Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 16
N. S. KRÚSTJOFF:
Allsherjar afvopnum
Ræða á fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna
hinn 18. september 1959
Herra forseti, heiðruðu fulltrúar!
För mín til Bandaríkjanna að boði herra Dwights Eisenhowers
forseta gerist samtímis því, að Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna kemur saman til funda. Leyfið mér allra fyrst að votta
Allsherjarþinginu og aðalritara Sameinuðu þjóðanna einlægar
þakkir mínar fyrir þetta tækifæri til að tala hér úr hinum
virðulega ræðustóli þessara samtaka. Ég met þann heiður sér-
staklega mikils fyrir þá sök, að Ráðstjórnarríkin leggja nú fyrir
Allsherjarþingið mjög mikilvægar tillögur um það viðfangs-
efnið, er um þessar mundir gegntekur hugi þjóðanna öðrum
fremur, sem sé afvopnunarmálið. Aldrei hafa þjóðirnar bundið
aðrar eins vonir við neina alþjóðastofnun sem samtök Sameinuðu
þjóðanna. Stofnun þessi, sem varð til á þeim ömurlegu dögum,
er orustugnýr síðustu átaka annarrar heimsstyrjaldarninar var
ekki að fullu dáinn út, á meðan enn rauk úr rústum sundur-
skotinna borga og þorpa, túlkaði hugsanir milljóna og aftur
milljóna langhrjáðra þjóða og lýsti yfir þeirri meginstefnu sinni
að varðveita komandi kynslóðir frá ógnum styrjaalda. Nú eru í
samtökum Sameinuðu þjóðanna meira en 80 ríki, og eru þar á
meðal mörg, er í síðustu styrjöld voru í fjandmannialiði þeirra
ríkja, sem gengust fyrir stofnun samtakanna.
Rúmlega 14 ár eru liðin frá stofnun þessara alþjóðasamtaka.
Samt hefur ekki ennþá tekizt að koma fram því, sem var til-
gangurinn með stofnun þeirra. Þjóðirnar lifa enn í kvíða um
framtíð sína og örlög friðarins. Og hvernig ætti annað að geta
verið á meðan svo er á statt, að hernaðarátök blossa upp í heim-
inum ýmist hér eða þar og blóði manna er úthellt? Styrjaldar-
blika, sem stundum hnyklast saman í óveðursský, þrumir yfir
heimi, sem ekki er ennþá búinn að gleyma skelfingum síðari
heimsstyr j aldarinnar.
Núverandi streita á alþjóðavettvangi getur ekki haldizt til
eilífðar. Annaðhvort nær hún hámarki, sem ekki mun geta átt
I