Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL1986 17 STABAT MATER Tónlist Jón Ásgeirsson Stabat Mater eftir Dvorák númerað ópus 28, en við síðari útgáfur var verkið skráð sem ópus 58. Þegar það var fyrst flutt, 1880, í Prag, þótti það um margt marka tímamót í gerð trúarlegra verka og oft flutt meðan tónskáldið lifði. Síðar hafa hlustendur verið nokkuð afhuga verkinu, meðal annars vegna þess hve árekstralaust það er, ein allsherjar sæt líðandi. Þá er samskipan texta og lag- ferlis ekki að öllu leyti vel sann- færandi og einnig að verkið er nær að öllu leyti unnið sam- kvæmt íjórraddaðri raddskipan sálmalags, eða eins og einn alls- heijar kór, jafnvel í einsöngs- þáttunum. Þessi einfaldleiki í gerð verksins, sem á köflum er sérlega fallega hljómandi, kailar á skýra mótun í flutningi, bæði er varðar styrkleikabreytingar og hraðskipan. Frá hendi tón- skáldsins er Andante-hraði á öllum köflunum nema þremur, sem þá eru Largo og Larghetto. "íðari hluti lokaþáttarins er Allegro molto. í flutningi verks- ms að þessu sinni var hraða- brtytingum á milli þátta nær rkkert beitt og fyrir bragðið varð heildarflutningur verksins injög einlitur. í §órða þætti hefur tónskáldið bætt við orgeli ledi harmoníum) en í uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Islands og Söngsveitarinnar Fílharmonían, lætur stjórnandinn, Guðmundur Emilsson, leika á þetta orgel með kómum, þ.e.a.s. tvöfalda kórraddirnar í öðrum þáttum verksins, jafnvel þar sem í radd- skrá höfundar er gert ráð fyrir því að kórinn syngi án undir- leiks. Hvort sem það er vegna þess að stjómandinn treystir ekki kómum til verka eða af einhverjum öðmm ástæðum spillir þetta tiltæki og lýtir uppfærsluna mikið. Einsöngvar- ar í verkinu vom Katrín Sigurð- ardóttir, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Guðbjöm Guðbjömsson og William Sharp, sem hefur áður komið til íslands og sungið við ágætan orðstír. Svo virðist sem Dvorák hafí ekki fundið sig í gerð þessa verks, því söng- hlutverkin em oft ekki beint spennandi og jafnvel á stundum of lágt rituð, er olli því að á köflum mátti vart greina ein- söngsraddimar í samsöngsatrið- unum. Katrín Sigurðardóttir og Sigríður Ella sungu af öiyggi og sama má segja um William Sharp, þó rödd hans kunni að eiga betur við í annarri gerð tónlistar. Ungur söngvari, Guð- björn Guðbjömsson, söng nokk- Katrín Sigurðardóttir Guðbjörn Guðbjörnsson uð vel og naut þess hve fallega náttúmrödd hann hefur, þó hann ætti í erfiðleikum með að finna henni eðlilega stöðu, en þar til kemur reynsluleysi hans. Guð- Sigríður Ella Magnúsdóttir William Sharp bjöm er mjög efnilegur söngvari og takist honum að ávaxta sitt pund mun þessi guðsgjöf, sem rödd hans er, geta orðið honum veganesti til mikilla afreka. Eskifjörður: Framboðslisti Alþýðubandalags- ins ákveðinn Eskifirði. Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins á Eskififirði fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor hefur verið ákveðinn. í fyrsta sæti er Hjalti Sigurðsson rafvirki, 2. sæti Margrét Óskars- dóttir verkamaður, 3. sæti Sigurður Ingvarsson húsasmiður, 4. sæti Guðrún Margrét Óladóttir húsmóð- ir, 5. sæti Bragi Þórhallsson tækja- maður, 6. sæti Hildur Metúsalems- dóttir húsmóðir, 7. sæti Elís Andr- ésson vélstjóri, 8. sæti Jómnn Bjamadóttir verkamður, 9. sæti Siguijón Kristjánsson verslunamað- ur, 10. sæti Þorbjörg Eiríksdóttir verkamaður, 11. sæti Guðni Þór Magnússon húsgagnasmiður, 12. sæti Rannveig Jónsdóttir húsmóðir, 13. sæti Guðni Óskarsson tann- læknir, 14. sæti Guðjón Bjömsson yfirkennari. Ævar Hraðbankinn: T ékkareiknings- hafar geta vitjað korta í sínum viðskiptabanka TÉKKAREIKNINGSHAFAR í að- ildarbönkum Hraðbankans, hinu nýja sameiginlega þjónustukerfi banka og sparisjóða, sem greint hefur verið frá í frétt Morgunblaðs- ins, geta vitjað Bankakorta sinna á þeim afgreiðslustað er þeir hafa viðskipti sín. Við undirritun samn- ings fær korthafi afhent umslag með leyninúmeri sínu vegna Hrað- bankans og Bankakortið sitt sér að kostnaðarlausu. Bókaklúbbur AB: 7. bindið af Sögu mannkyns komið út BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur nú sent frá sér 7. bindið í 15 binda verkinu Sögu mannkyns. Þetta bindi er eftir Niels Steensgaard prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og fjallar um tímabilið 1350—1500. Þýðandinn er Lýður Björnsson, sagnfræðingur. Þetta bindi ber undirtitilinn Hin viða veröld. Þetta bindi tekur yfir sama tíma- bil og 6. bindið eða því sem næst. En í 6. bindinu var aðaláherslan lögð á Evrópu, en þetta bindi fjallar nær eingöngu um aðrar heimsálfur, menningarsvæði Asíu svo sem Kína, Japan, Miðausturlönd og Indland, um Afríku og um Azteka- Kjörinn prest- ur á Reykhólum TALIN hafa verið atkvæði í prestskosningu, sem fram fór í Reykhólaprestakalli í Barða- strandarprófastsdæmi 6. apríl sl. Á kjörskrá voru 258 manns en atkvæði greiddu 130. Umsækj- andi var einn, sr. Bragi Bene- diktsson félagsmálastjóri í Hafn- arfirði, og hlaut hann 129 at- kvæði en 1 seðill var auður. Kosningin er því lögmæt. Séra Bragi Benediktsson lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1965 og vígðist sama ár til Eski- fjarðarprestakalls. Hann var um fimm ára skeið prestur Fríkirkjunn- ar í Hafnarfirði en síðan 1972 hefur gegnt embætti félagsmálastjóra Hafnarfjarðarbæjar. Séra Bragi er kvæntur Bergljótu Sveinsdóttur og eiga þau sex börn. ríkið og Inkaríkið í Ameríku fyrir landafundina. Um þessi efni hefur hingað til verið mjög lítið ritað á íslensku — og er því efni þessa bindis mikil nýjung fyrir okkur — og raunar Norðurlandaþjóðirnar allar. Einnig tekur þetta bindi fyrir sameiginleg vandamál alls heimsins á þessum tíma og þær lausnir sem mótuðu mannlífið aldirnar fyrir landafundina, þegar Evrópa var frá sjónarmiði menningar engu framar öðrum menningarsvæðum heimsins — nema síður væri, en réð þó yfir betri skipakosti og meiri siglinga- tækni en aðrir hlutar heimsins. Myndir eru með sama sniði og í fyrri bindum — gífurlegur fjársjóð- ur vandaðra sögulegra mynda frá öllum heimshornum. Bókin er 272 bls. að stærð. Hún er sett og filmutekin í Prentsmiðj- unni Odda, en prentuð í Belgíu. (Fréttatilkynning.) í Kaupmannahöfn í júní Þessi mikla sýning veröur haldin í Bella Center. Þetta er ein umfangsmesta sjávarút- vegssýning sem haldin er í heiminum og þangað leita tugirfyrirtækja til að kynna framleiðslu sína, m.a. frá Islandi. Sýningin nær ekki bara til sjálfra veiðanna heldur og til verkunar í landi, pökkunar, frystingar og markaðsöflunar, svo eitthvað sé nefnt. Þarna er sýnd nýjasta og fullkomnasta tækni sem völ er á í öllum þáttum útgeröar. Samhliða WFE verða í Bella Center tvær sjálfstæðarsýningarsem kallast „Fæða úr hafinu ’86” og „Fiskeldi '86'. Farandi efnir til ferðar á þessa sýningu dagana 15.-21. Júnf. Flogið verður til Hamborgar og gist þar eina nótt á Hótel St. Rafael. Daginn eftir verður farið með lest til Kaupmannahafnar og þar er gist í sex nætur á Cosmopole, sem er í miðborginni. Sama leið verður svo farin til baka. Mögulegt er að framlengja ferðina hvort sem er í Kaupmannahöfn eða Hamborg. Flug og gisting í 7 nætur: Vesturgötu 5, sími 17445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.