Réttur


Réttur - 01.01.1959, Page 34

Réttur - 01.01.1959, Page 34
34 R É T T U R og öðrum neyzluvarningi í stað þess að heyia samkeppni um framleiðslu vetnissprengna og eldflauga. Því myndi fagnað af öllum þjóðum heims. Herrar mínir, samtök Sameinuðu þjóðanna, sem hafa gert mér þann heiður að veita mér þetta tækifæri til að ávarpa Allsherjarþingið, gætu átt og ættu að eiga mikilvægan þátt í þróun alþjóðamálefna. Til marks um mikilvægi þessara sam- taka er það, að þau taka til n<ærri því allra þjóða heims. Þær hafa bundizt þessum félagsskap í þeim tilgangi að ráða sam- eiginlega fram úr helztu vandamálum, er upp koma á alþjóða- vettvangi. Takizt tveim eða fleiri ríkjum ekki að koma sér saman um eitthvert efni, ættu samtök Sameinuðu þjóðanna að koma þeim til aðstoðar. Hlutverk samtakanna í þessu efni er það að miðla málum milli ríkja og nema brott hörðustu hornin og brúnirnar, er orsakað gætu deilur, viðsjár og jafnvel stríð. Takist Sameinuðu þjóðunum þannig að rækja meginhlutverk sitt, sem er það að efla frið og öryggi í heiminum, munu þær ávinna sér þá virðingu, sem þær ættu að njóta, og áhrif þeirra munu aukast að sama skapi. Hins vegar verð ég að segja, það í fullri hreinskilni, að í sumum greinum rækja samtökin því miður ekki þetta hlut- verk sitt, eins og nú er högum háttað. Stundum er verið að stofna til ýfinga ríkja í milli alveg að óþörfu vegna rangrar af- stöðu Sameinuðu þjóðanna. Hvernig má slíkt verða? Orsökin er sú, að ekki hafa öll hlutaðeigandi ríki komið fram með tilhlýðilegri virðingu gagn- vart þessum samtökum, sem mannkynið bindur svo miklar vonir við. í stað þess að vinna sem ósleitilegast að því að auka álit Sameinuðu þjóðanna, svo að þær megi í raun og veru verða sú áhrifaríkasta alþjóðastofnun, er ríkisstjórnir allra landa kjósi að leita til, þegar vanda ber að höndum, hafa ýmis ríki reynt að hagnýta sér samtökin í lítilmótlegu eiginhagsmunaskyni. Það liggur í augum uppi, að engin alþjóðastofnun getur unnið að gagni í friðarþágu, ef innan hennar er fylking ríkja, sem reyna að kúga sinn vilja upp á öninur ríki. Sljk stefna hlýtur að grafa grunninn undan samtökum Sameinuðu þjóðanna. Ef málin ættu að halda áfram að þróast í átt, slíkra starfshátta, sem í rauninni mætti kalla klíkustarfsemi, þá hlyti það að spilla samkomulagi ríkja í istað þess að bæta það. í stað þess að vera stofnun, og starfa í þágu allra aðildarríkjanna jöfnum höndum, yrðu sam- tökin einungis verkfæri ríkjafylkingar, er kappkostaði að koma fram sérhagsmunamálum sínum, en ekki að tryggja heimsfrið- inn Þetta myndi fara með álit og virðingu Sameinuðu þjóðanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.