Réttur


Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 13
R É T T U R 13 Joliot-Curie kallaði á einkaritara sinn og bað um skjölin við- víkjandi Wroclaw. Þá um sumarið höfðu listamenn og vísinda- menn margra landa komið saman í boði Póllands til að ræða um hvað hægt væri að gera til að hindra nýja styrjöld. „Menning er sama og friður" var kjörorð þessa fundar. I ávarpi til allra lista- og vísindamanna var endurtekin aðvörun Pierre Curie árið 1905 í Stokkhólmi: „Vísindalegar uppgötvanir sem geta orðið til þess að bæta hag mannkynsins eru notaðar til eyðileggingar og mann- drápa svo hinn helgi tilgangur vísindanna fær á sig óorð." A þessum fundi urðu allir sammála um eitt: það varð að vekja þjóðirnar til meðvitundar um það að þær yrðu að hindra nýjar styrjaldir. Þetta var nýtt hlutverk. Gat vísindamaðurinn látið það af- skiptalaust og lokað sig inni í rannsóknarstofu sinni? Gat hann sökkt sér niður í útreikninga sína og formúlur og gleymt því sem gerðist í heiminum? Joliot-Curie gat það ekki. Fyrir löngu hafði honum skilizt: Viðurkenningin á verðmæti mannsins og valdi fjöldans var mjög gömul og þó sýnir sagan greinilega hvaða hindranir standa í vegi fyrir framkvæmd þessarar viðurkenningar: Mannleg hugsun var lögð í hlekki allskonar forréttinda þeirra sem tryggðu sér öryggi af fullkominni eigingirni, og til þess þurfti að halda miklum hluta mannkynsins í myrkri fáfræðinnar. Við þessar hugsanir fylltist vísindamaðurinn þakklæti til þeirra sem höfðu eytt tíma sínum og kröftum og stundum fórnað lífi sínu til þess að boða mönnum rödd skynseminnar og frjálsa hugsun. Á þessu reið. Sem allra flestum varð að miðla frelsandi hugsun friðar og skynsemi. Joliot-Curie var ákveðinn í að vera í forustu- liði því sem barðist í anda fundarins í Wroclaw. Fyrsta friðar- þingið eftir aðra heimsstyrjöldina skyldi haldið á komandi vori í París. Einkaritari hans benti honum hæversklega á að franska ríkis- stjórnin hefði fært honum þakklæti sitt og heiðrað hann fyrir þá föðurlandsást sem hann hefði sýnt með því að afsala sér öllum rétti til uppfinninga sinna og öllum hagnaði af þeim í hendur franska ríkisins, en það væri samt ekki víst, eins og stjórnmála- ástandið væri í dag, að ríkisstjórnin fengist til að veita fulltrúum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað: 1.-4. Hefti -Megintexti (01.01.1959)
https://timarit.is/issue/282915

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Úr "Friður á jörðu".
https://timarit.is/gegnir/991004411079706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1.-4. Hefti -Megintexti (01.01.1959)

Aðgerðir: