Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 56
56
réttub
eins og mönnum sæmir allt þar til þögn næturinnar umlykur
okkur" ... Jaurés mælti þetta í tilefni rógs þess, sem útbreiddustu'
blöðin suðu saman daglega. Jaurés var beinlínis ástfanginn af
ættjörð sinni, en rógberarnir nefndu hann engu að síður „Herr
Jaures". Blaðið „Matain" skrifar: „Ef að stríð brýtzt út og á hús-
veggjum verða festar upp tilkynningar um herkvaðningu, þá
verður herra Jaurés hið fljótasta stillt upp við vegg".
Tilkynningar um herkvaðningu voru festar upp 1. ágúst 1914.
Kvöldið áður var skoti hleypt af í kaffihúsinu Croissant rétt hjá
ritstjórnarskrifstofum l’Humanité. Morðingi Jaurés, Raoul Vill-
ain, sonur óbrotins sveitalögmanns, var manna ómerkilegastur,
en hann dreymdi um mikilleik; hann var að hálfu kaþólikki og
að hálfu fagurkeri, og í vösum sínum bar hann bókakver eftir
Maeterlinck og hlaðna skammbyssu. Hann hafði aldrei séð
Jaurés fyrr, en honum var sagt, að Jaurés væri friðarvinur, en
hann, Raoul Villain, þyrsti í stríð. (Tuttugu árum síðar tóku
ungir menn, mjög líkir Raoul Villain að drepa kommúnista,
friðarvini og gyðinga í borgum Þýzkalands, og að búast til her-
ferða á hendur Englandi, Rússlandi, Indlandi og Ameríku). I
ótta við reiði fólksins Iýsti franska stjórnin því hátíðlega yfir, að
„glæpamaðurinn hafi verið tekinn höndum og fái þann dóm,
sem honum ber." Villain kom samt sem áður ekki fyrir dóm-
stóla fyrr en 1919 og dómararnir sýknuðu hann með mestu ró.
Hvað um það, ekki virðist okkur þetta vera ýkja gömul saga; ef
dóminum yfir nánustu samstarfsmönnum Hitlers hefði verið
frestað um eins og fimm ár, hver veit nema þeirra málum hefði
þá lokið með hjartanlegum hamingjuóskum eða jafnvel með til-
skipunum í ný embætti?
Já, sorgarleikurinn hefur ekki enn verið leikinn til enda. Til
eru þeir menn, sem feta í fótspor Jaurés. Það eru einnig til spor-
rekjendur Villains. Poul Bourget, sem var á sínum tíma mikið
lesinn af viðkvæmum frúm í París, Berlín og Pétursborg, skrif-
aði í dagblað nokkurt rétt fyrir fyrri heimstyrjöld: „Enginn
þeirra, sem ályktunargáfu og athyglisgáfu eru gæddir, geta efast
um uppeldisgildi styrjalda. Já, styrjöld er mannkyninu sönn
endurnýjun". Síðan komu orusturnar við Verdun og í Karpata-