Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 33
R É T T U R
33
hafa höndum saman í nafni hinna friðsamlegu hugsjóna Sam-
einuðu þjóðanna, leggur stjóm Ráffstjórnarríkjanna fyrir Sam-
einuffu þjóffirnar yfirlýsingu um almenna og algera afvopnun,
tar Sem fram eru settar ákveffnar tillögur í málinu.
Oþarft er að taka það fram, að skyldu vesturveldin af ein-
hverjum ástæðum vera ófús til samkomulags um almenna og
algera afvopnun, munu Ráðstjórnarríkin eigi að síður vera
þess albúin að semja um afvopnun að vissu marki og tilteknar
ráðstafanir í öryggisskyni. Hinar helztu þessarar ráðstafana
myndu að hyggju ráðstjórnarinnar vera sem hér segir:
1: Myndun sérstaks gæzlu- og eftirlitssvæðis ásamt minnkun
erlends herafla á landsvæði hlutaðeigandi Vesturevrópuríkja.
2. Afmörkun svæðis í Miðevrópu, þar sem ekki megi staðsetja
kjarnorkuvopn.
3- Heimkvaðning allra erlendira hersveita frá Evrópulöndum
og brottnám herstöðva af annarra þjóða landsvæðum.
4. Undirritun griðasáttmála Norðuratlanzhafsbandalagsins og
aðildarríkja Varsjársáttmálans.
5- Undirritun sáttmála til að koma í veg fyrir óvæntar skyndi-
árásir ríkja á önnur ríki.
Ráðstjórnin telur hlýða að minna á afvopnunartillögur þær,
sem hún lagði fram hinn 10. maí 1955, þar sem orðaðar eru
akveðnar hugmyndir um afvopnunarráðstafanir innan tiltek-
mna takmarka. Hún er þess fullviss, að tillögur þessar séu
akjósanlegur grundvöllur að sáttmála um fyrrgreint vanda-
mál, sem varðar líf og tilveru mannkynsins.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, að Ráðstjórnarríkin bera fram
tillögur um almenna og algera afvopnun. Svo snemma sem á
arunum milli heimsstyrjaldanna lagði ríkisstjórn lands vors
íram ítarlega áætlun um algera afvopnun. Þá var það við-
kvæði afvopnunarandstæðinga, að Ráðstjórnarríkin bæru fram
slikar tillögur, vegna þess að þau væru lítils megandi í efna-
hagstilli|ti og hernaðarlega. Þá gat þessi ósanna staðhæfing ef
til vill blekkt suma menn. En nú er öllum orðið ljóst, að allt
tal um veikleik Ráðstjórnarríkjanna er fullkomin fjarstæða.
Þessi nýja tillaga ráffstjórnarinnar er eingöngu sprottin af ósk
til þess aff tryggja raunverulega varanlegan friff meff þjóffum.
Við segjum í einlægni við allar þjóðir: í staðinn fyrir kjör-
orðið: „Vopnumst!“, sem enn klingir í sumum herbúðum, skul-
við taka upp kjörorðið: „Afvopnumst!" Hefjum samkeppni
Urn það, hvorir geti reist fleiri íbúðir, skóla og sjúkrahús fyrir
hegna sína hvorir framleitt meira af korni, mjólk, kjöti, fötum