Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 121
R É T T U P.
121
deilumál, sem þeir kunna að lenda í, á friðsamlegan hátt,
þannig að alþjóðafriði, öryggi og réttlæti sé ekki stofn-
að í hættu, og að beita ekki hótunum né valdi í milliríkja-
skiptum á nokkurn þann hátt, sem ósamrýmanlegur er
markmiðum Sameinuðu þjóðanna."
Á sama hátt hafa Bandaríkin og hernámsliðið aftur og
aftur unnið sér til óhelgi með framkomu sinni einmitt hjá
þeim sem treystu þeim aðilum. Ekki aðeins sviku Banda-
ríkin Island á ráðstefnunni í Genf heldur hafa bandarísk
stjórnarvöld mótmælt stækkun landhelginnar. Ekki aðeins
hefur hemámsliðið brotið öll fyrirheit hernámssamnings-
ins, heldur hefur það beinlínis verið í vitorði með innrásar-
hernum eins og gleggst kom í ljós þegar brezkt herskip
sigldi upp í landsteina við Keflavíkurherstöðina aðfaranótt
13. september í fyrra og sendi í land níu íslenzka löggæzlu-
menn, sem rænt hafði verið, án þess að ,,varnarliðið“
þættist taka eftir því að erlent herskip braut á svo frek-
legan hátt stjórnmálalandhelgi Íslendinga.
En svo ósæmilega hefur verið haldið á málstað Islend-
inga í þessum efnum að í marz í ár verðlaunaði ríkisstjórn-
in Atlanzhafsbandalagið, Breta og Bandaríkin, með því að
veita Ieyfi fyrir nýrri herstöð á Snæfellsnesi. Er þar eflaust
um að ræða framkvæmd á þeirri áætlun sem Daily Express
sagði frá 28. janúar, að hernámsliðið myndi „ausa pening-
um í íslendinga og stuðla þannig að, þvi að fá íslenzku
stjómina til að leysa deiluna um 12 mílna mörkin.“
Yíirlýsing Alþingis
Alþýðubandalagið hefur barizt fyrir öllum þeim ráð-
stöfunum sem taldar vom að framan, og jafnframt kostað
kapps um að reyna að tryggja það að ekki yrði unnt að
hvika frá 12 mílna landhelginni. Eftir að þing kom saman
s.l. vetur hófust umræður um það að Alþingi Islendinga yrði
að birta yfirlýsingu um landhelgismálið. Um miðjan febr-
úar 1959 bar fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismála-