Morgunblaðið - 15.04.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 15.04.1986, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 félk í fréttum MYNDIN UM RONJU RÆNINGJADÓTTUR Guðfaðirinn Julio E1 Cordobes, nautabaninn frægi, er réttu nafni heitir Manuel Benitez lét nýlega skíra sinn fimmta son og fékk góðvin sinn söngvarann Julio Iglesias til þess að halda baminu undir skím. Drengurinn var reyndar skírður Julio Benitez Fraiser, en móðir hans heitir Martina Fraiser. Skímin fór fram með mikilli viðhöfn í Nassau á Bahamaeyjum. Rassálfar. Skrin9ilegar skepn- Hanna Zetterberg og Dan Hafström í hlutverkum rœn- ingjabarnanna. Ræningjar, rassálfar og fleira Kvikmyndin Ronja ræningja- dóttir, eftir sögu astrid Lind- gren, hefur verið sýnd um öll Norð- urlönd við mikla aðsókn. Nú er verið að sýna hana í Nýja bíói í Reykja- vík. Myndin er með íslensku tali, sem áhorfendur hafa kunnað vel að meta, enda mjög vel gert. Eins og aðrar sögur Astrid Lindgren gerist hún í ævintýralegu umhverfí, í þetta sinn meðal ræningja í stórum skógi. Atök eiga sér stað milli góðs og ills, en hið góða sigrar að lokum einsogvera ber. Hanna Zetterberg var valin úr hópi þúsund stúlkna til þess að leika Ronju og Dan Hafström úr hópi 500 drengja til að leika Birki Borka- son og eru þau í myndinni einkabörn ræningjaforingja er elda saman grátt silfur, en börnin verða óað- skiljanlegir vinir. Hanna og Dan eru bæði frá Stokkhólmi og þurftu að læra ýmislegt í sambandi við hlut- verkin t.d. að sitja á hestbaki. Myndatakan tók u.þ.b. eitt ár, en bömin þurftu ekki að vera með í henni nema í um 80 daga. Þess var gætt að þau misstu ekki úr skóla- göngu og var kennari ráðinn til að vera þeim sem “mamma" og hjálpa þeim við námið. Hanna og Dan segja að það hafí verið ævintýri lík- ast að leika í myndinni. Leikararnir fengu yfirleitt góða dóma, en eftir- minnilegastur af fullorðna fólkinu er án efa elsti ræninginn, Skalla- Pétur, sem er snilldarvel leikinn af Allan Edvall. Það tók förðunar- meistarann margar klukkustundir að breyta hinum líflega leikara í hruman öldung. Áður en við skiljum alveg við leikarana má til gamans geta þess að hestamir Laban og Rap eru af íslenskum ættum. Höfundurinn, Astrid Lindgren, er mjög ánægð með hvemig til hefur tekist og lýsti því m.a. yfir er hún var viðstödd frumsýningu myndarinnar hérlendis á Listahátlð í fyrra. Mörg tæknileg atriði þurfti að leysa, s.s. fínna heppilega staði, flytja þangað allt sem nota átti, búa til gervi fyrir hinar mörgu verur (skógarnornir, rassálfa og grá- dverga) er skóginn byggðu um árið 1200 þegar sagan á að gerast. Allt þetta hefur tekist vonum framar og í þetta sinn er það satt og rétt þegar sagt er að myndin sé skemmtun fyrir alla íjölskylduna. Helle Nielsen meö dagatalið sem hún selur fyrir „U—landshjælp fra folk til folk“. ' . j........................................................................................................................................................ ,vc^s ;>°s ,v> Allan Edvall f hlutverki Skalla- Péturs. „U-LANDSHJÆLP FRA FOLK TIL FOLK“ Selur dagatal til styrktar vanþróuðum Afríkuríkjun Dönsk stúlka, Helle Nielsen, er stödd hér á landi á vegum samtakana “U-lands- hjælp fra folk til folk“ (Þróunarhjálp þjóða á milli) og hefur hún til sölu dagatal til styrktar samtökunum. „U-landshjælp fra folk til folk“ er samtök sem starfa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og hafa þau tvö meginmarkmið,“ sagði Helle Nielsen í samtali við blm. Mbl. „I fyrsta lagi að kynna kjör fólks í þróunarlöndúnum og í öðru lagi að afla fjár til uppbyggingar í þriðja heiminum. Starfsemi okkar hefur að undanfömu beinst mest að ríkjum í suðurhluta Afríku s.s. Zamb- íu, Namibiu, Zimbabwe og Mósambik. Við höfum að sjálfsögðu afdráttarlausa afstöðu gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður- Afríku, sem teygir sig til ríkjanna í kring. Þessi ríki eiga í mjög miklum erfíðleikum við að byggja upp skólakerfí og koma landbúnaði og öðrum atvinnuvegum í nútímalegt horf. A vegum samtakanna hafa verið þarna sjálf- boðaliðar frá Norðurlöndunum sem hafa aðstoð- að innfædda við uppbyggingu og skólastarf. Sjálf var ég I Zimbabwe fyrir tveimur árum og vann þar við að byggja upp skóla. — Hver er tilgangurinn með ferð þinni hingað til Islands? „Ég ætla að kynna starfsemi samtakana hér á landi, m.a. með sölu dagatals. Dagatal þetta er vandað að allri gerð og I því 24 stórar lit- myndir frá löndum Suður-Afríku. Allur hagnað- ur af sögu dagatalsins rennur til starfsemi samtakanna í Afríku en dagatalið er til sölu í Bóksölu stúdenta í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.