Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ,ÞRIÐJUDAGUR15.'APRÍL1986; I „ þ&tt(x e-r i/crúfLykLase-tt. '* áster___ 8-ZV ImJLo ... að fagna sigri í íþróttum. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate 'TARNCr^íjK) Með morgunkaffinu Vaknaðu maður. Það er kominn laugardagur og þú slærð þá hólmann! HÖGNI HREKKVÍSI Iþróttir bama og unglinga í sjónvarp og útvarp Kæri Velvakandi. Núna hafa blöðin komið með íþróttasíður barna og unglinga ein- staka sinnum og er það vel af sér vikið. En hvað með útvarpið og sjónvarpið? í þeim fjölmiðlum er lít- ið sem ekkert fjallað um íþróttir bama og unglinga. Nú þegar búið er að velja í mörg unglingalandslið, bæði stúlkna og drengja, þá finnst mér að þessir fjölmiðlar mættu taka til hendinni og búa til íþróttaþátt fyrir börn og unglinga. Ég er alveg viss um að þeir myndu verða vinsæl- ir. Þar sem ég er nú unglingur og fylgist svolítið með íþróttum, veit ég að sumir leikir í yngri flokkum eru mjög spennandi og skemmtilegir og eru þess virði að vera sýndir í sjónvarpi, og ég tala nú ekki um unglingalandsliðsleiki. Um páskana komu hingað til lands tvö þýsk unglingalandslið í handknattleik stúlkna og drengja og spiluðu við íslensku unglinga- landsliðin. Það voru fáir sem vissu af þessu vegna þess að það var lítið um þetta fjallað. Af hveiju er ekki hægt að sýna brot úr leikjum eins og þegar ungl- ingalandsliðið í handknattleik (U- 21 árs) fór út og keppti á HM á Ítalíu í desember 1985 og líka þegar drengjalandsliðið í knattspymu (U-16 ára) tók þátt í Norðurlanda- mótinu sl. sumar? Hvað framtíðina varðar þá verð- ur að leggja aukna áherslu á íþrótt- ir bama og unglinga. Þetta er hópur sem á eftir að erfa landið og sá hópur má ekki liggja hugsunarlaust úti í horni. Það myndi draga stór- lega úr áhuganum. Og eitt enn í sambandi við íþrótt- ir í fjölmiðlum. Það em kvenmenn. Af hvetju er ekki hægt að lýsa og sýna úr landsleikjum kvenna alveg eins og karla? Þegar A-landslið kvenna fór út og tók þátt í B-keppni heimsmeistaramótsins sl. haust, var mjög lítið fjallað um það í öllum fjölmiðlum. í sjónvarpinu hafa tveir nýir popptónlistarþættir fyrir unglinga hafið göngu sína og kunna ungling- arnir vel að meta það. En hvað um íþróttaþátt? Þó margir unglingar hafi áhuga á tónlist, hafa aðrir líka áhuga á íþróttum. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Unnur. Víkverji skrifar Víkveiji hefur haft spurnir af tveimur atvikum núna síðustu tvær þijár vikurnar þar sem stúlkur hafa í sakleysi sínu svarað ósköp meinleysislegum „atvinnuauglýs- ingum“ og uppgötvað að stima- mjúka karlmannsröddin í símanum var raunar að falast eftir því að þær stripluðust — flettu sig klæðum — í svokölluðum einkasamkvæm- um. Ekkert dónalegt, var tónninn. Bara að hleypa svolitlu lífi í selskap- ið. Og rífleg þóknun í boði. Engum getum skal að því leiu hvoit þetta sé nýjasta afbrigðið af „nærfatasýningunum" sem ollu nokkru fjaðrafoki í blöðunum fyrir skemmstu, en aðstandendur þessa fyrirbæris kenndu það við kaupskap og segjast víst enn þann dag í dag einungis vera að auglýsa vaming. Nú munu þessar kroppasýningar — eða enn eitt afsprengi þeirra — raunar komnar á ennþá æðra við- skiptaplan og uppfyrir nuddið og faðmlögin sem svo eiga að heita og eru kryddið í kaupskapnum. Nú býðst kvenfólki í þokkabót sú dýrð- lega upplifun að troða peningum undir pjötlur þær á sýningarherrun- um sem eiga að heita nærflíkumar. xxx Veitingamaðurinn sem innleiddi þennan fagra sið (og hefur meira að segja verið með sérstök „dömukvöld") lét hafa það eftir sér í einu dagblaðanna fyrir skemmstu að hann væri bara að punta upp á skemmtanalífið hér í bæ og væri sannarlega tími til kominn að auka fjölbreytnina í þessum efnum. Blessaður maðurinn er sem sagt bara að ryðja nýjar brautir, að sýna þegnskap og þjónustuvilja sem góð- ur og gegn borgari sem fylgist með tímanum. Ýmsum kann samt að sýnast framlagið fremur svona ris- lágt. Þegar grannt er skoðað virðist satt að segja blasa við að það sé í naumri mittishæð í almesta lagi. En mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir og veitingamenn ei-u þar engin undantekning. Sumir bjóða up[> á sífellt glæsilegi-i húsa- kynni í reiptoginu um viðskiptavin- inn, magnaðri hljómsveitir, góm- sætari krásir, hóflegra verð, lipurri þjónustu, notalegra viðmót. Aðrir bjóða upp á rassaköst kófsveittra stráklinga. XXX Einn af kunningjum Víkvetja hefur nöldrað yfir því árum saman hve íslensk stjórnvöld séu „seinheppin í sparnaðinunT eins og hann orðar það. Hann komst upp á háa e-ið í tvígang núna nánast í sömu vikunni: fyrst vegna af- greiðslutregðu á heyrnartækjum fyrir heyrnarskert aldrað fólk og þá vegna nýju kjaranna sem öryrkj- um býðst vegna bílakaupa sinna. „Aðhaldsstefnan" bitnar langtum of oft á röngu fólki, fullyrðir þessi kunningi Víkveija. Víst er það að eftir því sem þeim ellilífeyrisþegum hefur fjölgað sem þarfnast heyrnartækja og eiga rétt á þeim, þá hefur fjárveitingin til þessara hluta farið „snarminnk- andi“; og er hér vitnað til nýlegra ummæla Ingimars Sigurðssonar hjá heilbrigðisráðuneytinu. Um síð- astliðin mánaðamót var ástandið orðið þannig að bæði skorti fé til kaupa á tækjunum og síðan til þess að leysa þau út úr tolli og þá var biðtími þeirra sem sótt höfðu um fyrirgreiðslu, kominn upp í átta mánuði. Um afsláttinn til öryrkjanna — tuttugu og fimm þúsund kall, var það ekki? — er hins vegar það að segja að þeir hafa naumast rokið um koll af einskæru þakklæti þegar þeim bárust tíðindin. Að minnsta kosti ekki þeir úr hópnum sem báru þetta kostaboð saman við fríðindin sem ónefndir góðborgarar njóta við kaupin á sínum fákum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.