Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 15
markað gildi, áð þær hafá í reynd verið ákaflega lítils virði. Um þetta er kenningar Svisslendingsins Jean Piaget, páfa íslenskrar uppeldis- fræði og nútíma skólaspeki, eitt ljósasta dæmið, en af þeim má heita að standi ekki steinn yfir steini lengur. Það var þetta, sem ég átti við þegar ég sagði í grein hér í blaðinu 18. mars s.l., að röklegur grundvöllur uppeldisfræðinnar væri veikur. Höfuðgallinn við uppeldisfræðina hér á landi er sá, að hún er rekin sem starfsmenntun fyrir þá, sem ætla að leggja fyrir sig kennslu og „uppeldisstörf". Þetta hlutverk hennar er áréttað í frumvarpinu um starfsréttindi kennara og einmitt í hugmyndinni að uppeldisfræði, sem forsendu kennsluréttinda, felst hugsunarvillan, sem ég hef mestar áhyggjur af. Það virðist vera mjög algengt, að þeir sem lokið hafa prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla íslands eða lagt stund á sambærileg fræði við Kennarahá- skólann telji sig hafa mikla þekk- ingu og djúpstæðan skilning á sál- ar- og félagslífi barna og unglinga, sem t.a.m. foreldrar hafi ekki og að sjálfsögðu ekki heldur hinir „réttindalausu kennarar", sem svo eru nefndir. Þetta viðhorf rek ég til kennslunnar og námsefnisins. Staðreyndin er sú, að þær getgátur um þroska barna og námshæfni, sem í mestum hávegum eru hafðar í félagsvísindadeildinni og Kennara- háskólanum, og boðaðar, að því er virðist, sem vísindi eða a.m.k. leið- arljós í skóla- og uppeldisstarfí, eru ekki annað en brigðul skólaspeki og að minni hyggju í meira lagi vafasamar og sumar alrangar, eins og ég ætla að ræða í næstu grein. Uppeldis- og kennslufræðingar, nú eða sálfræðingar, eru ekki „fag- menn“ á sama hátt og t.d. bifvéla- virkjar, sem geta haft fullkomna og óbrigðula þekkingu á því „kerfi", sem þeir fást við. Mannlífið er til allrar hamingju ekki vélgengt eða neitt í líkingu við það og þess vegna þurfum við ekki á „vélfræðingum" að halda til að koma börnum til þroska eða miðla þekkingu til þeirra og kveikja skilning þeirra á henni. Höfundur cr blaðamaður á Morg- unblaðinu. ingju með hinn góða árangur, sem náðst hefði þrátt fyrir hrakspár. Sagði hann ótrúlega mikla þörf fyrir slíkan skóla og talaði um hina mörgu þætti friðar- og afvopnunar- umræða, sem þar yrði fjallað um í baráttunni fyrir aukinni virðingu fyrir öllu lífí á jörðinni. Björn Förde, cand.phil. og rit- stjóri „Mellemfolkeligt samvirke", ræddi einkum um vandamál þriðja heimsins, sem fræðsluefni yrði flutt um í háskólanum, og um hin ýmsu fög, sem þar yrðu kennd, svo sem skapandi greinar og tónlist. Kvað hann athyglisvert, að skólinn vekti mesta umræðu hjá venjulegu fólki, en ekki hjá áberandi hópum, ekki síst í kringum skólann á Fjóni, þar sem velvilji og gestrisni hefði reynst einstök. Einn tilvonandi kennara friðar- háskólans, Mogens Godballe, cand. scient., talaði síðastur og sagði frá því, er hann og Flemming Petersen, sem nú verður forstöðumaður há- skólans, hittust í Kungálv í Svíþjóð 1981 og einmitt þar, sem Grundtvig hafði áætlað að norrænn háskóli skyldi rísa, fæddist hugmyndin að friðarháskólanum. Godballe er frið- arfræðingur að mennt og stundaði nám sitt m.a. í Uppsölum. Hann bindur miklar vonir við stofnun háskólans, sem hægt hefur verið að búa vel úr garði vegna góðra undirtekta heimamanna og ann- arra. Vonar hann, að í fögru um- hverfi Brenderup megi þessi fyrsti friðarskóli vaxa og dafna og sam- eina fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum í friðarumræðu og baráttu fyrir betri og fegurri mann- heimi. — G.L.Ásg. M0RGUNBLABlÐ,rÞRIÐJUDÁGUR15.APRtL1986 m Frönskunámskeið Alliance Francaise Seinni námskeið vorannar hefjast mánudag 21. apríl. 8 vikna námskeið. Kennt verður á öllum stigum. Bókmenntaklúbbur (10 vikur) Innritun fer fram á Bókasafni Alliance Francaise alla virka daga frá kl. 3-7 og hefst fimmtudag 10. apríl. Nánari upplýsingar í sfma 23870. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. PAG ^ SÓLBEKKIRJ^ fyrirliggjandi. 8 mismunandi gerdir, 6 m á lengd. Hringið eftir nónari upplýsingum eða lítið inn í verslun okkar. L.L. SENDUM í PÓSTKRÖFU Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640 bAÐ ER EKKERT MÁL AÐ HLEYPA BIRTUNNIINN Áratuga reynsla hefur kennt okkur að bregðast skjótt við séróskum og óvenjulegum hugmyndum með hagkvæmni í huga. Margvísleg form, kringlótt, ferköntuð, kúpt eða píramídalaga af mismunandi stærðum gefa kost á óteljandi lausnum. Hafðu samband við okkur með ÞÍNAR hugmyndir. QE4GKKNÍ LÁGMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, S 68-50-03 MÚ ER ÞAÐ 10 ARA ^BYRGÐ A SUTLAGl á hinum margviður- kenndu KORK O PLAST gólfflísum Þegar þú kaupir KORK O PLAST þá færðu SLITÁBYRGÐAR- skírteini. ÁBYRGÐIN GILDIR YFIR 14 GERÐIR KO P. HRINGIÐ EFTIR FREKARI UPPLÝSIINIGUM. Wicanders Kork-o^Plast Sœnsk gœðavara í 25 ár. KORK O PLAST er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum. KORK O PLAST er auðvelt að prífa og þægilegt er að ganga á því. Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur. KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í tölvuherbergjum. KORK O PLAST fæst í 13 mismunandi korkmynstrum. EF ÞU BYRÐ UTI A LAIMDI ÞA SEIMDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. Einkaumboð á Islandi. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.