Réttur - 01.01.1959, Side 114
114
R É T T U R
lendinga og stuðla þannig að því að fá íslenzku stjórn-
ina til að leysa deiluna um 12 milna mörkin.“
Um þær mundir fóru fram viðræður í Lundúnum um
hin breyttu viðhorf og skýrði stórblaðið Yorkshire Post
svo frá þeim í forustugrein 9. febrúar:
„Viðræðumar áttu sér stað milli sjávarútvegsmála-
ráðherrans, John Hare, og fulltrúa samtaka yfirmanna,
og svo virðist sem ráðherrann hafi á þessum fundi vak-
ið athygli á tilraunum þeim, sem einmitt nú væri verið
að gera til þess að fá íslendinga til að breyta þeirri á-
kvörðun sinni að heimila togurmn okkar ekki að veiða
innan 12 mílna marka frá ströndinni. Hare ráðherra var-
aði yfirmennina við því að fljótfærnislegar ákvarðanir
þeirra kynnu að stofna í voða árangrinum af þessum
samningaviðræðum."
Þessum bollaleggingum var síðan fylgt eftir í verki.
1. febrúar gerðust þau tíðindi að varðskipið Þór stóð tog-
arann Valafell að veiðum 8,2 sjómílur innan markanna
út af Loðmundarfirði. Herskip komu á vettvang, en nú
var togaranum ekki bjargað með morðhótunum eins og
gerzt hafði hálfum þriðja mánuði áður, er komið var að
togara 9,5 sjómílur innan markanna, heldur leituðu yfir-
menn herskipanna fyrirmæla brezku stjórnarinnar. 5.
febrúar var svo tilkynnt að eigendur togarans hefðu heim-
ilað að færa landhelgisbrjótinn til hafnar og dóms, og
þegar skipstjórinn ætlaði að þverskallast neyddi brezkt
herskip hann til að hlýða! Brezku blöðin skýrðu frá því
næstu daga að það væri „tilraun" af hálfu Breta að láta
Valafell halda til hafnar, og ,,ef það gæti stuðlað að því að
draga á einhvern hátt úr þeirri óheppilegu stirfni, sem
viðgengizt hefur að undanförnu væri það mjög ánægju-
legt“, eins og Daily Mail orðaði það 6. febrúar.
Togarinn Valafell hafði verið skráður fyrir veiðiþjófnað
12 sinnum eftir 1. september. Rétturinn á Seyðisfirði —
þar sem sakadómarinn í Reykjavík var mættur sem sér-
stakur fulltrúi ríkisstjórnarinnar — dæmdi skipstjórann