Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 Hermann Björ^vins- son mrinn af landi brott HERMANN Björgvinsson, sem sætir ákæru i okurmálinu, fór af landi brott til Bandaríkjanna síð- astliðinn laugardag. Engar upp- lýsingar liggja fyrir um það hvort Hermann hyggst dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma en fyrirhugað var að að þingfesta mál hans og birta honum ákæruna í Sakadómi Kópavogs á næstunni. Hermanni var gert að sæta far- banni á meðan á rannókn okurmáls- ins stóð, en það rann út hinn 12. mars síðastliðinn. Hermann er því samkvæmt lögum frjáls ferða sinna, þótt áhöld séu um hvort ástæða hefði verið til að skerða ferðafrelsi hans eins og á stendur. Auk þess að sæta ákæru í okurmálinu er hann aðalvitni ákæruvaldsins á hendur 123 mönn- um öðrum, sem ákærðir hafa verið í þessu máli. 17 árapilts saknað LEIT að sautján ára gömlum pilti, Hermanni Guðmundssyni, til heimilis að Sjónarhóli í Gríndavik, hefur staðið yfir síðan á sunnu- dag. Leitin hafði ekki boríð árang- ur er Morgunblaðið fregnaði síð- ast í gærkvöldi. Hermann sást síðast við skemmti- staðinn Gjána í Grindavík um klukk- an 1.00 aðfaranótt sunnudagsins. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Leitarmenn úr slysavamadeildinni Þorbimi í Grindavík hófu leit að Hermanni á sunnudag og var leit haldið áfram á mánudag. Hermann er 1.80 metrar á hæð, grannvaxinn, með skolleit hár. Hann var klæddur í gráar terlínbuxur, gráan rúskinns- jakka, drapplita skyrtu og svarta skó. MorgunDiaoio/Jullus. Lögreglumenn á gúmmíbáti koma að ísjakanum, sem piltarnir þrir komust upp á þegar þeirra eigin bátur varð vindlaus í norðan- strekkingi á Rauðavatni á sunnudagskvöldið. Þrír piltar hætt komnir á Rauðavatni: Bjargað hröktum af ísjaka — eftir að gúmmíbátur þeirra sökk undir þeim ÞRÍR piltar á aldrínum 13-15 ára — tveir bræður og kunningi þeirra — voru hætt komnir á Rauðavatni austast í Reykjavík á sunnudagskvöldið þegar gúmmíbátur, sem þeir voru á, varð vindlaus og þeir hröktust upp á ísjaka. Vegfarendur sáu til pilt- anna og létu lögregluna vita. Voru þeir sóttir á bát lögreglunnar og fengu að fara heim eftir stutta viðdvöl á slysadeild Borgarspít- alans. Piltamir fóm að heiman síð- degis á sunnudaginn með gúmmí- bát, sem einn þeirra á. Þeir voru með björgunarvesti og ágætlega búnir að öðra leyti. Fljótlega eftir að þeir vora komnir út á vatnið, þar sem er mikið íshröngl en ekki mikill fastur ís, fór að hvessa af norðri og um svipað leyti urðu piltamir þess varir, að loft var tekið að leka úr bátnum. Telja þeir helst að báturinn hafi rekist utan í gaddavfrsdræsu, sem hékk utan í girðingarstaur í vatninu. En þá var orðið of seint að snúa við enda lét gúmmíbáturinn illa að stjóm svo vindlítiil. Bárast þeir undan vindinum að ísskörinni við vatnið sunnanvert og komust upp á hana. Hrópuðu þeir á hjálp og aðeins örfáum mínútum síðar barst tilkynning um atburðinn til lögreglunnar í Árbæ. Fóra lögreglumenn á stað- inn og kölluðu til piltanna að liggja kyrrir þar til hjálp bærist, að því er Júlíus Armann, lögreglu- maður, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Þurfti að sækja gúmmfbát lögreglunnar niður á aðalstöð við Hverfísgötu en síðan sigldu tveir lögreglu- mannanna út til piltanna. Þegar þeir komu að fsröndinni var krap- inn svo mikill að þeir þurftu að bijóta sér leið þar í gegn og þegar piltamir vora komnir um borð þurftu lögreglumennimir að bijóta sér leið aftur út úr íshröngl- inu. „Þá vora strákamir orðnir bæði kaldir og hraktir," sagði Júlíus, „og ekki tók betra við á leiðinni í Iand því þá var kominn talsverð- ur strekkingur svo gaf jrfír bátinn og við voram allir orðnir hund- blautir þegar komið var í land.“ Piltamir — og lögreglumenn- imir sömuleiðis — hresstust eftir að hafa farið í heitt bað og þurr fot. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Legg ekki til að kvótinn verði aukinn Arnarflug; Akvörðun um hluta- fjáraukningu í dag „Ég mun ekki leggja til aukn- ingu á þorskkvótanum fyrir þetta ár. Það er ekkert í niður- stöðum Hafrannsóknastofnunar, sem réttlætir aukningu. Auk þess hafa mjög margir ákveðið veiðar eftir sóknarmarki eftir að ákvörðun um heildarafla var tekin um áramót og það þýðir aukningu, haldi fiskurínn áfram að gefa sig,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Um áramót var lagt til að þorsk- afli ársins miðaðist við 300.000 lestir eins og fiskifræðingar lögðu til að veitt yrði, en vegna heimilda til færslu frá öðram tegundum, 10%, yfír í þorsk og mikillar aukn- ingar skipa á sóknarmarki, er talið að heildarþorskaflinn verði um 340.000 lestir að minnsta kosti. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa ekki óskað aukningar. Hafrannsóknastofnun kynnti niðurstöður sínar á stofnstærðar- mælingum á þorski fyrir ráðherra og hagsmunaaðilum í gær og taldi stofnunin ekki ástæðu til að breyta fyrri tillögum um veiðar á árinu. Heildarstærð þorskstofnsins er í ijölda físka metin nánast óbreytt frá niðurstöðum rannsókna í sept- ember á síðasta ári, en vaxandi meðalþyngd hefur hins vegar í för með sér stærri stofn í lestum talið. Veiðistofn er nú áætlaður 890.000 lestir í ársbyijun í stað 850.000 lesta við síðasta stofnmat. Talið er að árgangurinn frá 1980 sé lítið eitt stærri en áður var talið, en árgangurinn frá 1979 eitthvað lak- ari. Sjá á bls. 4 Veiðistofninn hefur vaxið um 40.000 lestir. ÞAÐ skýríst i dag hvort þeir níu aðilar sem undanfaríð hafa sýnt áhuga á að kaupa ný hlutabréf í Amarflugi fyrir a.m.k. 60 milljón- ir króna láti verða af kaupunum eða ekki, en ákvörðunarfrestur rennur út í dag. Að sögn Agnars Friðrikssonar forstióra Amarflugs eru nokkrar lík- ur á að af hlutafláraukningunni verði. Eitt þeirra skilyrða sem þessir aðilar settu fyrir hlutabréfakaupun- um var að núverandi hluthafar færðu niður eða seldu þeim hluta- bréf sín á 10% af nafnverði. Á fundi fulltrúa stærstu' hluthafa Amarflugs í gær kom fram vilji þeirra til að selja bréfín, en ekki var tekin afstaða til þess við hvaða verði þau yrðu seld. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða sat fundinn. Hann sagði að Flugleiðir hefðu fyrir sitt leyti ákveð- ið að selja bréfin, en frekari upplýs- ingar um stöðu Amarflugs þyrftu að liggja fyrir áður en afstaða yrði tekin til þess hvað raunhæft væri að fara fram á fyrir bréfin. Sagði Sigurður að á fundinum hefði komið fram svipað viðhorf hjá öðram hlut- höfum. Auk Sigurðar Helgasonar for- stjóra sátu þeir Sigurður Helgason stjómarformaður og Bjöm Theó- dórsson framkvæmdastjóri fjármála- sviðs fundinn fyrir hönd Flugleiða, en félagið á um 40% í Amarflugi. Fyrir Sambandið vora þeir Vilhjálm- ur Jónsson forstjóri Olíufélagsins hf. og Axel Gíslason aðstoðarforstjóri SIS. Tvö fyrirtæki Sambandsins, Olíustöðin í Hvalfírði og Regin hf. eiga samtals um 20% hlutabréfa Amarflugs. Fulltrúi starfsmannafé- lags Amarflugs, sem á einnig um 20% í félaginu, var Ómar Ólafsson flugstjóri. Auk þess sátu fundinn Haukur Bjömsson stjómarformaður Amarflugs, sem á um 5%, og Agnar Friðriksson forstjóri Amarflugs. Þjóðarátak gegn krabbameini: Rúmlega 20 milljónír komnar inn á mánudag „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með þennan góða árang- ur, sem hefur faríð langt fram úr þeim vonum sem menn gerðu sér í upphafi," sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjórí söfnun- arinnar „Þjóðarátak gegn krabbameini" er Morgunblaðið ræddi við hann síðdegis á mánudag. Þá voru rúmar 20 milljónir króna komnar inn í söfnuninni, og átti þó eftir bætast við. Ámi sagði að endanleg tala lægi ekki fyrir þar sem söfnunarfé úr einstökum sveitahreppum hefðu ekki borist og endanlegri talningu ekki lokið í sumum landshlutum. Á mánudag var búið að bóka um 7 milljónir úr Reykjavík, 3,3 millj- ónir frá Norðurlandi, 1,7 frá Aust- urlandi, 2,1 frá Suðurlandi, 2 millj- ónir frá Vesturlandi og 4,5 milljón- ir úr Gullbringu- og Kjósarsýslu. Auk þess hefði skrifstofunni í Reykjavík borist talsverðar fjár- hæðir og hefði enn verið að berast þangað fé á mánudag. Þá vora ótaldir gíróseðlar sem væntanlega berast næstu daga og fyrirtækja- söfnun er eftir. „Þetta hefur farið fram úr björt- ustu vonum manna," sagði Ámi. „Þeir sem vora kjarkmestir sögðu um 20 milljónir, en við voram að gæla við ná 15 milljónum. Bæði er það að tíminn var ekki vel heppilegur fyrir okkur þar sem nú er tími ferminga hér á landi, auk þess sem fólk fer mikið á skíði á þessum árstíma og margir því ekki heima um helgar. Við urðum líka varir við það á laugardaginn að fólk var að heiman í um helmingi þeirra íbúða sem við komum í. En við náðum þó þessum ótrúlega góða árangri, og ef þetta fer upp í 24 til 25 milljónir, er það um 100 krónur á mann, sem er ekki svo lítið.“ Ámi sagði að þáttakendur í söfnuninni hefðu lagt ótrúlega mikið af mörkum margir hveijir og nefndi sem dæmi 83 ára gamla konu sem var að báða dagana frá morgni til kvölds og safnaði um 70 þúsund krónum. Alls tóku um 1.700 manns þátt í starfínu við söfnunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.