Morgunblaðið - 15.04.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 15.04.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 Eigendur Ramma, Einar Guðberg, Gísli Grétar Björnsson og Sigurþór Stefánsson fyrir framan nýju verksmiðjuna við Seylubraut 1 í Njarðvík. Njarðvík: Rammi hf. tuttugu ára og flytur í nýja og glæsilega verksmiðju Keflavík. GLUGGA- og hurðaverksmiðj- an Rammi hf., flutti á laugar- daginn í nýja og stórglæsilega verksmiðju við Reykjanesbraut í Innri-Njarðvík. Rammi hf. er tuttugu ára í ár og hefur fyrir- tækið verið í miklum og örum vexti á liðnum árum. Marg- menni var við opnunina, ávörp voru flutt og gestir skoðuðu húsið en fyrirtækið er leiðandi í framleiðslu glugga og hurða á íslandi í dag. Olafur G. Ein- arsson þingmaður opnaði verk- smiðjuna formlega. Aðaleigendur Ramma eru þeir Einar Guðberg, sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gísli Grétar Bjömsson og Sigur- þór Stefánsson. Fyrirtæki hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum og því var ráðist í byggingu nýju verksmiðjunnar. Markar hún tímamót í rekstri fyrirtækisins en í henni er öll aðstaða mun full- komnari en i þeirri gömlu og einnig fullkomnari og afkasta- meiri vélar. Nýja verksmiðjan er 36000 fermetrar að grunnflatar- máli og er stærsta verksmiðja hérlendis undir einu sperruhafi. Tæknilega er hún einnig ein alfull- komnasta verksmiðjan hér á landi. Skipta þar meginmáli tvö atriði í meðferð hráefnisins. Annarsvegar Gagnvörn, sem er í því fólgin að olíuuppleystum efnum er þrýst inn í viðinn þegar búið er að vélvinna hann, og verja hann þannig gegn fúa og hinsvegar yfírborðsmeð- höndlun, en Rammi hf. býður nú öllum viðskiptavinum sínum upp á yfírborðsmeðhöndlun hurða og glugga með „elektróstatískri" aðferð. Fyrsta skóflustungan var tekin í október og hefur bygging verk- smiðjunnar gengið mjög vel. Húsagerðin í Keflavík annaðist allar framkvæmdir en burðarvirki verksmiðjunnar er úr límtré, sem er framleitt og uppsett af Límtré hf. á Flúðum. Þakeiningar voru framleiddar og uppsettar af Berki hf. Að sögn forráðamanna Ramma var hefur áhersla verið lögð á það í öllum þáttum bygg- ingarinnar að uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til verk- smiðjuhúsnæðis, meðal annars er öflugt sogkerfi í öllu húsinu, full- komið eldvarnakerfí, öryggisrofar vegna véla eru víða á vinnusvæð- inu og öll aðstaða starfsfólks eins fullkomin og kostur er á. Einnig hefur farið fram endurnýjun véla verksmiðjunnar að talsverðu leyti, en í dag starfa um 35 manns hjá fyrirtækinu. Fullbúin kostaði verksmiðjan alls um 50 milljónir króna, sem er um 50% af brunabótamati. Þar af lánuðu Iðnþróunarsjóður og Iðnlánasjóður um 30 milljónir. Afgangurinn er íjármagnaður af eigin fé. Enn hefur ekki tekist að selja eldra verksmiðjuhúsið. — efi Morgunblaðið/Einar Falur Framboðslisti óháðra í Hafnarfirði ákveðinn FÉLAGSRÁÐSFUNDUR Félags óliáðra borgara hefur ákveðið skipan framboðslista félagsins, H-listans í Hafnarfirði við bæjar- stjórnarkosningarnar hinn 31. maí næstkomandi. Félag óháðra borgara á nú tvo fulltrúa í bæjar- sljórn Hafnarfjarðar. Annar þeirra, Vilhjálmur G. Skúlason, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Skipan framboðslistans nú er svohljóðandi: 1. Snorri Jónsson, fulltrúi, Brekkugötu 19. 2. Andrea Þórðardóttir, húsmóðir, Sævangi 29. 3. Árni Gunniaugsson, hséstarétt- arlögm., Ölduslóð 38. 4. Kristín Guðmundsdóttir, læknaritari, Háahvammi 2. 5. Karel Karelsson, sjómaður, Kvíholti 10. 6. Ásdís Jónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Kelduhvammi 34. 7. Jóhann Guðbjartsson, iðn- verkamaður, Vesturbraut 4. 8. Ásthildur Einarsdóttir, tækni- teiknari, Breiðvangi 36. 9. Ómar Smári Ármannsson, lög- reglumaður, Álfabergi 12. 10. Stefanía Sigurðardóttir, skrif- stofumaður, Merkurgötu 14. 11. Hilmar Kristensson, verslunar- maður, Breiðvangi 10. 12. Trausti Óttar Steindórsson, nemandi, Ölduslóð 46. 13. Bjargmundur Albertsson, rennismiður, Hverfisgötu 20. 14. Bjarni Einarsson, nemandi, Suðurvangi 6. 15. Hera Guðjónsdóttir, versl- unarmaður, Hringbraut 74. 16. Eyjólfur Agnarsson, verka- maður, Hrauntungu 10. 17. Haukur Blöndals Gíslason, bif- reiðastjóri, Víðivangi 5. 18. Ríkarður Kristjánsson, stýri- maður, Heiðvangi 74. 19. Sjöfn Magnúsdóttir, húsmóðir, Lindarhvammi 12. 20. Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, prentari, Reykholti. 21. Brynjólfur Þorbjarnarson, vél- smiður, Mánastíg 2. 22. Málfríður Stefánsdóttir, hús- móðir, Hrafnistu. Morgunblaðið/RAX Landsráð Flokks mannsins. Fjnrir miðju eru fráfarandi formaður Július Valdimarsson (t.v.) og nýkjörinn formaður, Pétur Guðjónsson. Formannaskipti hjá Flokki mannsins Á FUNDI Landsráðs Flokks mannsins, miðvikudaginn 9. apríl fór fram kosning á f ormanni. Landsráð FM telur æskilegt að kosið sé um öll helstu embætti innan flokksins minnst á tveggja ára fresti. Júlíus K. Valdimarsson, fráfar- andi formaður, hefur gegnt for- mennsku frá stofnun flokksins, 25. júní 1984. Hann baðst undan áframhaldandi formennsku og hyggst beina sér að framboðsmál- um í Reykjavík. Nýr formaður var kjörinn, Pétur Guðjónsson, stjórnunarráðgjafí. Pétur er einn af stofnendum flokks- ins og hefur undanfarið verið for- maður skipulags og uppbyggingar flokksins. Landsráð skipar nú 19 manns, fulltrúar frá öllum landshlutum. (Fréttatilkynning) Akranes: Tvær konur efst- ar hjá Framsókn MORGUNBL AÐINU hef ur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fulltrúaráði framsóknarfélag- anna á Akranesi um framboðs- lista flokksins þar í bæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor: Á fundi fulltrúaráðs framsóknar- félaganna á Akranesi 3. apríl var framboðslisti Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akra- nesi 1986 samþykktur einróma: 1. Ingibjörg Pálmadóttir, bæjar- fulltrúi; 2. Steinunn Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi; 3. Andrés Ólafsson, skrifstofustjóri; 4. Magnús H. Ól- afsson, arkitekt; 5. Stefán Lárus Pálsson, stýrimaður; 6. Þorleifur Sigurðsson, bankagjaldkeri, 7. Jón Sveinsson, héraðsdómslögmaður; 8. Oddný Valgeirsdóttir, húsmóðir; 9. Jónína Valgarðsdóttir, starfs- stúlka; 10. Sigurbjöm Jónsson, hús- gagnasmiður; 11. Bjamheiður Hallsdóttir, nemi; 12. Steinar Guð- mundsson, vélvirki; 13. Guðni Tryggvason, verslunarmaður; 14. Guðrún Jóhannsdóttir, skrifstofu- maður; 15. Guðrún Adda Maríus- dóttir, sjúkraliði; 16. Þór Gunnars- son, vélvirki; 17. Þorbjörg Krist- vinsdóttir, húsmóðir; 18. Björgvin Bjamason, fv, bæjarfógeti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.