Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 140
140
B É T T U B
Þá tókum við af þeim ráðin. Verkalýðshreyfing ís-
lands reis upp í öllum sínum mætti, mölbraut gerðar-
dómslögin með skæruhemaðinum, þrefaldaði þingfylgi
Sósíalistaflokksins 1 á einu ári, — stórhækkaði kaupið og
mnskapaði lífskjör alþýðu, þannig að þau hafa síðan í 17
ár verið óþekkjanleg frá því sem var fyrir stríð, — þótt
margt skorti og á ýmsu hafi gengið.
Og verkalýðshreyfingin og Sósíalistaflokkurinn gerðu
meira. Þau lögðu á ráðin um að byggja upp allt atvinnu-
líf íslands á nýjum grundvelli: Sameina krafta þjóðar-
innar um að koma upp svo miklum fyrirtækjum ríkis,
bæja og einstaklinga, að þau tryggðu fulla atvinnu handa
öllum.
Það var hin róttæka alþýða, hin sósíalistíska verka-
lýðshreyfing, sem skóp þann atvinnugrundvöll betri lífs-
kjara, sem Island hefur síðan búið við:
Það var hún, sem með kauphækkunum 1942 skóp þær
inneignir, sem Island átti 1945.
Það var hún, sem lagði á ráðin um hvernig nota skyldi
þær inneignir.
Það var hún, sem tryggði sósíalistísku markaðina fyr-
ir auknu framleiðsluna — og byggði þannig upp það
atvinnuöryggi, sem gert hefur Island frábrugðið kreppu-
löndunum í kringum okkur.
Síðan hefur í 17 ár alþýða Islands með verkalýð Reykja-
víkur sem brjóstvöm, orðið að berjast fyrir því að við-
halda því atvinnuöryggi og þeim lífskjörum sem liún
skóp með Iífskjarabyltingunni 1942. Hún hefur alltaí
verið í varnarbaráttu til að viðhalda þeim gmndvelli. Al-
þýðan hafði að vísu lagt til vitið og forsjálnina, vinnuna
og kraftinn, til að gera líf íslendinga bærilegt þessa tvo
áratugi — en fésýsluflokkarnir og þeirra stétt hafði allt-
af ríkið, valdið og gróðann, — og stjómuðu líka hinum
opinbera rekstri.