Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 34
34
R É T T U R
og öðrum neyzluvarningi í stað þess að heyia samkeppni um
framleiðslu vetnissprengna og eldflauga. Því myndi fagnað af
öllum þjóðum heims.
Herrar mínir, samtök Sameinuðu þjóðanna, sem hafa gert
mér þann heiður að veita mér þetta tækifæri til að ávarpa
Allsherjarþingið, gætu átt og ættu að eiga mikilvægan þátt
í þróun alþjóðamálefna. Til marks um mikilvægi þessara sam-
taka er það, að þau taka til n<ærri því allra þjóða heims. Þær
hafa bundizt þessum félagsskap í þeim tilgangi að ráða sam-
eiginlega fram úr helztu vandamálum, er upp koma á alþjóða-
vettvangi. Takizt tveim eða fleiri ríkjum ekki að koma sér
saman um eitthvert efni, ættu samtök Sameinuðu þjóðanna að
koma þeim til aðstoðar. Hlutverk samtakanna í þessu efni er
það að miðla málum milli ríkja og nema brott hörðustu hornin
og brúnirnar, er orsakað gætu deilur, viðsjár og jafnvel stríð.
Takist Sameinuðu þjóðunum þannig að rækja meginhlutverk
sitt, sem er það að efla frið og öryggi í heiminum, munu þær
ávinna sér þá virðingu, sem þær ættu að njóta, og áhrif þeirra
munu aukast að sama skapi.
Hins vegar verð ég að segja, það í fullri hreinskilni, að í
sumum greinum rækja samtökin því miður ekki þetta hlut-
verk sitt, eins og nú er högum háttað. Stundum er verið að
stofna til ýfinga ríkja í milli alveg að óþörfu vegna rangrar af-
stöðu Sameinuðu þjóðanna.
Hvernig má slíkt verða? Orsökin er sú, að ekki hafa öll
hlutaðeigandi ríki komið fram með tilhlýðilegri virðingu gagn-
vart þessum samtökum, sem mannkynið bindur svo miklar
vonir við. í stað þess að vinna sem ósleitilegast að því að auka
álit Sameinuðu þjóðanna, svo að þær megi í raun og veru verða
sú áhrifaríkasta alþjóðastofnun, er ríkisstjórnir allra landa kjósi
að leita til, þegar vanda ber að höndum, hafa ýmis ríki reynt
að hagnýta sér samtökin í lítilmótlegu eiginhagsmunaskyni. Það
liggur í augum uppi, að engin alþjóðastofnun getur unnið að
gagni í friðarþágu, ef innan hennar er fylking ríkja, sem reyna
að kúga sinn vilja upp á öninur ríki. Sljk stefna hlýtur að grafa
grunninn undan samtökum Sameinuðu þjóðanna. Ef málin ættu
að halda áfram að þróast í átt, slíkra starfshátta, sem í rauninni
mætti kalla klíkustarfsemi, þá hlyti það að spilla samkomulagi
ríkja í istað þess að bæta það. í stað þess að vera stofnun, og
starfa í þágu allra aðildarríkjanna jöfnum höndum, yrðu sam-
tökin einungis verkfæri ríkjafylkingar, er kappkostaði að koma
fram sérhagsmunamálum sínum, en ekki að tryggja heimsfrið-
inn Þetta myndi fara með álit og virðingu Sameinuðu þjóðanna