Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 12

Vísir - 24.12.1943, Qupperneq 12
JÓLABLAÐ VÍSIS voru aldrei haldnir, og bar tvennt til þess, það fyrst, að hér var ekkert samkomuhús og fáir sem kunnu þá list að dansa. Voru það helzt verzlunarstjór- ar og þjónar þeirra, þejr er dval- ið liöfðu erlendis, sem þá list kunnu. Aftur á móti var ávalll dansað í hinum stærri brúð- kaupsveizlum, og þá dönsuðu þessir fáu herrar fyrir fólkið, bæði boðsgestina og fólk, sem kom að veizluhúsinu til að horfa á, þegar dansinn byrjaði. Var það álitið sjálfsagt að leyfa þessu fólki að horfa á þessa dásamlegu list. Og stúlkurnar, sem kunnu að dansa, þær fengu óspart að hx-eyfa ganglimina og þurftu aldrei að kvarta yfir þvi við slík tækifæri eða bera kviðboga fyr- ir þvi, að þær mundu verða að „sitja yfir“. En svo breyttist þetta einnig og ekki urðu eyjar- búar síðar eftirbátar annarra landsmanna í því að spretta úr spori á dansvellinum. Heimboð- in voru tíð á jólunum og oft- ast „vakað út‘‘ yfir spilunum. Óneitanlega þótti okkur, drengj- unum eldri, mikil tilbreyting i því að vera boðnir á önnur heimili. Það var sérstaklega eitt heimili, þar sem við ávallt átt- um víst heimboð. Bær sá hét Þorlaugargerði, og var „fyrir of- an hraun“. Þar var kunningi okkar, sem Jakob hét, og köll- uðum við hann ávallt vin. Að boðinu loknu fylgdi Kobbi okk- ur heim og átti hann að vera hjá okkur næstu nótt. Hann kunni mikið af álfa- og drauga- sögum og lét okkur þær óspart i té. Áhrifamest fannst okkur frásögn Kobba um drauginn í Leggjagrjótunum. Það var stór, mórauður hundur, sem dró á eftir sér húðina. Um þessi Leggjagrjót lá leið okkar er Kobbi fylgdi okkur heim um nóttina. Héldum við niðri í okk- Ur andanum meðan við fórum yfir þetta draugabæli. Spurðum við Kobba um það, hvort hann hefði ekki séð drauginn á hin- um mörgu ferðum sinum um þetta hættusvæði. Nei, hann hafði að vísu aldrei séð hann sjálfur, en liann þekkti menn, sem höfðu séð hann og jafnvel fundið, því að Móri hafði það stundum til, að skjótast um veg- inn milli fótanna á vegfarend- um. En fyrst svo var, þá var svo sem ekki að efa sannleiks- gildi sögunnar. ( t » SÁ DAGUR og þeir næstu voru í sannleika dagar gleði svo sem sjálfsagt fyrir liina eldri að fá sér þá ærlega í staup- inu. Þeir voru sumir drykkfeld- ir, vinnumennirnir heima. Man eg sérstaklega eftir einum, sem Fúsi var nefndur. Af honum rann aldrei um jólin, en það sem okkur þótti verra, var það, að hann virtist hafa alveg sérstaka nautn af þvi, að stríða föður rnínum. Faðir minn var maður geðspakur, hann þekkti lund Fúsa og sinnti þessu lítið, en auðsjáanlega leiddist honum þessi áleitni Fúsa. Á heimilinu var samtímis Fúsa annar vinnu- maður, sem Arnbjörn hét, bezta hjú, trúr og hollur og þrekmað- ur hinn mesti. Eitt sinn, er Fúsi hafði lengi elt ólarnar við föður minn, sagði faðir minn við Bjössa, sem þar var nærstadd- ur: „Það vildi eg, Bjössi, að þú hefðir einhver ráð, að losa mig við hann Fúsa.“ Bjössi brosti, tók Fúsa undir handarkrika sinn og labbaði með hann út. Við strákar vorurn forvitnir og langaði að sjá hvar Fúsi yrði einangraður, og fylgdum því eft- ir. Bjössi fór með Fúsa að fislci- kró, sem faðir minn átti niður við sjó, strönglaði liann þar i bátssegli og batt að, lagði hann þar á þægilegan stað, og þar í þessurn umbúðum svaf Fúsi úr sér. jSótti Bjössi hann undir kveld og var Fúsi dálítið sneypt- ur, er lieim lcom. — Unghngar jieyttu yfir höfuð ekki áfengis og kvenfólk heldur ekki, svo teljandi væri. Þó voru hér í þann mund nokkrar eldri konur, frá svörtustu brénnivinsöldinni, fyrri hluta aldarinnar, sem voru vínhneigðar og sáust stundum ölvaðar. Ein þessara kvenna var gömul kona; niðursetningur lijá foreldrum mínum, Þóra að nafni, ekkja eftir Bjarna, nefnd- an „knálega“. Sumir af vinnu- mönnunum höfðu gaman af því, að gefa henni viðbragð um jólin. Varð það stundum of mikið. Kerling svaf i lokrekkju á mið- lofti. Gekk hún flest kvöld snemma til hvilu. Jól nokkur var hún við vín, svo að ekki var á bætandi, en þá hafði einn af piltunum gefið henni di’júgan á- bæti af sterku rommi, en þegar kei’ling hafði sopið út, heyrðum við að hún hrópaði: „Það logar upp úr mér!“ Hljóp þá til mað- ur sá, er gefið hafði henni rommið og greip þar af diski kerlingar kaldan gulrófukolfing og tróð honum upp í liana, til þess að kæla kokið. Hægðist þá þeirri gömlu svo við þessa ein- Icennilegu aðgerð, að hún sofn- aði vonum bráðar. Föður minn sá eg aldrei bragða áfengi, enda var hann á- vallt í bindindisfélagi því, sem hinn merki prestur og ágætis- maður séra Brynjólfur Jónsson á Ofanleiti stofnaði hér árið 1864 og veitti forstöðu til ævi- lolca 1884. Kom hann hingað á þeim tíma, þegar ofdrykkja var hér í algleymingi, og tókst lion- um með fádæma fórnfýsi, sam- fara einbeittum vilja á þvi, að bæta úi’ þessu böli, að brjóta hér hinn bitrasta brodd þessa þjóð- arósóma. I félagi þessu voru oft frá 50—70 manns. Lagði Brynj- ólfur fyrst aðaiáherzluna á það, að fá i þennan félagsskap ráð- andi menn liéraðsins og bændur, en siðan unglinga, jafnóðum og fermdir höfðu verið. Starf lians hér, bæði utan kirkju og innan, mun seint metið að verðleilcum, cnda varð hér almenn héraðs- sorg og söknuður, er hann féll frá. Eg liefi nú lokið að mestu þessum pistli mínum og á að- eins eftir kveðjuorðin: — Á jól- unum verða eflaust allir eða flestir á einhvern hátt varir þess, að það er hönd friðar og blessunar, sem að olckur er rétt. Við, hinir eldri, erum. margir tregir og hikandi, að taka í þessa framréttu friðarhönd, en börn- in, þau rétta fram hendur sinar til þess að ná í þessa hönd, með þá hugsun eina, að halda í hana — ævilangt. Þess vegna njóta þau einnig í dimmasta skamm- deginu birtunnar frá jólaljósinu, hugsa hinar fegurstu og hrein- ustu jólabugsanir og leggjast út af og sofna í sælum friði, von og gleði jólanna. Gleðileg j ó 1. Færeyskar skútur á Vestmanna- eyjahöfn. >
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.