriskvæði. En
°ft hefi ég sagt við sjálfan mig, þegar ég hefi tekið þátt í friðar-
fáðstefnum: já, en var ekki Jaurés búinn að segja þetta allt áður.
»Vopnaður friður getur leitt til heimsstyrjaldar" ... „Jafnvel þeg-
ar hið grimma og óskipulagða þjóðfélag ykkar vill frið, jafnvel
þegar svo virðist sem í því sé allt með kyrrum kjörum, — það
ker samt alltaf með sér styrjöld, eins og syfjað ský lumar á þrum-
og eldingum"... „Styrjaldir eiga sér ekki óbifanleg lögmál.
^fennirnir geta verndað friðinn, allt er á valdi mannanna" ... „Við
^hinurn vernda friðinn, vernda lífið fyrir þeim, sem ógna ekki
aðeins okkur, heldur og öllu mannkyninu með eldi, rústum og
blóði"
Jaurés tengdi baráttu sína fyrir sósíalisma baráttu fyrir friði,
°g hann var mannvinur, djarfur málsvari allra hrjáðra og kúg-
aðra •— manna, stétta og þjóða.
Manndóm Jaurés fær bezt sannað hegðun hans í Dreyfus-
^álinu. Við þekkjum þau tímabil í sögunni, þegar hið mikil-
Væga skýrist bezt í smáatviki, þegar einstakur viðburður dregur
að sér athygli allsherjar. Franskt afturhald hafði ásakað sak-
fausan liðsforingja, Dreyfus, um njósnir og sent hann saklaus-
an til Djöflaeyjar. Dreyfus var gyðingur, og það réði úrslitum,
þegar dæmt var. Eftir Dreyfusmálið hefur margt borið fyrir augu
sögu, bæði sakardómar yfir milljónum saklausra, og allskonar
Auschwitzbúðir þar sem fasistar drápu milljónir gyðinga. En í
f°k nítjándu aldar vakti hinn lítt þekkti Dreyfus almenna athygli.
Zola tók upp vörn fyrir hann, og varð það til þess að franskt
afturhald stefndi hinum fræga rithöfundi fyrir rétt. Anatole
^rance og Verhaeren, Tolstoj og Tsjékhof, Claude Monet og
Ensor, Mark Twain og Maeterlinck, Björnstjerne Björnsson og
^Aieg, Langevin og Durkheim létu sig allir Dreyfusmálið skifta.
Sumir franskir sósíalistar héldu því fram, að Dreyfusmálið væri