Morgunblaðið - 15.04.1986, Page 12

Morgunblaðið - 15.04.1986, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 • r.i. i—r;.-r.; ,i .í——— -i—- ■' ■ f— --- Amór Benediktsson, þátttakandi I dorgkeppninni Sverrir Tryggvason í Víðihlíð gerir gat á ísinn með á Mývatni, með einn vænan á lofti. Amór fékk þartilgerðum bor. ísinn var þaraaum 70 senti þrjá silunga í keppninni. metrar á þykkt. Dorefað í dásamlesfu veðri Akureyri. '—* '—7 „ÞAÐ VAR fiskur í vatninu, menn sáu hann og urðu varir en hann vildi ekki bíta á. Annars vom allir nokkuð ánægðir. Keppnin sjálf gekk snurðulaust fyrir sig - allir fóm heim með brúnku og freknur og enginn blotnaði," sagði Bjöm Bjöms- son, einn af aðalmönnunum á bak við dorgkeppnina á Mývatni á laugardag, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Dorgkeppnin var nú haldin í fyrsta skipti en stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður. Dásamlegt veður var meðan keppnin stóð yfir - blankalogn og sól, og kenndu menn einmitt góða — áMývatni á laugardag veðrinu um hversu illa fiskaðist. Ekki komu á land nema rúmlega tíu silungar og eitthvað slæddist af homsílum með. Bjöm sagði það sýna vel dagamuninn að tveimur dögum fyrir keppnina hefði einn fengið dorgkvótann - 15 silunga. „Eg fór svo í gær (sunnudag) og fékk vel í matinn," sagði Bjöm. „Það vantaði straum í vatnið á laugardaginn. Ef hann hefði blásið örlítið hefði komið straumur í vatnið og þá hefði fiskurinn hreyft sig.“ Mývetningar sögðu einnig slæmt að snjór lá ofan á ísnum á laugardaginn - það skemmdi ætíð fyrir veiðinni. 38 keppendur mættu til leiks á laugardagsmorgun kl. 11 og dorg- að var til kl. 16. Helstu verðlaun vom þessi: Birgir Steingrímsson úr Mývatnssveit fékk íjöldaverðlaun og einnig verðlaun fyrir flestar tegundir, Gylfi Garðarsson frá Akureyri fékk verðlaun fyrir stærsta fisk og einnig fyrir besta gæðamat. I verðlaun vom ýmsar veiðigræjur, ísbor, flugustöng, hjól, rotari, veiðitöskur og fleira - og drógu menn sér verðlaun. Morgunblaðið/Skapti Jón Aðalsteinsson frá Vindbelg og Jóhannes Pétur Héðinsson frá Geiteyjarströnd (t.h.). Ekki er annað að sjá en þeim félögum hafi líkað lífið í veðurblíðunni þó aflinn væri rýr. SÍMA NAMSKEIÐ NVTT NÁMSKEIÐ SEM ÖLL FVRIRTÆKI HAFA NOT FYRIR Markmið: íslendingar nota síma mest allra þjóða. íslensk fyrirtæki og stofnanir leggja ( vaxandi mæli áherslu á góða símaþjónustu. Á þessu námskeiði er lögð höfuðáhersla á að fræða þátttakendur um þau atriði sem góð símaþjónusta byggist á og gera þeim grein fyrir mikilvægi starfsins. Efni: • Símaháttvísl • Mannleg samsklptl • Æflngar I símsvörun • HJálpartækl I starfl símsvarans • Ymsar nýjungar I símtæknl, sem koma að góðu gagnl I starfl Þátttakendur: Námskéið þetta er aðgengilegt fyrir allt starfsfólk, hvort sem um er að ræða simsvara, eða aðra þá, sem nota síma meira og minna í starfi sínu. Þá er þetta tilvalið námskeið fyrir þá sem eru aö halda út á vinnumarkaðinn. Leiðbeinendur: Helgi Hallsson, deildarstjóri á skrifstofu símstöðvarinnar í Reykjavík og Þorsteinn Óskarsson, deildar- stjóri hússtöðvardeildar Pósts og síma í Reykjavík. Tíml: 28.-30. aprll kl. 9.00-12.00. Stiórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Gistiheimil- ið Hótel Jörð opnar kaffistofu HÓTEL Jörð opnaði kaffistofu á jarðhæð gistiheimilisins á Skóla- vörðustíg 13a sl. föstudag. Kaffi- stofan hefur hlotið nafnið Sólar- kaffi og verður opin almenningi frá 9—18 alla daga nema sunnu- daga. Að sögn annars eiganda gisti- heimilisins, Sigrúnar Grímsdóttur er boðið upp á hefðbundin morgun- mat, súpur og langlokur í hádeginu og eftirmiðdagskaffi. Ennfremur býður starfsfólk Sólarkaffis þá þjónustu að smyija nestispakka og útbúa snittur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hótel Jörð var opnað í desember sl., en í gistiheimilinu eru níu herbergi, eins og tveggja manna. A myndinni eru eigendur og starfsfólk Sólarkaffis. Staðurinn er í eigu Birgis Aspars og Sigrúnar Grímsdóttur, sem stendur við hlið hans. Starfsstúlkumar þrjár heita Guðlaug Bryngeirsdóttir, stand- andi, Alda Jónsdóttir, t.v. og Guð- rún Alfreðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.