Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR15. APRÍL1986 Æsispennandi loka- umferð í New York Skák Margeir Pétursson STÓRA opna skákmótinu í New York lauk á mánudaginn eftir æsispennandi keppni um verð- laun, sem verða væntanlega þau hæstu á opnu móti á þessu ári. Fjórir íslendingar voru á mótinu og megum við þokka- lega una við árangurinn, sér- staklega Helgi Ólafsson sem varð i 3.-6. sæti og Ieiddi mótið í fimm umferðum. Það var ekki fyrr en í síðustu umferð að tveimur austantjaldsstór- meisturum tókst að komast fram úr Helga. Það voru þeir Jan Smejkal frá Tékkóslóvakíu og Gyula Sax frá Ungveija- landi. Þeir Smejkal og Sax tefldu síð- an léttar skákir því Ameríku- mennimir heimtuðu hrein úrslit. Það var ekki fyrr en búið var að minnka tímann niður í fimm mín- útur að Smejkal sigraði. Hann var vel að sigrinum kominn, lét það ekki koma sér úr jafnvægi að í boði voru margfold árslaun í heimalandi hans. Spennan fyrir síðustu umferð var rafmögnuð. Pyrir hana voru átta skákmenn efstir og jafnir. Þeir tefldu allir innbyrðis og urðu úrslit þannig: Smejkal — Murey (ísarei) 1—0 Sax — Benkö (Bandar.) 1—0 Helgi — Djuric (Júgósl.) V2—V2 Barlov (Júgósl.) — Federowicz V2 —V2 Fyrstu skákinni til að ljúka var viðureign þeirra Helga og Djuric, en þar var samið eftir aðeins átta leiki. Þar með tryggði Helgi sér góð verðlaun, en lagði það í hend- ur andstæðinga sinna hversu há þau yrðu. Bezt hefði verið að öll- um skákunum hefði lokið með jafntefli, en þeir Murey og Benkö áttu ekki upp á pallborðið hjá heiliadfsunum. Murey þurfti jafn- tefli til að ná stórmeistaraáfanga en taugamar voru greiniiega ekki í lagi. Hann valdi vafasama byrj- un, sá aldrei til sólar og tapaði í 36 leikjum. Sennilega mikilvæg- asta skák sem vesalings Murey hefur teflt. Viðureign Sax og Benkö var einnig dramatísk. I miðtaflinu fómaði Ungveijinn manni en trú hans á fómina var þó ekki meiri en svo að hann bauð jafntefli um leið. Benkö ákvað að tefla áfram, en réði ekki við flækjumar í fram- haldinu og varð að lokum að játa sig sigraðan eftir langt og strangt endatafl. Það var hins vegar létt þungu fargi af bandaríska alþjóðlega meistaranaum Federowicz eftir skák hans við Barlov, nýbakaðan skákmeistara Júgóslava. Banda- ríkjamaðurinn var í krappri vöm alla skákina og marði að lokum jafntefli með því að Barlov áttaði sig ekki á því að sama staðan kom upp þrisvar. Þar með krækti Federowicz sér í góð verðlaun og stórmeistaraáfanga. Lokastaðan á mótinu varð því þessi: 1. Smejkal (Tékkóslóvakíu) 7 v. (13.500 dalir). 2. Sax (Ungvetjalandi) 7 v. (12.500 dalir). 3.-6. Helgi Ólafsson, Fed- erowicz, Barlov og Djuric 6V2 v. (2.875 dalir hver). 7.—19. Jón L. Ámason, Adoij- an (Ungveijalandi), Ftacnik (Tékkóslóvakíu), Greenfeld (ísrael), Gheorghiu (Rúmeníu), Hulak (Júgóslavíu), Lobron (V-Þýzkalandi), Murey (Israel), Garcia (Kolumbíu), Benkö, Benjamin, DeFirmian og Dlugy (allir Bandaríkjun- um) 6 v., (269 dalir hver). Margeir Pétursson hlaut 5'/2 vinning og Karl Þorsteins 5. Það sézt af verðlaununum að það munaði um hvem hálfan vinninginn. Fyrstu verðlaunin em með þeim albeztu sem þekkjast í skákinni, að heimsmeistaraein- vígjum undanskildum. Þau þættu þó ekki umtalsverð í öðrum bandarískum keppnisgreinum svo sem golfí eða tennis. Jafnvel spumingakeppnir í bandaríska sjónvarpinu sem við dunduðum okkur einstaka sinnum við að horfa á, gefa af sér betri fúlgur. Skýringin er vafalaust sú sem mótshaldarinn, Jose A. Cuchi, spánskættaður viðskiptajöfur, benti mér á, að skák á mjög undir högg að sækja í íjölmiðlum vestra og stórmót draga að sér fáa áhorf- endur. Samt er roksaia í skáktölv- um og ekki óalgengt að tafli bregði fyrir í kvikmyndum. Cuchi er því allbjartsýnn á framtíðina og telur að skákin muni hægt og bítandi vinna sér ömggan sess í Bandaríkjunum sem keppnis- grein. Sennilega gerist það þó ekki fyrr en bandarísk æska sér fram á að hægt sé að vinna sér inn stórfúlgur með talfsnilld. Um árangur okkar íslending- anna er það að segja að hann verður að teljast vel viðunandi, mótið var afar sterkt, breiddin mikil, Elo-stiga-viðskiptajöfnuð- urinn kom hagstætt út. Frammi- staða Helga var afar góð, hann tefldi af öiyggi og fékk aldrei lakari stöðu. Eftir óskabyijun, fímm vinninga úr fyrstu sex skák- unum og óskipt efsta sæti hefði honum dugað tveir vinningar úr síðustu þremur skákunum til að verða efstur, en hann lét öryggið ráða ferðinni. Slíkt er auðvitað ávallt umdeil- anlegt, það varð ekki bæði sleppt og haldið. Mikil verðlaun voru í boði en einnig herfilegt að eyði- leggja gott mót með fífldirfsku í lokin. Við hinir byijuðum mun verr en Helgi og tókst ekki að vinna okkur upp á blátoppinn í lokin. Jón náði þó ágætu sæti með hörku í síðustu tveimur umferðunum. Ég stóð vel að vígi er fjórar umferðir voru eftir en ölium skákum mínum eftir það lauk með jafntefli, þrátt fyrir ítrekaðar vinningstilraunir. Það sýnir hversu tilviljanakennd opnu mótin eru að Karl var sá okkar sem fékk erfiðasta and- stæðinga í síðustu umferðunum, stórmeistarana Adoijan og Al- burt. Endaspretturinn er það sem skiptir mestu máli og þessi óheppni kom því í veg fyrir hærri vinningatölu hjá honum. Við skulum nú líta á beztu vinningsskák Helga á mótinu, sem hann tefldi gegn bandaríska stór- meistaranum Andy Soltis. Hvítt: Soltis (Bandaríkjunum) Svart: Helgi Ólafsson Sikileyj- arvörn 1. e4 - c56, 2. Rc3 — Rc6, 3. Rge2 — e6,4. g3 Lokaða afbrigðið sem nú til dags þykir ekki gefa miklar vonir um stöðuyfírburði. Spassky þrá- ast þó enn við, með litlum árangri og Karpov bregður því einstöku sinnum fyrir sig. Hér á landi beitti Guðmundur heitinn Ágústs- son því ávallt er færi gafst og Helgi svarar með leikaðferð sem hann notaði gegn Guðmundi í aragrúa hraðskáka fyrir 10—15 árum. 4. — d5, 5. exd5 — exd5, 6. d3 - Rf6, 7. Bg5 Öllu venjulegri leikaðferð er að ieyfa þessum biskup að lifa og leika 7. Bg2 — d4,8. Re4 7. - d4, 8. Re4 - Be7, 9. Bxf6 - Bxf6, 10. Bg2 - 0-0, 11. 0-0 - Be7,12. Rf4 - Bf5,13. Rd5 Soltis teflir fyrir augað því hugmyndin er auðvitað að svara 13. - Dxd5? með 14. Rf6+. Leik- urinn truflar svart þó ekkert við að þróa stöðu sína. 13. - Hc8, 14. Hel - Bd6, 15. Dd2 — b6!, 16. He2? Svartur hefur náð að jafna taflið og nú hefði hvítur átt að sætta sig við orðinn hlut og leika 16. Rxd6 - Dxd6, 17. Dg5 og stendur þá a.m.k. ekki lakar. Eftir hróksleikinn nær svartur að halda biskupaparinu og stökkva Rd5 á flótta. 16. - Bb8!, 17. h3 - Kh8, 18. Rf4 - Re5,19. Khl - Hc6! Smekklegur leikur sem tryggir svörtum yfírburðastöðu. Hann hótar nú 20. — Hh6 með kóngs- sókn. Soltis kemst ekki hjá því að veikja kóngsstöðu sína. 20. g4 - Bd7, 21. Rg3 - Rg6!, 22. Rxg6 — fxg6,23. Hf 1 Eftir 23. Bxc6? — Bxc6+ ræður hvítur ekkert við hina langdrægu biskupa á b8 og c6. T.d. 24. Re4 - Dh4, 25. Kg2 - h5, 26. Hhl - Kg8, eða 25. Kh2 - Dh4, 26. Hgl — h5 með óstöðvandi sókn í báðum tilvikum. Soltis á því ekki annarra kosta völ en draga sig enn frekar f vörn. 23. - Dh4, 24. Del - Hcf6, 25. Kgl — H6f7 Svartur hefur náð óskastöðu og hvítur getur sig hvergi hrært. Næstu leiki fer Helgi sér að engu óðslega til að vinna tíma, enda liggur ekkert á. 26. He4 - Bc6, 27. He6 - Bd7, 28. He4 — h6! í mörgum afbrigðum skiptir miklu máli að hvítur eigi ekki hróks- eða drottningarskák á 8-reitaröðinni þegar svörtu hrók- amir fara úr vöminni. 29. b3 — Kh7,30. Re2 Svartur hótaði 30. — Hxf2 þar sem kóngur hans stendur ekki iengur á 8.-línunni. 30. - Bc6, 31. He6 - Bxg2, 32. Kxg2 — Hf3,33. Rgl Eða 33. Rg3 - Hxf2, 34. Hxf2 - Dxg3+, 35. Kfl - Dxh3+, 36. Ke2 - Dxg4+, 37. Kfl - Dh3+, 38. Ke2 - Dh5+, 39. Kfl - Dhl+, 40. Ke2 — Dxel+, 41. Kxel — Bg3, svo ein vinningsleið sé rakin. 33. — Hxh3! og hvftur gafst upp. Háskóli íslands: Fyrirlestur um siðferði ástarinnar JOHN V. Hagopian, prófessor í enskum og almennum bókmennt- um við New York State Univers- ity í Binghamton í Bandaríkjun- um, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Hásóla íslands miðvikudaginn 16. aprU 1986 kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, hinu nýja hugvísindahúsi háskól- ans. Ifyrirlesturinn nefnist: The Love Ethic of William Faulkner, og verð- urflutturáensku. Prófessor Hagopian er þekktur fræðimaður á sínu sviði og hefur gefið út þijár bækur, Inside I og Inside II sem Qalla um amerískar bókmenntir og nútímabókmenntir í Bretlandi, og bók um ameríska rit- höfundinn J.F. Powers. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í bókmenntatfmaritum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fréttatilkynnini;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.