Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 48 Minning: Smári Ferdinands■ son flugstjóri Fæddur 28. júní 1951 Dáinn 5. apríl 1986 Er ég gekk til vinnu minnar snemma á sunnudagsmorgni 6. apríl í himnesku blíðviðri, gat ég ekki annað, en hugsað um tilgang hans, sem öllu ræður. Fyrir nokkrum klukkustundum hafði geisað hræðilegur stormur, og hrifsað til sín fímm mannslíf og stórslasað tvo menn og fleiri tugir björgunarmanna búnir að leggja á sig mikið erfiði að beijast á slysstað í storminum. í einu vetfangi hefur storminn lægt, og himinninn orðinn heiður og blár. Eftir sitja fjölskyldur, með stórt skarð, skarð sem aldrei verður bætt. Þannig hjó stormurinn skarð í fjölskyldu mína. Systursonur mannsins míns fórst í þessu hörmulega slysi. Þögull sjón- leikur minninganna líður í gegnum vitund mína, nú þegar ég tek mér penna í hönd til að skrifa nokkur kveðjuorð um Smára Ferdinandsson sem ég hefí fylgst með frá því hann kom í heiminn. Smári var fæddur 28. júní 1951 sonur hjónanna Emu Matthías- dóttur og Ferdinands Söbecks Guðmundssonar, elstur átta systk- ina, eftir lifa nú sex systkini, en dóttur misstu þau í frumbemsku. Auk þess átti Smári hálfbróður. Við fjölskyldumar stofnuðum heimili um svipað leyti og frum- burðimir fæddust, með nokkurra mánaða millibili. Og það gcfur auga leið, að við áttum margt sameigin- legt, enda samgangur milli okkar nær daglega, og strákamir okkar miðpunktur tilvemnnar. Síðan komu bömin hvert af öðru og uxu úr grasi, og hver valdi sína lífs- stefnu. Smári var ekki gamall, þegar hann var ákveðinn að verða flug- maður, þótt hann fengi ábendingar um að betri atvinnumöguleikar væm í öðmm störfum, og ekki eins hættulegum. Það hefur verið gaman að fylgj- ast með þrautsegjunni hjá Smára að ná þessum áfanga. Þetta var ekki ódýrasta og auðveldasta námið sem hægt var að velja sér. En með dugnaði tókst honum það með prýði. En það kom á daginn að starfíð lá ekki á lausu. Margir vom til- nefndir en fáir útvaldir. Smári gerði sér ekki rellu út af því, hann gekk í önnur störf þangað til hann tók að sér flugkennslu og flaug síðan há Sverri Þóroddssyni um tíma. Síðustu tvö árin hefur hann unnið hjá flugfélaginu Erni á ísafírði við góðan orðstír. Hann hefur fengið sérstök ummæli fyrir trausta og ábyrga framkomu. Þessi prúði, staðfasti drengur var líka fæddur til að stjóma og bera ábyrgð þótt ekki hafí farið mikið fyrir honum. Eins og spekingurinn Lao-Tse segir. Duglegur herforingi lætur ekki ófriðlega. Sá, sem vopnfimast- ur er, gengur ekki berseksgang. Mikill sigurvegari er ekki áleitinn. Góður foringi kemur sínu fram með hægð. Þannig er styrkurinn fólginn í því að deila ekki. Þessa kosti fínnst mér Smári hafa haft í svo ríkum mæli. Smári átti margt eftir ógert, fyrir þremur ámm hitti hann stúlkuna sína hana Grímu Huld, sem saman hafa verið að safna í búið og leita eftir framtíðar húsi. Framtíðin var svo björt, það geislaði af þeim. En höggið kom og allar framtíðarvonir að engu orðnar. Mig skortir orð. Það er eifítt að skilja og sætta sig við slík örlög. Við sem eftir stöndum verðum sem lítil böm og skiljum ekki, en spyij- um. Hvers vegna? Svör við þeirri spumingu er einhversstaðar þar sem enginn sér né heyrir. Smári er farinn sína hinstu ferð. Elskulega Gríma Huld, Erna, Söb-'ck, systkini og frændgarðurinn stóri, ég votta ykkur öllum innileg- ustu samúð með blessunar bænum. Guð blessi góðar minningar um ljúfan dreng. Arnfríður Aradóttir Þeir eru margir, sem nú eiga um sárt að binda vegna hins hörmulega slyss er flugvélin TF-ORM fórst. Á meðal hinna látnu var okkar hjart- kæri vinur Smári Ferdinandsson flugmaður. Það er sárt að þurfa að horfast í augu við það, þegar fólk er kallað svo skyndilega á braut. Við fáum víst aldrei nein tæmandi svör er við stöndum and- spænis dauðanum. Ég og mitt fólk höfum þekkt Smára alla tíð, vegna traustrar vináttu fjölskyldna okkar. Við höf- um staðið saman í gleði og sorg, þó sem betur fer oftar í gleði. Smári ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og systkina. Ég hef ekki kynnst jafn samheldinni fjöl- skyldu. Smári var einstakur maður, heilsteyptur og góður drengur, og aldrei lagði hann illt til eins né neins. Hann var rólegur og traust- vekjandi, jafnlyndur og brá oft fyrir sig góðlátlegri kímni. Ætíð var ánægjulegt að vera í návist hans. Ég þakka fyrir tilveru hans þau alltof fáu ár, sem við fengum notið hans. Smári var heitbundinn yndislegri stúlku, Grímu Huld Blængsdóttur læknanema. Hún verður nú að sjá á eftir sínum kæra unnusta, þegar framtíðin virtist brosa við þeim svo björt og fögur. Guð blessi hana. Elsku Erna og Söbech, þig eigið miklu bamaláni að fagna, mikið til að elska. Öll sex börnin ykkar, elskuleg tengdaböm og bamabörn. Öll eigið þið svo tærar og fagrar minningar um góðan dreng. Páskahátíðin er nú nýliðin með sín björtu fyrirheit um líf eftir dauðann. Megi boðskapur uppris- unnar veita hinum eftirlifandi syrgj- endum von og styrk í þeirra þunga harmi. Þú hefur til þín kallað kæra vini komduámótiþeim. Miskunnar þinnar Ijós og ljúfa mildi lýsi um eilífð þeim. Lát, Drottinn, vora bæn af blessun þinni blessasthandaþeim. Ég og flölskylda mín, vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elsa H. Þórarinsdóttir Það fór um mig kaldur hrollur, ég titraði og skalf af geðshræringu nóttina örlagaríku, sem ég beið andvaka eftir fréttum af örlögum vinar míns og félaga í gegnum 18 ár, Smára Ferdinandssonar, flug- stjóra. Þegar lokafréttin barst af örlögum þessa Ijúfa manns varð ég kaldur af harmi og sorg. Mér vökn- aði um augu, harmfullur með ekka við að rifja upp allar okkur ljúfu stundir saman í gegnum súrt og sætt um dagana. Ö, það svíður sárt undan tilfínningum, sem um mig fara. Það var fyrir 18 árum að Helgi Pálmason, flugumferðarstjóri kynnti mig fyrir Smára Ferdinands- syni. Þá vorum við Smári tveir fjörugir og ungir einkaflugmenn í ævintýraleit, flugið og frama- draumar heilluðu okkur báða. Þær eru ófáar ævintýraferðimar okkar Smára um Island, þvert og endi- langt, í þá daga og fram á þennan dag. Við Smári urðum samferða upp í gegnum atvinnuflugmanns- próf og blindflugsþjálfun. Þessi vinur minn var sonur mik- illa kærleiksfcreldra, myndarlegra og samviskusamra, sem stóðu með syni sínum og hann með þeim i gegnum hugsjónir og drauma. Smári var óvenju hændur að móður sinni alla tíð, en virti föður sinn mikils. Þeir feðgar voru mjiig samrýmdir og unnu mikið saman að uppbyggingu sumarhúsa fjöl- skyldunnar uppi í Eyrarskógi í Svínadal. Smári var eins konar foringi í stórum systkinahópi, sem hann umgekkst reglulega. Smári var náttúruelskandi einstaklingur og varð það tilefni margra sameig- inlegra ferða okkar á fugl og físk. Þessi góði drengur var góður skák- maður og stundaði skíðaferðir þegar færi gafst. Smári var fæddur flugmaður af hug og hjarta og verkefnin nálgað- ist hann af atvinnumennsku og til- litssemi í hvívetna við farþega sína. Aldrei á öllum okkar flugferðum varð ég var við að hann slakaði á árvekni sinni gegn þeim áhættu- þáttum, sem mannshugurinn ræður við. Blindflug á íslandi er og verður alltaf bundið vissum óþekktum áhættuþáttum, einkum á minni atvinnutækjum, sem forsjónin ein ræður yfír og þetta vissi Smári Ferdinandsson, sem hafði oft flogið sem flugstjóri bæði til Grænlands, Noregs, Færeyja og Evrópu. Skylduræknin var Smára í blóð borin. Oft hafði hann þann háttinn á að hringja í mig og fá mig til aðstoðar erfíða flugdaga í válynd- um veðrum. Þannig fór ég með í nokkrar flugferðir með starfsmenn Rauða kross Islands við blóðsöfnun um landið. Mér verður lengi minnisstæð flugferð okkar Smára, ein af nokkr- um, til Evrópu nótt eina í janúar 1982 á tveggja hreyfla Cessnu frá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar þar sem Smári starfaði um tíma. Þetta var áríðandi ferð eftir mikil- vægum varahlut í hérlendan skut- togara. Þá nótt horfðum við báðir með kvíða út í sótsvart náttmyrkrið. Við vorum í skýjum mestalla leiðina í léttri ísingu. Flugið tók 4 'h tíma í fyrsta áfanga tii Glasgow í Skot- landi og síðan 3 tíma til Amsterdam í Hollandi og aftur heim. Það var í þessu flugi sem allir bestu hæfí- leikar Smára fengu notið sín og þó einkum í heimfluginu. Það var farið að rökkva að kvöldi næsta dag, er við flugum frá Skotlandi áleiðis heim til íslands. Veður var gott á íslandi, en spáð var veðurskilum við Færeyjar og léttri ísingu. Ekki var laust við nokkum kvíða hjá okkur báðum er við nálguðumst veðurskilin og óvissuna, sem okkar beið þama í sótsvörtu náttmyrkrinu úti á miðju Atlantshafí. Smári var við öllu búinn eins og venjulega er ókyrrðin byijaði með hagléli, síðan fór allt á fleygiferð fram og aftur, en Smári var hinn rólegasti. Því næst byijaði ísing, fyrst léttvæg, en jókst stórum er á leið, en við vorum léttir. Mér var ekkert farið að lítast á blikuna er rafmagnsleift- ur blá og gul þyrluðust fram og aftur um framrúður og vængi. Þegar svo aðvörunarljós kviknaði í mælaborði um yfírspennu í raf- tækjabúnaði fann ég hvernig hjarta mitt færðist hægt upp og var komið upp að hálsi. Þá varð mér litið yfir til félaga Smára, sem yfirvegaður og rólegur að venju teygði sig eftir vasaljósi. Þarna út á miðju Atlants- hafi í sótsvörtu náttmyrkrinu slökkti Smári Ferdinandsson, flug- stjóri, á öllum siglingatækjum og Ijósabúnaði flugvélarinnar og stýrði eftir vasaljósi eins og Lindberg gerði forðum, nema hér vorum við félagar á leiðinni heim. Heim til íslands reynslunni ríkari. Þessi einstaki gæðamaður og tryggðatröll, sem reyndist mér svo vel, var lítillátur, hugprúður og hægur, en þéttur fyrir. Það þurfti mikið að ganga á til að Smári hleypti brúnum og ekki talaði þessi vinur minn af sér eða óvarkárlega um náungann. Það fyrir 3 árum, sem Smári kynnti mig fyrst fyrir unnustu sinni, Grímu Huld, hugljúf kona, greind og góð, sem er að ljúka embættisprófí í læknisfræði. Þau opinberuðu trúlofun sína í musteri heimsmenningarinnar á Akropolis- hæð í Grikklandi síðastliðið sumar. Ekki man ég eftir þessum vini mín- um hamingjusamari, en með þessari einstöku konu, sem hér verður fyrir svo þungu og óbætanlegu áfalli. Ég eins og fleiri elskaði allt í fari Smára Ferdinandssonar, annað var ekki hægt. Allar leiðir liggja til himnaríkis fyrir okkur öll, en við erum bara mislengi á leiðinni. Nú er Smári Ferdinandsson, þessi einstaki vinur minn kominn á áfangastað, langt á undan áætlun. Það þurfti til sjálfan Guð almáttugan til að koma Smára Ferdinandssyni út af lífsstefnunni. Guð vinnur alltaf og Smári varð að víkja á nýja stefnu, sem valinvar af Guði almáttugum, sem tók þenn- an vin minn til sín að eilífu. Foreldrum Smára Ferdinands- sonar, systkinum, unnustu og ætt- ingjum, sendi ég mínar dýpstu hryggðar- og samúðarkveðjur á þessu dapra augnabtiki. Veri elskulegur vinur minn og félagi, Smári Ferdinandsson, ævin- lega blessaður. Guðbrandur Jónsson Ég ætla með nokkrum orðum að minnast frænda míns, Smára Ferd- inandssonar, sem lést með svo svip- legum hætti er hann var flugmaður á TF-ORM sem fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Smári fæddist 28. júní 1951, og var því tæplega 35 ára gamail. Hann ólst upp fyrstu árin í Reykja- vík og síðar í Kópavogi. Seinna flytja foreldrar hans til Hafnar- fjarðar og búa þar. Foreldrar hans voru Ema Helga Matthíasdóttir og Ferdinand Söbeck Guðmundsson. Smári var elstur 7 systkina sinna. Einn eldri bróður átti hann, Sigurð, sem faðir hans átti áður. Systkini hans voru Sigriður, Steinunn, Erla, Sæmundur, Freyr og Ríkey, sem er yngst þeirra systkina á 16. ári, og er enn í foreldrahúsum. Öll hin systkina hans hafa stofnað heimili. Ég minnist er ég í fyrsta sinn fór sem bamfóstra 9 ára gömul til móðursystur minnar Emu til að gæta frænda míns Smára. Var ég þar í nokkur sumur. Á þessu góða heimili kynntist ég hve foreldrarnir hugsuðu fyrst og fremst um gott uppeldi barna sinna. Hann var yndislegur drengur. Eiginleikar hans komu fljótt í ljós. Prúð- mennska og háttvísi. Ég minnist margra ánægjulegra atvika frá þessum árum. Eins þegar skipst var á heim- sóknum milli heimila okkar, for- eldra minna og hans. Endurfundirn- ir urðu færri þegar bemskuárunum lauk. Ég fylgdist alltaf vel með honum því mér fannst ég hafa sterkar taugar til hans. Flugið tók snemma hug hans allan. Lagði hann allt á sig til að geta lært flug. Sem varð hans ævistarf. Síðustu árin starfaði hann sem flugmaður hjá flugfélaginu Emir á ísafirði. Það voru erfíð skilyrði sem hann mátti fljúga við í sambandi við leigu- og sjúkraflug og var hann talinn af- burða athugull og öruggur flug- maður. Smári lætur eftir sig unnustu, Grímu Huld Blængsdóttur. Hennar missir er mikill. Huggunarorð mega sín lítils á slíkri stundu. Bið ég Guð að styrkja hana, foreldra, systkini og aðra ættingja og vini. Eins alla aðstandendur þess fólks sem fórst með TF-ORM. Megi ininningin um ástkæran frænda, sem ég leiddi mér við hönd, hlýja mér um ókomin ár. Guð blessi hann. Frænka S.B. Helfregnin barst og varð okkur óbærileg og sár, að einn okkar hefði farist ásamt fjórum öðrum í flug- slysi í Ljósuljöllum. Fyrstu kynni mín af Smára voru þegar hann vann um tíma við byggingarvinnu hér á ísafírði fyrir nokkmm ámm, urðum við þá vel málkunnugir því hann kom alloft út á flugvöll í fríum sínum til að fylgj- ast með starfseminni þar. Hann hafði mikinn áhuga á flugi og öllu er að því vék enda atvinnuflug- maður. Þá strax tók maður eftir að þar fór mannkostamaður. Hann fór úr bænum og hittumst við sjald- an eftir það þar til fyrir um tveimur ámm að hann kom að máli við mig og falaðist eftir þjálfun á Cessna 404 Titan. Þá var hann á fömm til Afríku til starfa á slíkum flugvélum þar. Smári hafði verið í Afríku áður. Veran þar hafði heillað hann á margan hátt, viss ævintýralöngun blundaði með honum og þrá eftir því að kanna heiminn. Þegar hann hafði fengið þjálfun hér lagði hann land undir fót. Hann fékk atvinnu- leyfi og loforð um flugmannsstarf í Nígeríu, kom heim til að undirbúa frekari dvöl þar. Reiknaði með mánaðarveru hér á landi í það skipt- ið. í millitíðinni var gerð herfor- ingjauppreisn í Nígeríu og ástandið þar varð allt ótryggt. Það átti ekki við Smára að vaða út í óvissuna og beið hann því átekta hér heima. Þá leituðum við stundum til hans, þegar við flugum fyrir Flugleiðir og okkur vantaði flugmann. Mér verður alltaf minnisstætt fyrsta flugið okkar saman, þá flugum við fyrir Flugleiðir frá Reykjavík til Egilsstaða og Norðfjarðar. Smári flaug og ég var honum til aðstoðar. I þessu flugi var teningnum kastað. Ég bauð Smára að koma til okkar þar til hann færi út, eða hvað úr yrði. Hæfíleikar hans og reynsla sem flugstjóra mundi koma okkur vel. Hann réðst því sem flugstjóri hjá Flugfélaginu Emi hf. og varð brátt einn aðalflugstjóri okkar og miðlaði okkur hinum af reynslu sinni, sérstaklega í millilandaferð- um til Grænlands og Evrópulanda. Allt flug vann hann af sérstakri nákvæmni og yfírvegun, svo fag- lega að eftirtekt vakti hjá öllum sem með honum störfuðu. Mjög aðgæt- inn og lét sér annt um farþega sína og lagði sig fram um að gera ferð þeirra sem þægilegasta. Oft flugum við saman í sjúkra- flugi bæði að degi sem nóttu og komu þá eiginleikar hans vel í Ijósi þegar neyðin kallaði einhvers staðar og bregðast varð við skjótt og örugglega vár hann alltaf reiðubú- inn til hjálpar. Með áræði og dug bjargaði hann mörgum í þessu sjúkraflugi. Var alltaf tilbúinn öðr- um til hjálpar þegar á þurfti að halda og var þá ekki spurt uin tíma og fyrirhöfn. Smári var kátur á góðri stund, hafði sérstakan húmor, oft allbeitt- an og nokkuð háðskan á stundum ef við átti. Nutum við félagar hans nærveru hans og kímnigáfu. Hann var sérlega þægilegur maður í allri umgengni, hægur og rólegur, traustur vinum sínum og hafði ríka réttlætiskennd gagnvart öllum og þó sérstaklega þeím sem minna máttu sín. Hann tranaði sér aldrei fram sjálfum sér til framdráttar, en tók upp hanskann fyrir aðra ef hann sá ástæðu til. Var þá heill og fastur fyrir ef því var að skipta. Á flugkennaraárum beitti hann sér fyrir því að flugkennarar fengju aðild að Félagi íslenkskra atvinnu- flugmanna því þeir höfðu þá verið nánast stéttlausir. Fékkst nokkur bót á þeim málum þá. Smári hafði ríka stéttarvitund og bar alla tíð mikið traust og virðingu fyrir stéttarfélagi sínu, Félagi ís- lenskra atvinnuflugmanna, og vænti trausts og öryggis með aðild sinni þar. Ekki var Smári búinn að vera lengi hjá okkur þegar hann kynnti okkur fyrir heillandi stúlku, Grímu Blængsdóttur læknanema úr Kópa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.