Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL1886 33 irki? í styrk milli herflota. Sé þessu jafn- vægi raskað, getur það gert stöðu Noregs enn erfiðari en hún er nú, og við það ykist spennan.“ Norski forsætisráðherrann ítrek- aði síðan, að það væri útþensla sov- éska heraflans og breytingar á æfingum Sovétmanna, sem hefðu á síðari árum dregið athygli að hern- aðarstöðunni á norðurslóðum. Þessi útþensla stangaðist á við hinn greinilega samdrátt, sem hefði verið í herstyrk NATO-ríkjanna á þessum slóðum. Það hefðu verið fleiri bresk og bandarísk herskip á hafinu við Noreg fyrir 15 árum en nú. Sagði Willoch, að nú væri þess að vænta, að samaðilar Norðmanna að NATO létu að nýju meira að sér kveða á hafinu í nágrenni Noregs. „Við lít- um á aukna hlutdeild bandamanna okkar sem framlag til að tryggja stöðugleika til langframa í okkar heimshluta," sagði Willoch. Flókið taf 1 Daginn eftir að norski forsætis- ráðherrann flutti þessa stefnuræðu í öryggismálum, sem þótti einkenn- ast af raunsæi og festu, hófst mál- þing skammt utan við Osló á vegum Norsku utanríkismálastofnunarinn- ar (NUPI) og norænnar samstarfs- nefndar um utanríkismál. Þar kom saman fólk frá öllum Norðurlöndum til að ræða um öryggismál á Nor- egshafi og breytingarnar, sem eru að verða þar. Á vegum NUPI starf- ar hópur manna nú að því að ranns- aka hernaðarþróunina á Noregs- hafi. Hefur hann þegar sent frá sér skýrslur, sem birtust í sérstöku hefti af norska tímaritinu Inter- nasjonal Politikk 1985. Voru þessar ritgerðir lagðar til grundvallar á málþinginu auk ritsmíða um hlut Breta í flotavömum á Noregshafi og aukinn áhuga Vestur-Þjóðvetja á því að láta til sín taka þar. Hér verður ekki rætt um öll þau atriði, sem voru til umræðu á mál- þinginu. Hin helstu má draga saman með þessum hætti: 1. Langdrægni kjarnorkueld- flauga um borð í kafbátum gerir Sovétmönnum kleift að starfrækja eldflaugakafbáta sína norðar en áður. Eitthvert besta skjól, sem kafbátar geta fengið, er undir heim- skautaísnum. Kafbátar Sovét- manna af Typhoon-gerð, stærstu kafbátar heims með 200 kjarnaodda innaborðs, virðast smíðaðir með það fyrir augum að unnt sé að láta þá vera í skjóli undir ís. Þeim verður væntanlega haldið úti frá Kóla- skaganum en líklegt er að minni eldflaugakafbátar af Delta-gerð verði einkum í Kyrrahafsflota Sov- étríkjanna. 2. Sovétmenn óttast nú meira en áður um öryggi langdrægra kjarn- orkueldflauga sinna á landi. Þeim mun meiri áherslu ieggja þeir á að vernda eldflaugarnar í kafbátunum. 40% af langdrægum kjarnorkuher- afla Sovétmanna, er í kafbátum. 3. Takist Sovétmönnum að auka öryggi eldflaugakafbáta sinna á Norðurslóðum með því að flytja þá undir ísinn, geta þeir beitt flota sín- um á Noregshafi með öðrum hætti en áður. Helsta hlutverk flotans hefur verið að veija eldflaugakaf- bátana. Nú þykjast sumir sjá merki aukinnar áherslu á getuna til að höggva á slagæðar NATO, siglinga- leiðirnar yfír Norður-Atlantshaf. 4. Það er yfirlýst stefna Banda- ríkjamanna að auka flotastyrk sinn. Liður í því er að hafa mátt til að senda flugmóðurskip með fylgdar- skipum inn á Noregshaf. 5. Sumir óttast að þessi stefna Bandaríkjanna, sem kennd er við Lehman, flotamálaráðherra þeirra, sé þess eðlis, að hún leiði fremur til spennu en stöðugleika. Aðrir telja hana óframkvæmanlega, þar sem öryggi flugmóðurskipanna sé stefnt í of mikla hættu. Þá hefur framsetning stefnunnar verið gagn- rýnd, notuð hafi verið of sterk orð um þá „breytingu", sem í stefnunni felst. 6. Hlutur stýriflauga á hafinu á eftir að aukast. Bandarískar stýri- flaugar um borð í herskipum draga allt að 2.500 km. Er því unnt að skjóta þeim á skotmörk í Sovétríkj- unum af skipum, sem eru fyrir sunnan ísland. Sovétmenn hafa lengi haft stýriflaugar um borð í skipum sínum. 7. Menn eru sammála um, að nauðsynlegt sé að sjá nánari út- færslu á flotastefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, áður en fullyrt er um þær breytingar á Noregshafi, sem af þeim leiðir. Áhrifin á ísland Fram undir 1980 var litið þannig á, að varnarlína fyrir siglingaleið- irnar yfir Norður-Atlantshaf væri dregin frá Grænlandi um Island til Bretlands, um GIUK-hliðið. John F. Lehman, flotamálaráðhen-a Bandaríkjanna, hefur nýlega lýst þeirri skoðun í tímaritsgrein, að það lýsi skilningsleysi á frumþáttum sjóhernaðar að halda, að unnt sé að vetja siglingaleiðirnar eða kom- ast hjá átökum við sovéska flotann með því að draga varnarlínu í GIUK-hliðinu. Hann telur sem sé að senda þurfi flota Bandaríkja- manna norður fyrir ísland til að verja siglingaleiðirnar. Forsætis- ráðherra Noregs er sömu skoðunar. Til þess að unnt sé að halda uppi vörnum af þessu tagi er nauð- synlegt að njóta stuðnings frá flug- vélum frá íslandi og Skotlandi, þegar farið er um GIUK-hliðið, og Noregi, þegar norðar dregur. Til þess að NATO geti tryggt öryggi á Noregshafi er óhjákvæmilegt að hafa afnot af flugvöllum í Noregi og á íslandi. Þegar langdrægni eldflauga um borð í sovéskum kafbátum jókst, þurftu þeir ekki lengur að fara í gegnum GIUK-hliðið til að beita vopnum sínum gegn Bandaríkjun- um. Varnarlína kafbátanna færðist norðar. Nú kann skjól þeirra undir ísnum að leiða til þess, að fleiri sovéskir árásarkafbátar láti að sér kveða í kringum ísland. Þótt of snemmt sé að slá nokkru föstu um gildi stýriflauga um borð í skipum, má álykta sem svo, að tilkoma þeirra leiði til þess, að Sovétmenn sæki í átt að íslandi og suður fyrir landið til að granda þeim bandarísku skipum, sem flytja slíkar flaugar. í stuttu máli hníga öll rök að því að breytingar á hernaðartækni dragi ekki úr mikilvægi íslands. Vegna allra aðstæðna er nauðsyn- legt að minna sterklega á það í umræðum um þessi mál, að varnar- samningur íslands og Bandaríkj- anna byggir á því grundvallaratriði, að varnarliðið er hér til að veija landið og næsta nágrenni þess. I því ljósi ber að skoða þær ráðstafan- ir, sem hingað til hafa verið gerðar til að endurnýja varnarviðbúnað í landinu. Ákvarðanir um þessa end- urnýjun voru teknar, áður en svo- nefnd Lehman-stefna kom til sög- Stefna íslands í skýrslu Matthíasar Á. Mat- hiesen, utanríkisráðherra, sem lögð var fram fyrir skömmu, er þessi grundvallarstefna Islands Itrekuð. Þar segir meðal annars: „Grund- vallarforsenda þess, að hægt sé að greina herstyrk Sovétríkjanna í námunda við Island og meta þannig að Atlantshafsbandalagið geti brugðist við með viðeigandi hætti, er öflugt éftirlit. Þær endurbætur sem gerðar hafa verið hér á landi miðast við að styrkja þetta eftirlit. Eðli varnarstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli hefur ekki breyst, en staðan hefur verið treyst." Þegar rætt er um hernaðarlegt mikilvægi Islands segir meðal ann- ars: „Ekki verður nógsamlega ítrek- að, að hernaðarlegt mikilvægi ís- lands ræðst fyrst og fremst af legu landsins í Norður-Atlantshafí. Varnarliðið eitt sér, eða annar varnarviðbúnaður hérlendis eykur hvorki né dregur úr hernaðarlegu mikilvægi landsins." í skýrslunni er ekki tekin afstaða til þeirra atriða, sem nefnd hafa verið hér að framan. Þau eru enn á umræðustigi, einkum meðal þeirra, sem stunda rannsóknir á þróun öryggismála á höfunum. í skýrslu utanríkisráðherra segir: „Eitt helsta vandamál Atlantshafs- bandalagsins er hin stöðuga aukn- ing umsvifa Norðurflotans á Nor- egshafi, þrátt fyrir markvissa við- leitni Norðmanna í þá átt að halda sþennu þar í lágmarki. Ef svo færi, að Noregshaf yrði sovéskt áhrifa- svæði, er hætt við að erfitt yrði að halda uppi vörnum í Noregi og óhjá- kvæmilega lenti sóknarþungi Norð- urflotans á svæðinu umhverfis Is- land. Hugmyndir hafa komið fram um aukinn flotastyrk Atlantshafs- bandalagsins á Noregshafi til að mæta þessari hættu." Orð forsætisráðherra Noregs, sem vitnað var til í upphafi sýna, að þetta eru meira en hugmyndir. Norðmenn vilja það beinlínis að flotastyrkur bandamannanna i NATO aukist undan ströndum þeirra. Það er andstætt íslenskum ör- yggishagsmunum að leggja stein í götu þess. Við hljótum hins vegar að vilja, að unnt sé að viðhalda stöðugleika í næsta nágrenni okkar með sem minnstum herafla og ekki sé gengið þannig til verks, að með óvarlegum yfirlýsingum að stofnað sé til pólitískra deilna. Loks má ekki missa sjónar á því markmiði að skapa þannig samskiptareglur á milli heija á hafinu, að þær skapi fremur traust en tortryggni. t þroskaheftur ér lífsformu myndarlegar og vel búnar stofnanir, þar sem við getum varið fyrir sjálf- um okkur og öðrum að setja fatlað fólk. Við getum ekki einblínt um of á kostnaðarhliðina. Og þar af leiðir að það fær heldur ekki staðist að við ræðum um hjálp til sjálfs- hjálpar, nema sú hjálp leiði til bættrar og breyttrar stöðu. í þessum. einföldu orðum: ekki bara lifa — heldur vera lifandi, felst róttækt uppgjör við hina hefð- bundnu forsjárstefnu sem við höf- um fylgt. Félagsleg umönnun á ekki að miða að því að rétt halda fólki gangandi og hjálpa því til að fá tímann til að líða. Málið snýst um að gefa möguleika og stuðning til að hver maður geti nýtt sér þann tíma sem honum er gefinn. Svo að hann fái notið gleði — og sorgar. Lífi sem skiptir einhveiju. Þroska- hefta á ekki að ofvernda einlægt fyrir vandamálum daglegs lífs. Það á að einbeita sér að því að gera þá færa til að takast á við vanda, þótt auðvitað skuli hafa í huga hvað hver einstaklingur ræður við. En sannleikurinn er sá að við rannsókn- ir hefur komið í ljós að fatlað fólk eða þroskaheft býr yfir langtum meiri getu og þroska en lengi hefur verið talið og það er ótrúlegt hversu mikið má nýta af þessum eiginleik- um ef rétt er á málum haldið. Alfreð Dam Mér finnst það að vera lifandi tengist svo auðvitað þessu að upp- ifa eitthvað. Hversu mörgum þroskaheftum gefst í rauninni kost- ur á því. Við höfum haft tilhneig- ingu til að bregðast þannig við að passa „sjúklinginn“ og auðvitað ræður góðvilji og kærleikur gerðum okkar. En þar með er ekki sagt að það sé eina rétta lausnin. Og eftir því sem meiri reynsla fæst í breyttri uppbyggingu sambýla þroskaheftra gera menn sér betur grein fyrir hversu miklu það getur skipt að þroskaheft fólk fái að lifa eðlilegra lífi en nú. Við höfum viljað vernda hinn þroskahefta fyrir niðursveifl- unum, en þar með erum við einnig að koma í veg fyrir að hann skynji uppsveiflurnar — ef ég má nota svona slang . . . Sem sagt þroska- heft fólk á að fá — og það getur ótrúlega oft — að velja sér sitt lífs- form, þótt það passi ekki inn í þennan fyrri hugsunarhátt okkar. Ég er ekki að ráðast á stofnanir í sjálfu sér, segir hann. Það má ekki skilja orð mín svo. Þar er unnið af dugnaði og áhuga og margt hefur áunnizt. En stórar og fjöl- mennar stofnanir búa ekki einstakl- inginn undir lífsbaráttuna. Hann er bara þar. Og það gerist ekki neitt. Með því að fara út I breytta umönnun fyrir þroskahefta og með þroskaheftum er brotið blað. Og ég hef skoðað allmörg sambýli bæði hér í Reykjavík og á Akureyri og ég hef raunar líka skoðað stofnanir. Ég verð að segja að hér er verið að vinna mjög athyglisvert starf og íslendingar virðast vera fljótir að meðtaka nýjar hugmyndir og vinna úr þeim. Orðið sambýli sjálft og eitt finnst mér afskaplega gott og vel hugsað. Ég held að ætti að reyna að koma því inn í Norðurlandamál- in, það nær vel anda þess sem er /erið að stefna að. Allar breytingar taka tíma, sagði Alfreð Oam og það er óhugsandi annað en stofnanir fyrir þroska- hefta verði við lýði í einhverri mynd enn um hríð. En eftir því sem við eflumst í rannsóknum okkar á þroskaheftum mun og aukast skiln- ingur og vilji til að breyta þessu hægt og rólega. j i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.