Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 36
36________ Efri deild MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 Fimm stjórnarfrum- vörp tekin fyrir FIMM stj órnarf rumvarp voru á dagskrá í efri deild Alþingis í gær. FJögur þeirra voru af- greidd til neðri deildar og eitt til 2. umræðu og nefndar. Þá voru fjögur þingmannafrum- vörp tekin til 1. umræðu og afgreidd til 2. umræðu og nefnda. Stjómarfrumvörpin, sem gengu til síðari deildar, varða almanna- tryggingar, lyfjafræðinga, samn- ingsgerð, útboð og ógilda löggem- inga og Útflutningsráð. Frum- varpið sem afgreitt var til annarrar umræðu fjallar um öryggi á vinnu- stöðum. Þingmannafrumvörpin era um lágmarkslaun, tekjuskatt og eignarskatt, skipti á dánarbúum og félagsbúum og um Búnaðar- málasjóð, en frá efnisatriðum allra þessara framvarpa hefur áður verið greint hér á þingsíðunni. Selafrumvarp: Atkvæðagreiðslu frestað Stutt hlé var gert á fundi neðri deildar í gær, skömmu eftir að hann hófst, að beiðni þingflokks Alþýðubandalags. Að loknu þvi hléi var gengið til atkvæða um stjómarfrum- varp um selveiðar við ísland, að lokinni annarri umræðu, en þingflokkur Alþýðubandalags er skiptur í afstöðu til þess Varaþing- maður tek- ur sæti STIJRLA Böðvarsson, sveitar- stjóri í Stykkishólmi, tók í gær sæti á AJþingi í veikindaforföll- um Valdimars Indriðasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Sturla, sem er 1. varaþingmaður flokksins í kjördæminu, hefur áður setið á þingi á þessu kjörtímabili. máls, eins og fleiri þingflokkar. Breytingartillögur við frum- varpið vóru ýmist felldar eða teknar aftur til þriðju umræðu. Frumvarpsgreinar vóru sam- þykktar með 20-23 atkvæðum gegn 0-4 atkvæðum. Framvarpið kom síðan til þriðju umræðu á síðdegisfundi. And- mælendur settu á langar ræður, einkum Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al). Kristín Halldórsdóttir (Kl.-Rn.) mælti og hart gegn fram- varpinu og taldi rétt að fresta afgreiðslu þess enn, en þetta er í þriðja sinni sem það kemur til umQöllunar í þinginu. Þriðju um- ræðu lauk en atkvæðagreiðslu var frestað og fer líklega fram klukkan tvö í dag. Miðað við hvem veg atkvæði féllu eftir aðra umræðu í þingdeildinni verður að telja næsta víst að það verði samþykkt til efri deildar. Um framgang málsins í efri deild er erfitt að segja, enda fer afstaða þingmanna til fram- varpsins ekki eftir flokkslínum og aðeins rúm vika eftir þingtímans. Morgunblaðið/Ól.K.M. Bornar saman bækur Þungur skriður er á þingmálum, enda lifir aðeins hálf önnur vika starfstíma þingsins. Hér sjást þrír stjóm- arliðar bera saman bækur sinar; Friðjón Þórðarson, Guðmundur H. Garðarsson og Stefán Valgeirsson. Misvægi atkvæða: Þrefaldur munur Stjórnarskrárnefnd lýkur senn störfum „Ef litið er til gildandi lagaákvæði og atkvæða í þingkosningnm 1983 kemur í Ijós,“ sagði Gunnar G. Schram (S.-Rn.) í umræðu um stjórnskipunarfrumvarp Ólafs Þ. Þórðarsonar Einars Ágústssonar minnst á Alþingi Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti Sameinaðs Alþing- is, minntist Einars Ágústsson- ar, sendiherra, á Alþingi í gær. Minningarorðin fara hér á eft- ir: „Einar Ágústsson sendiherra íslands í Danmörku og fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra andaðist f sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn aðfaranótt laugar- dags, 12. apríl, sextíu og þriggja ára að aldri. Einar Ágústsson var fæddur í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum 23. september 1922. Foreldrar hans vora hjónin Ágúst kaup- félagsstjóri þar Einarsson bónda í Miðey í Austur-Landeyjum Ámasonar og Helga Jónasdóttir bónda á Reynifelli á Rangárvöll- um Ámasonar. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1941 og nam síð- an lögfræði í Háskóla íslands, lauk prófi vorið 1947. Réttindi héraðsdómslögmanns hlaut hann 1951. Hann var skrifstofustjóri Sölunefndar vamarliðseigna og jafnframt starfsmaður fjárhags- ráðs 1947-1954. Fulltrúi í Qár- málaráðuneytinu var hann 1954- 1957. Við stofnun Samvinnu- sparisjóðsins árið 1957 varð hann sparisjóðsstjóri og jafnframt var hann fulltrúi forstjóra Sambands fslenskra samvinnufélaga og for- stöðumaður lífeyrissjóðs Sam- bandsins til 1960. Sparisjóðsstjóri var hann hins vegar til 1963, er Samvinnubankinn var stofnaður Einar Ágústsson og tók við af sparisjóðnum, og var hann síðan bankastjóri til 1971. Hann var utanríkisráðherra í ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 og í ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar 1974-1978. Sendiherra Islands f Danmörku varð hann frá 1. janúar 1980 og jafnframt sendiherra á Ítalíu, í ísrael og Tyrklandi. Þeim störfum gegndi hann til æviloka. Rúma tvo áratugi gegndi Einar Ágústsson forastustörfum í stjómmálum. Hann var formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1958-1961, í miðstjóm Fram- sóknarflokksins frá 1960, vara- formaður hans 1967-1980. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík 1962- 1971, borgarráðsmaður 1963- 1964. í hafnarstjóm var hann 1962-1971, í stjóm Lands- virkjunar 1971-1980. Formaður nýstofnaðrar öryggismájanefndar var hann 1978-1979. Á Alþingi tók hann fyrst sæti haustið 1960 sem varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík og tók einnig sæti varaþingmanns á næstu tveimur þingum. Sumarið 1963 var hann kjörinn þingmaður Reykvíkinga og hélt því sæti þar til síðla árs 1979, er hann hafði verið skipaður sendiherra. Alls sat hann á 21 þingi. Einar Ágústsson starfaði á ýmsum sviðum þjóðlífsins um ævidagana. Hann fékkst við lög- fræðistörf, viðskiptamál, banka- störf, borgarmálefni Reykjavíkur, þjóðmál á Alþingi, utanríkismál í ráðherraembætti, og að síðustu var hann fulltrúi íslands erlendis. Hvarvetna gat hann sér góðan orðstír. Hann var hógvær og rökfastur í málflutningi, prúð- menni í allri framgöngu, dreng- skaparmaður í hvívetna. Utan- ríkismál Islands voru meginvið- fangsefni hans síðustu æviárin. Þegar hann var utanríkisráðherra reyndi á mannkosti hans á ýmsum sviðum, en hæst ber þar vanda- sama meðferð mála tvívegis við stórfellda útfærslu íslenskrar landhelgi." (F.-Vf.), „að vægi kjósenda, sem er vísitala fyrir fjölda kjósenda á kjörskrá að baki hveijum þingmanni kjör- dæmis, er þannig, að í fá- mennasta kjördæminu og því fjölmennasta er mismun- urinn þrefaldur eða ná- kvæmlega 2,97. Það er munurinn á fjölda kjósenda að baki hveijum þingmanni í fjölmennustu kjördæmun- um tveimur, Reykjavík og Reykjanesi, og fámennasta kjördæminu. Það er sem sagt þrefaldur mismunur í þessum efnum, þrátt fyrir leiðréttinguna á þinginu 1983-84.“ Þingmaðurinn sagði sitt hvað f frumvarpi Ólafs Þ. Þórðarsonar athyglisvert og raunar tekið upp úr tillögum stjómarskrámefndar frá 1983 og stjómarframvarpi rík- isstjómar Gunnars Thoroddsen vorið 1983, svo sem ákvæði um mannréttindi, þjóðaratkvæði og umboðsmann Alþingis. í framvarpinu era hinsvegar mörg vafaatriði, svo sem um kjör til Alþingis, að kosið skuli til mismunandi hætti til þingdeilda, sem síður en svo leiðréttir það misrétti í vægi atkvæða, er nú viðgengst. Gunnar G. Schram sagði eðli- legt að stjómarskrámefnd sú, sem nú situr, fái að skila tillögum til breytinga á stjómarskránni á næsta þingi, þ.e. síðasta þingi fyrir kosningar, en í stjómar- skránni er ákvæði um að henni verði ekki breytt nema tillögur til breytinga á henni séu samþykktar í báðum þingdeildum og ber þá að ijúfa þing og efna til nýrra kosninga. Gunnar taldi vonir standa til að stjómarskrámefnd, sem allir þingflokkar eiga fulltrúa í, muni ljúka endurskoðunarhlut- verki sínu í síðasta lagi á næsta þingi. Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaftsins eru þessar skammstafanir notaftar. Fyrir flokka: Alþýðuflokkur Alþýðubandalag Bandalag j afnaðarm. Framsóknarflokkur Kvennalisti Kvennaframboð Sj álf stæðisf lokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Reykjanes A.: Abl.: Bj.: F.: Kl.: Kf.: S.: VI.: Vf.: Nv.: Ne.: Al.: Sl.: Rn.: Neðri deild: Frumvörp g'ang'a til síðari deildar Neðri deild afgreiddi fimm stjórnarfrumvörp til efri deildar í gær: 1) Um Siglinga- málastofnun, 2) Um eftirlit með skipum, 3) Breytingu á siglingalögum, 4) Um verk- fræðinga, 5) Um Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum. Atkvæðagreiðslu um stjómar- frumvarp um selveiðar við ísland, eftir þriðju umræðu, var frestað og fer væntanlega fram í dag og gengur síðan til síðari — efri — þingdeildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.