Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Sjónvarps- mafían Aðalsteinn Bergdal leikari kom að máli við undirritaðan og vildi koma því á framfæri, að sér hefði ekki tekist að ljúka förðuninni í þætt- inum Á líðandi stundu vegna þess að í það minnsta tvisvar sinnum hefði ekki notið birtu við förðunarborðið. Þá vitum við það. Spumingakeppnin Spumingakeppni framhaldsskól- anna lauk í sjónvarpssal síðastliðið laugardagskveld, en þá tókust á lið Flensborgarskóla og Fjölbrautaskól- ans á Selfossi, og lauk feikispennandi keppni með naumum sigri Fjölbrauta- skólans á Selfossi. Hafi allir málsaðil- ar þökk fyrir ágæta keppni og þá sérstaklega Steinar J. Lúðvíksson er samdi spumingamar og svo náttúru- lega stjómendumir, þeir Jón Gústafs- son og Þorgeir Ástvaldsson. Hér var valinn maður í hveiju rúmi. Nú, en enda þótt ég hafí haft býsna gaman af þessu atriði helgardagskrár sjón- varpsins þá voru ýmis önnur dag- skráratriði heldur hvimleið, að ekki sé meira sagt. Eg freista þess nú að skyggna þessi atriði í þeirri von að starfsmenn ríkissjónvarpsins vakni af dvalanum og bæti annars ágæta helg- ardagskrá. Bcetum helgar- dagskrána Hefjum ferðina á föstudegi klukkan 19.15. Þá er á dagskrá þáttur er nefnist Á döfmni og bamaefnið hefst ekki fyrr en klukkan 19.25, eða næstum hálftíma seinna en venjulega. Bömin eru vanaföst og því er á flest- um heimilum lítill friður til að horfa á listkynningarþáttinn Á döfinni. Væri ekki nær að vanda svolítið betur til þessa þáttar og senda hann út þegar fólk hefir næði. Þá vil ég spyija hvemig á því standi að bamatíminn sé skorinn niður um helming er líður að helgi? Er umsjónarmaður bama- efnis máski í fríi frá föstudegi til mánudags? Og þá er komið að laugar- deginum. Það teygist sífellt úr íþrótta- þættinum á laugardögum og nú er svo komið að Bjami og félagar neyð- ast til að sýna endalaust skautahlaup eftir klukkan nítján. Verð ég að segja eins og er að mér líður gjaman eins og fanga í austrænum fangabúðum er ég horfi á endalausar sveiflur hinna austrænu skautapara með bömin mín í fanginu að bíða eftir bamatímanum. Ég hef stundum spurt sjálfan mig þeirrar spumingar hvort tregðulög- málið hljóti að vera allsráðandi þar sem ríkið á í hlut, í það minnsta sit ég oft orðlaus yfir þessum dauða- teygjum íþróttaþáttarins á laugardög- um. Þá er ég kominn að sunnudegin- um. Margt var vel gert í Stundinni okkar að þessu sinni, til dæmis bama- leikritið vestfirska, en þegar helgar- hálftíma bamanna var lokið þá tók menningarmafían, eða eigum við heldur að segja tónlistarmafían, við af íþróttamafíunni: Endursýnt efni var á dagskrá — Það eru komnir gestir... „Bara fólk“ eins og lítill drengur orðaði það, og náttúrulega voru gestimir hámenningarlegir svona rétt fyrir kvöldmatinn, óperu- söngvarar, minna mátti ekki gagn gera þar sem Óperukvöld í Múnchen var á dagskrá síðar um kvöldið. En ég er ekki bara óánægður með hvem- ig hlutur barnanna er fyrir borð bor- inn í helgardagskrá sjónvarpsins, en þess í stað troðið inn ýmsum dag- skráratriðum, er eiga nánast ekkert erindi til hins almenna sjónvarps- áhorfanda á síðdegisstundu; ég er einnig býsna óánægður með sumar kvikmyndir sem sýndar eru á laugar- dagskveldi, sérstaklega söngvamynd- ir á borð við Summer Holiday. Væri ekki nær að hafa á dagskránni eina afar vandaða mynd í stað þess að hefja kveldið á hallærislegum söngva- myndum, þannig að menn sofni áður en síðari myndin hefír göngu sína? Ólafur M. Jóhannesson Leiðin til lýðhylli ■■■■ Tólfti og næst Cyf\40 síðasti þáttur heimildamynda- flokksins um sjónvarpið er á dagskrá sjónvarps í kvöld og nefnist þessi þáttur Leiðin til lýðhylli. Fjallað er um hvemig sjónvarpið hefur gerbreytt stjónmála- baráttu um allan heim og úrslit kosninga ráðast oft af því hvernig til tekst með málaflutning í sjónvarpi. Sjónvarpið hefur orðið ýmsum stjómmálaleiðtog- um til framdráttar eða falls og þekktustu dæmi þess eru líklega John F. Kennedy og Richard Nix- on. John F. Kennedy Richard Nixon UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Katrín og Skvetta" eftir Katarinu Taikon. Einar Bragi lýkur lestri þýðingar sinnar(13). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulurvelur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Oaglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Úr söguskjóöunni - Þegar Englendingum bauðst landið. Umsjón: Árni Daníel Júlíusson. Lesari: Sigrún Ásta Jónsdóttir. 11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jónína Benedikts- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Skáldalíf i Reykjavík" eftir Jón Óskar. Höfundur byrjar lestur annarrar bókar: „Hernámsáraskáld". 14.30 Miðdegistónleikar. a. Svíta fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Moritz Moszkow- ski. Itzhak Perlman, Pinchas Zukerman og Samuel Sand- ersleika. b. „Valses noble et senti- mentales" eftir Maurice Ravel og Sónata nr. 3 op. 28 eftir Sergej Prokofjeff. Philip Jenkins leikur á píanó. 15.15 Bariöaödyrum. Einar Georg Einarsson sér um þátt frá Djúpavogi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri.) 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulifinu - lönaö- ur. Umsjón: Sverrir Alberts- son og Vilborg Harðardóttir. 18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigurjónsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb Sigurður G. T ómasson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Þórður Ingvi Guömundsson talar. 20.00 Áframandislóðum Oddný Thorsteinsson segir frá Kína og kynnir þarlenda tónlist. Síðari hluti. (Áður útvarpaö 1982). 20.30 Grúsk Fyrsti þáttur af tíu. fjallaö um tilurð og framgang esp- eranto, alþjóðlegs hjálpar- máls. Umsjón: Lárus Jón Guömundsson. (Frá Akur- eyri). 20.55 „Augu í draumi" Þóra Jónsdóttir les úr þýðingu sinni á Ijóöabók eftirÁgnetu Pleijel. 21.05 Tónlist eftir Áskel Más- son a. „Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit. Roger Cerlsson leikur með Sinfóníuhljómsveit l'slands, Guðmundur Emilsson stjórnar. b. „Októ-nóvember", tón- verk fyrir strengjasveit. ís- lenska hljómsveitin leikur; Guðmundur Emilsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Ævi- saga Mikjáls K." eftir J.M. Coetzee. Sigurlína Davíðs- dóttir les þýðingu sína (5). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Kvöldtónleikar. a. Tríó í d-moll op. 49 eftir Felix Mendelssohn. Hans- heinz Schneeberger, Guy Fallot og Karl Engel leika á fiðlu, selló og píanó. b. „Let the People Sing”, kórakeppni Evrópubanda- lags útvarpsstöðva EBU 1985. sigurvegarar i hverj- um keppnisflokki syngja úr- slitalög sín. Umsjón: Guð- mundurGilsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.00 Aftanstund Endursýndur þáttur frá 7. apríl. 19.20 Fjársjóösleitin Annar þáttur. (The Story of the Treasure Seekers) Breskur myndaflokkur í sex þáttum, geröur eftir sígildri barna- og unglingabók eftir Edith Nesbit. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 20.40 Sjónvarpið(Television) 12. Leiðin til lýðhylli. Bresk- ur heimildamyndaflokkur í þrettán þáttum um sögu sjónvarps, áhrif þess og umsvif um víöa veröld og einstaka efnisflokka. I þess- um þætti er fjallað um það hvernig sjónvarpið hefur gjörbreytt stjórnmálabaráttu víða um heim og ráðið úrslit- um í kosningum. Sjónvarpið hefur orðið ýmsum stjórn- málaleiðtogum til framdrátt- ar eða falls á liðnum árum þótt þekktust dæmi um það séu Bandaríkjaforsetarnir John F. Kennedy og Richard Nixon. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.35 í vargaklóm (Bird of Prey II) Lokaþáttur. Breskur saka- málamyndaflokkur í fjórum þáttum. Aöalhlutverk Ric- hard Griffths. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Umræðuþáttur 23.25 Fréttir i dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 10.00 Kátirkrakkar Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna i umsjá Guðríðar Haraldsdóttur. 10.30 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staðnum Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Söguraf sviðinu Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. 17.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Hlé 20.00 Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik, C-riöill Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson kynna keppnina og lýsa síö an leik Islendinga og Ira i Laugardalshöll. 22.30 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar i þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SVÆÐISUTVORP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Á dagskrá rásar eitt i kvöld er flutningur íslensku hljómsveitannnar á „Okto- november“ eftir Áskel Másson. Tónlist eftir Áskel Másson Alþjóðamálið esperanto WH GRUSK, fyrsti OA30 þáttur af níu, er Ci\3— á dagskrá rásar eitt í kvöld. í þessum þætti verður fjallað um tilurð og framgang alþjóðlega hjálp- armálsins esperanto. „Eg leika nokkur lög sem sungin eru á esperanto í þættinum", sagði Lárus Jón Guðmundsson stjóm- andi þáttarins í samtali við Mbl. „Síðan tek ég viðtal við Jón Hafstein Jónsson, menntaskólakennara á Akureyri, sem hefur kennt esperanto við Menntaskól- ann á Akureyri og er vel að sér í þessu tungumáli. Þá ræði ég einnig við einn nemanda hans. í þættinum rek ég sögu esperanto sem fyrst var kynnt í Varsjá árið 1887 og einnig sögu mannsins sem samdi það, pólska augnlæknisins L.L. Zamenhofs. Efni þessara Grúsk- þátta er mismunandi og allt mögulegt tekið fyrir og er hver þáttur sjálfstæð- ur hvað efnisval snertir", sagði Láms. ■■■■ Tónlist eftir 01 05 Áskel Másson er £ í — á dagskrá rásar eitt í kvöld. Leikin verður Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit og er það Roger Carlsson sem leikur með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Guðmundur Emilsson stjómar. Þá verð- ur leikið tónverk fyrir strengjasveit, „Októ- nóvember“. íslenska hljóm- sveitin leikur undir stiórn Guðmundar Emilssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.