Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 55
R É T T U R
55
þau efni. Milli tveggja fjöldafunda hefur hann skotizt inn í safn-
ið í Lille, þar skrifar hann: „Tvær gamlar konur eftir Goya,..
Medea myrðir börn sín eftir Delacroix, skuggi hnífsins á fæti
barnsins... Frábær andlitsmynd eftir Rembrandt... Stór hvítur
kragi undan skegginu. Svarmr hatmr... Canaletto. Fólk og tré,
sérlega nákvæmt handbragð; raunveruleg dýpt." Milli þingfunda
skreppur hann inn á bókasafn til að rifja upp Dante og Shake-
speare, Homer og Goethe. A þingmannaplagg eitt hefur hann í
snatri hripað niður eftirfarandi: „Ef ég aðeins gæti mælt á máli
tónlistar eða danslistar eða myndlistar eins og ég get tjáð mig
með orðum, hve margt ætti ég þá nýrra hugsana, hve margt ætti
eg þá tilfinninga, sem mér eru nú óþekktar." Jaurés lét sig alla
æfi dreyma um hinn alhliða þroskaða og menntaða mann.
Prófessor í bókmennmm, blaðamaður, varaborgarstjóri í Toul-
°use, þingfulltrúi námumanna í Carmaux, ritstjóri l’Humanité ...
Venjulega eru slíkir menn annaðhvort virtir eða fyrirlitnir.
Jaurés var elskaður eða hataður. Að morgni hins fyrsta ágúst
1914 var ég staddur í Saint-Cantaine í Norður-Frakklandi; ég
^nan að verkamenn endurtóku í sífellu: „Þeir hafa drepið Jaurés."'
1 augum margra glitruðu tár. Námumennirnir í Carmaux köll-
uðu hann „Jeanou" eða Nonni, á þeirra mállýzku „lu nostre
Jeanou" — „Hann Nonni okkar." Það er auðveldara að öðlast
nietorð, opinberar lofræður og fá reista minnisvarða yfir sig í
lifanda lífi, heldur en að vinna til ástar fólksins; hörkulegir
námamenn segja ekki „okkar" um hvaða prófessor sem er. Franskt
ulþýðufólk veitti Jaurés jafnan þær viðtökur, sem aldavinum
ber; konur verkamannanna gæddu honum á úrvalsragú, vínbænd-
ur skenkm honum sín göfugusm vín. Verkamennirnir voru van-
lr að segja: „Við leyfum ekki, að honum sé mein gert."
Arið 1895 sagði Jaurés í ræðu sem hann hélt í franska þing-
lnu: „Má vera sá dagur komi, að hafin verði morð á okkur, og
morðingjarnir verði þeir menn, sem við viljum frelsa. Vindar
blása af ýmsum áttum, og úr djúpum hinnar þjáðu alþýðu
hefjast bæði stormsveipir byltingarinnar og byljir afturhaldsins. En
þetta er samt ekki það, sem mesm máli skiptir. Mest er um vert
að berjast fyrir hugsjón okkar, flýta komu réttlætisins, koma fram