Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 52
;mi JtfliA ,?j hUtiaguiciihj ,giqajbvjidíicm --MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. ATRÍL1986 + Móðir mín og systir okkar, GRÓA PÁLSDÓTTIR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, andaðist í Landakotsspítala 13. apríl. Haraldur Eyjólfsson, Sigriður Pálsdóttir, Bjarnfríður Pálsdóttir, Bergþóra Pálsdóttir. Litla dóttir okkar, HILDIGUIMNUR, lést í London 12. apríl sl. Agnar Kristinsson, Rósa Steinsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG M. SNORRADÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 13. apríl. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. apríl kl. 15.00. Kristinn Guðjónsson, Tonny Mtiller, Hreiðar Guðjónsson, Lára Guðmundsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Magnús Jónsson, Guðrún Runólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir min, dóttir og systir okkar, MARGRÉT ÁRN ADÓTTIR, Skeggjagötu 21, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 15.00 Guðmundur Jóhannsson, Árni Guðmundsson og systkini. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN RÖGNVALDSDÓTTIR, Hagamel 20, lést miðvikudaginn 2. april. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ágúst Hinriksson, Lovísa Ágústsdóttir, Valgeir Gestsson, Inga Ágústsdóttir, Guðmundur Lýðsson, Sigrún Valgeirsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Kristfn Valgeirsdóttir, Lýður Guðmundsson, Sólveig Valgeirsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, íris Valgeirsdóttir, Elísa Ágústsdóttir, + Faðir minn, tengdafaðir og afi, HALLBJÖRN JÓNSSON pípulagningameistari, Barónsstfg 25, lést þann 11. apríl. Jarðarförin auglýst síöar. Karl Hallbjörnsson, Guðríður Hjaltadóttir, Hallbjörn Karlsson, Hjalti Karlsson. Faðir okkar, + JÓN H.ÁRNASON, frá Steinnýjarstöðum, er látinn. Ingiríður Jónsdóttir, Una G. Jónsdóttir. Aslaug Arnar- dóttir — Minning Fædd 15. mars 1968 Dáin 7. apríl 1986 Æ.brothætteinsog smákæna er líf mannsins. Léttum árum rær hann til hafs - og í dögun ekki tangurnétetur. (Japanskt ljóð) Hverfulleiki lífsins birtist napur í síðustu viku þegar mér barst andlátsfregn Áslaugar. Átján ára stúlka sm hafði við svo léttum ára- tökum róið til hafs hverfur nú sjón- um okkar og skilur eftir sorg og söknuð en um leið dýrmætar minn- ingar sem lifa áfram með þeim sem til hennar þekktu. Kynni mín af Áslaugu voru stutt og hófust í fyrra þegar Benni bróðir minn kynnti hana fyrir mér sem dóttur tilvonandi eiginkonu sinnar. Hún vakti strax athygli mína fyrir fallega og einlæga framkomu. Greinilegt var að gott samband ríkti milli Benna og hinna nýju stjúp- dætra, Elsu og Áslaugar. Það var ánægjulegt að koma á heimili þeirra Benna og Jenettu. Bæði lögðu þau sig fram um að skapa hlýlegt og gott athvarf fyrir dæturnar tvær. Eðlislæg hjálpsemi virtist snar þáttur í skapgerð Áslaugar og sannaðist vel þegar hún var boðin og búin til að hjálpa mér og minni fjölskyldu við búslóðarflutninga síð- astliðið haust. Ekkert virtist sjálf- sagðara fyrir hinn sautján ára ungling en að eyða frídegi sínum til að aðstoða okkur þegar á þurfti að halda. þessi skapgerðarþáttur féll vel að skapgerð Benna því til fárra er betra að leita um aðstoð en til hans. Áslaug skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni þar sem beðið er eftir að nýtt barn komi í heiminn á næstu vikum. Sár er söknuðurinn hjá móður og systur sem svo lengi hafa stutt hver aðra í blíðu og stríðu. Þeim ásamt öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. ElíasÓlafsson „Kalliðerkomið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirkveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund." Þriðjudaginn 8. apríl barst okkur sú hörmulega fregn að vinkona okkar Áslaug Amardóttir hafi lát- ist. Það er erfitt að trúa því að hún sé allt í einu farin frá okkur og komi ekki aftur. Það er sorglegt tii þess að hugsa hve ung hún var, aðeins 18 ára, hún átti allt lífið framundan. Við kynntumst Áslaugu fýrst rétt eftir áramótin 1985, þá kom hún upp á Reykholt, við kynntumst henni fljótt og fljótlega var hún komin í herbergi með einni okkar, þeim kom mjög vel saman og urðu fljótt trúnaðarvinkonur. Þegar skól- inn var búinn kom hún stundum hingða suðureftir í heimsókn til okkar og við fómm til hennar. Þetta + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Narfakoti, Njarðvfk, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 13.30. Hrafn Sveinbjörnsson, Óli Hrafnsson, Marin Jónsdóttir, Ágúst Hrafnsson, Kristín Hauksdóttir, Margrét Hrafnsdóttir, Frímann Grímsson, Sveinbjörg Hrafnsdóttir, Árni Jens Einarsson, Kristín Hrafnsdóttir, Birna Hrafnsdóttir og barnabörn. + Útför föður okkar og tengdaföður, JÓNS ÞORSTEINSSONAR, Norðurbraut 33, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miövikudaginn 16. apríl kl. 15.00. Ingimundur Jónsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Helga Hafsteinsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, dr.med. SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrverandi landlæknir, sem lést þann 5. apríl sl. verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. april. Afhöfnin hefst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Sigrún Erla Sigurðardóttir, Páll Ásmundsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Björn Björnsson, Guðrún Sigurðardóttir og barnabörn. + Móðir mín og amma okkar, ÓLAFÍA SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Hringbraut 111, Reykjavfk, sem lést 5. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 16. apríl kl. 15.00. Baldur Gíslason, Bergljót Baldursdóttir, Björn Baldursson, Hrafnhildur Baldursdóttir, Kolbrún Baldursdóttir. + Útför MAGNÚSAR SIGURJÓNSSONAR úrsmiðs, ferframfrá Neskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Þeim sem minnast vilja hins látna er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Katrfn Ólafsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Magnús Geirsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Ole Serve. er mikill missir, en skrifað stendur: „Þeir deyja ungir sem Guðimir elska“ og við trúum því að hennar bíði annað hlutverk þar sem hún er núna. Við vottum fjölskyldu hennar og ættingjum okkar innilegustu sam- úð. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþú meðGuði, Guð þérnúfylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Vald. Briem Guðborg, Ásgerður og Ellý Héraðsskólinn í Reykholti er einn af nokkrum skólum sinnar tegund- ar, þangað sem nemendur víðs vegar af landinu koma á haust- dögum, til þess að dvelja vetrar- langt við nám, störf og leik. Ein- kenni þessara skóla er hve náið nemendur og aðrir er við þá starfa tengjast á löngum og dimmum, vetri. Daglegt líf í slíkum skóla einkennist af mikilli nálægð og samneyti og oft tengjast menn þar böndum sem ekki rofna fyrr en ævidögum lýkur. Menn deila þar jafnt gleði sem sorg og margt er brallað sem fær misjafnar undir- tektir hjá misvitrum lærifeðrum. Mér er í minni sá dagur, fyrir rúmu ári, er Áslaug Amardóttir kom í þennan hóp, hávaxin og glæsileg stúlka. Áslaug var einkar geðþekk í allri framkomu, kurteis og væn og hafði það sem kalla mætti drottningarlegt fas. Áslaug tók sér síðan hlé frá námi en tók svo upp þráðinn nú á vorönn. Skemmst er að minnast er hún leiddi hóp skólasystkina sinna á einkar velheppnaðri sýningu í tengslum við árshátíð skólans nú í vetur. Nú hafa örlögin gripið í taumana. Áslaug er ekki lengur þátttakandi í þeim glaðværa og fasmikla hópi sem gistir Héraðsskólann í Reyk- holti. Það er mín einlæg ósk að góður Guð vemdi og styrki fjölskyldu, ættingja og vini Áslaugar í þeirri sorg sem nú ríkir. Jónas Jónsson Hvernig má það vera að Áslaug, þessi fallega, lífsglaða stúika skuli vera hrifín á brott í blóma lífsins. Það verður fátt um svör, lífs- gátan er og verður okkur dauðleg- um mönnum torskilin. Áslaugu kynntist ég fyrir u.þ.b. einu ári er Benni bróðir minn giftist móður hennar. Það var gaman að sjá hversu ánægð hún var með stjúpföður sinn og tók allri okkar fjölskyldu vel og lagði sig fram um að kynnast okkur. Áslaug hreif alla í kringum sig með lífsgleði sinni og ljúfmennsku, henni fannst allt svo gaman, hún spjallaði við mig og sýndi mér ef hún keypti sér eitthvað nýtt eins og við væmm jafnöldrur. Minningin um þessa hugljúfu ungu stúlku lifir í hjörtum okkar allra sem kjmntust henni. Við trúum því að guð geymi hana um alla eilífð og ætli henni annað og meira hlutverk. Eg bið guð að vemda og styrkja Jenettu, Elsu og Benna og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Sigríður Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.