Réttur


Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 114

Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 114
114 R É T T U R lendinga og stuðla þannig að því að fá íslenzku stjórn- ina til að leysa deiluna um 12 milna mörkin.“ Um þær mundir fóru fram viðræður í Lundúnum um hin breyttu viðhorf og skýrði stórblaðið Yorkshire Post svo frá þeim í forustugrein 9. febrúar: „Viðræðumar áttu sér stað milli sjávarútvegsmála- ráðherrans, John Hare, og fulltrúa samtaka yfirmanna, og svo virðist sem ráðherrann hafi á þessum fundi vak- ið athygli á tilraunum þeim, sem einmitt nú væri verið að gera til þess að fá íslendinga til að breyta þeirri á- kvörðun sinni að heimila togurmn okkar ekki að veiða innan 12 mílna marka frá ströndinni. Hare ráðherra var- aði yfirmennina við því að fljótfærnislegar ákvarðanir þeirra kynnu að stofna í voða árangrinum af þessum samningaviðræðum." Þessum bollaleggingum var síðan fylgt eftir í verki. 1. febrúar gerðust þau tíðindi að varðskipið Þór stóð tog- arann Valafell að veiðum 8,2 sjómílur innan markanna út af Loðmundarfirði. Herskip komu á vettvang, en nú var togaranum ekki bjargað með morðhótunum eins og gerzt hafði hálfum þriðja mánuði áður, er komið var að togara 9,5 sjómílur innan markanna, heldur leituðu yfir- menn herskipanna fyrirmæla brezku stjórnarinnar. 5. febrúar var svo tilkynnt að eigendur togarans hefðu heim- ilað að færa landhelgisbrjótinn til hafnar og dóms, og þegar skipstjórinn ætlaði að þverskallast neyddi brezkt herskip hann til að hlýða! Brezku blöðin skýrðu frá því næstu daga að það væri „tilraun" af hálfu Breta að láta Valafell halda til hafnar, og ,,ef það gæti stuðlað að því að draga á einhvern hátt úr þeirri óheppilegu stirfni, sem viðgengizt hefur að undanförnu væri það mjög ánægju- legt“, eins og Daily Mail orðaði það 6. febrúar. Togarinn Valafell hafði verið skráður fyrir veiðiþjófnað 12 sinnum eftir 1. september. Rétturinn á Seyðisfirði — þar sem sakadómarinn í Reykjavík var mættur sem sér- stakur fulltrúi ríkisstjórnarinnar — dæmdi skipstjórann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.