Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL 19g6 Sjólastöðin byggir skip í Flekkefjord Aætlaður kostnaður um 260 milljónir króna Sjólastöðin í Hafnarfirði hefur fyrir nokkru gengið frá samn- ingum um smíði á nýjum togara í stað Sjóla, sem brann í fyrra. Nýja skipið verður nokkru stærra en Sjóli, og búið tækjum til frystingar um borð. Áætlað Hafnarfjörður: Tassilaq landaði rækju fyrir 120 milljónir króna GRÆNLENZKI rækjutogarinn Tassilaq kom til Hafnarfjarðar á sunnudag með um 450 lestir af frystri rækju. Er það mesti afli hans úr einni veiðiferð og jafn- framt verðmætasti farmur, sem landað hefur verið hérlendis, samkvæmt upplýsingum blaðs- ins, tun 120 mUljónir króna. Skipstjórinn Bo Basse Mortensen sagði í samtali við Morgunblaðið, að erfitt væri að áætla verðmæti farmsins vegna óvissu með verð, en líklega væri það um 25 milljónir danskra króna (120 milljónir ís- lenzkra). Hann sagði þessa veiði- ferð á Dohmbankann hafa tekið um 50 daga, en megnið af aflanum hefði fengizt á síðustu 14 dögunum. Fremur tregt hefði verið á þessum slóðum þar til ísinn hefði komið, en svo virtist, sem rækjan kæmi verð er 260 milljónir krona. Haraldur Jónsson, útgerðarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nýja skipið yrði byggt upp í Flekkefjord í Noregi, en þar hafa margir íslenzkir togarar verið byggðir upp. Haraldur sagði, að þetta væri skuttogari af minni gerðinni, 56,5 metrar að lengd og 12,6 á breidd. Skipt lest yrði í skip- inu, þannig að hægt verði að frysta eða kæla báðar í einu eða aðra. Þannig gæti skipið bæði verið með ísfisk og frystan fisk, enda yrði það búið tækjum til frystingar um borð. Hann sagði, að kostnaður væri áætlaður um 260 milljónir króna á gengi dagsins í dag, en ekki væri endanlega gengið frá því hvemig kaupin yrðu flármögnuð. Útgerðin hefði heimild fyrir lántöku erlendis fyrir 60% af byggingarkostnaði og sömuleiðis stæði til boða lán fyrir sama hlutfalli úr Fiskveiðasjóði. Ákvörðun um það hvor Ieiðin yrði farin, hefði enn ekki verið tekin. Hann sagði að tryggingabætur fyrir Sjóla fæm langt í að brúa hin 40%. Sjóli brann 12. júní 1985 og nýja skipið verður væntanlega afhent í marz á næsta ári, en vinna við það er þegar hafin. Haraldur sagði, að ákveðið hefði verið að gera nokkrar breytingar á skipinu frá fyrstu teikningum. Til dæmis yrði sett á það perustefni, en við tilraunir með líkan af skipinu hefði komið í ljós, að slíkt stefni myndi minnka olíu- eyðslu talsvert. Morgunblaðið/Guðmundur Oddgeirsson. Snjóbíll Flugbjörgunarsveitarinnar dregur flugvélina frá slysstað niður að lendingarstað þyrlunnar. Flak TF-ORM sótt í Ljósufjöll Stykkishólmi. FÉLAGAR úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík náðu á laugar- dag í flak Isafjarðarflugvélarinnar TF-ORM sem fórst í Ljósufjöll- um á Snæfellsnesi viku áður. Flakið var dregið með snjóbil sveit- arinnar að lendingarstað þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar tók við og flutti flakið niður á þjóðveginn í Álftafirði, þaðan sem það var flutt með vörubíl til Reykjavíkur. Björgunarmenn fengu gott veður, hér var fegursta veður, andvari og sól og tveggja stiga hiti. Flugbjörgunarsveitin fór upp snemma á laugardagsmorguninn á snjóbíl sínum, sem var eina tækið sem komst að slysstað á sínum tíma. Drógu þeir flakið í hlutum um 2 kílómetra niður hlíð- ina, að Iendingarstaðnum sem útbúinn var þegar þyrlan sótti sjúklingana um fyrri helgi. Þar gengu þeir frá strengjum í alla hluta flugvélarinnar og tók það þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, ekki nema innan við klukkustund að flytja hana niður á Veg í Álftafirði. Skrokk flugvél- arinnar lét þyrlan síga beint niður á vörubílspall og gekk það greið- lega. Verkið var búið um miðjan dag og hélt vörubíllinn þá þegar af stað með brakið til Reykjavík- ur. - Arni Morgunbladið/Ámi Helgason. Þyrla Landhelgisgæslunnar læt- ur skrokk vélarinnar síga niður á vörubílspall á þjóðveginum í Álftafirði. með honum. Tassilaq hefur nú fengið 750 lestir af rækju á Dohmbanka frá áramótum, en eftir þessa löndun fer skipið til Svalbarða og landar þeim afla í Danmörku, þar sem skipið fer í klössun. Álagningin er of lítil — segja þeir sem versla með fisk ÝMSIR kaupmenn telja að há- marksverð verðlagsyfirvalda á ýsu og þorski sé of lágt miðað við rýrnun og sölukostnað og þvi hafi ákvæði um hámarksverð ekki verið virt. Verðlagsstofnun telur að verðlagsákvæðin hafi ekki verið virt og beðið kaup- menn að bæta úr, ella verði þeir kærðir, eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag. Óskar Guðmundsson í fiskbúð- inni Sæbjörgu taldi að físksalar virtu verðlagsákvæðin, meiri hætta væri á undantekningum frá því í kjörbúðunum sem fengju fiskinn unninn hjá fisksölunum. Fiskurinn væri misjafn, til dæmis væri mikil rýmum á þessum tíma þegar neta- ýsan væri algengasta hráefnið, og freistuðust kaupmenn þá til að selja fiskinn yfír verði til að bera uppi rýmunina. Láms Einarsson Iq'ötiðnaðar- maður í Vörumarkaðnum við Eiðis- torg sagði að margir kaupmenn teldu það hámarksverð sem mönn- um væri skammtað á ýsu og þorsk of lágt. Nefndi hann sem dæmi að heildsöluverð á ýsuflökum frá fisk- sala væri nú 135 krónur, hámarks- verðið væri 155 kr. og álagningin því innan við 15%. Þegar búið væri að draga rýmunina frá dygði álagn- ingin ekki fyrir sölukostnaði. Láms sagði að kjörbúðimar keyptu físk- inn af físksölum og væri sá millilið- ur stærsta vandamálið. Dæmið liti öðmvísi út ef fiskurinn væri keyptur beint úr bátunum og unninn í versl- ununum sjálfum. Annar fiskur er undanþeginn ákvæðum um há- marksverð og er álagning á þær tegundir meiri að sögn Lámsar. Gerum ráð fynr að hagnað- ur verði um 25 millj. króna — segir Agnar Friðriksson um pílagrímaflugið fyrir Alsirmenn „VBÐ GERUM ráð fyrir 25 milljóna króna hagnaði af pílagrímaflug- inu, sem er umtalsvert fyrir ekki stærra flugfélag. Samningsupp- hæðin nemur um 300 milljónum króna og eru greisluskilmálar þeir að 15% fjárins verður innt af hendi hálfum mánuði áður en flugið hefst 19. júlí næstkomandi," sagði Agnar Friðriksson forsljóri Arnarflugs í samtali við Morgunblaðið, en Amarflug undirritaði á laugardaginn samning um flutning á 25 þúsund pílagrímum til Mekka, hinnar helgu borgar múhmameðstrúarmanna, í sumar. Agnar sagði að þessi samningur snarlækkað, eins og menn vita, og um pflagrímaflugið væri endanleg- þar með tekjur Alsírmanna. Því ur, en áætlunarflugið sem Alsír- geri ég ráð fyrir að þeir séu ekki menn buðu einnig út í haust væri reiðubúnir til að skuldbinda sig til í nokkurri óvissu. „Olíuverð hefur að leigja vélar í reglubundið áætlun- arflug, þar sem bókanir þeirra taka auðvitað mið af efnahagsástandi í landinu. Ég býst við að þeir bíði enn um sinn og sjái hvemig bókanir verða fyrir sumarið og hvort þeir geti annað áætlunarflugi með eigin vélakosti," sagði Agnar. Bæði Flug- leiðir og Amarflug buðu í áætlunar- flugið eins og pflagrímaflugið. Ymislegt hefur verið sagt • og skrifað um samningsviðræður full- trúa Amarflugs og Flugleiða í Alsír í liðinni viku. Amarflugsmena fengu samgönguráðuneytið til að senda skeyti með upplýsingum um stöðu og viðskipti félagsins, þar eð Alsírmenn höfðu rangar upplýsing- ar undir höndum, að sögn Agnars. „Þessar upplýsingar höfðu Alsír- menn eftir að þeir höfðu átt viðræð- ur við Flugleiðamenn. Hins vegar hef ég engar upplýsingar fyrir því að þær séu hafðar eftir þeim. Hafi svo verið hefur það ekki verið með vitund og vilja þeirra forráðamanna Flugleiða sem ég hef talað við,“ sagði Agnar Friðriksson. Samningnum við Flugleiðir hefur ekki verið rift — segir Signrður Helgason forstjóri og segir samninginn einskis virði verði ekki gengið að upphaflega tilboðinu „Við höfum ekki enn séð samning Amarflugs og Air Algerie hefur ekki tilkynnt okkur að þeir hafi rift þessum samningsdrögum sem undirrituð voru af Flugleiðum og Air Algerie í febrúar. En þeir hafa á síðustu vikum verið að þrýsta á okkur um að lækka verðtil- boðið. Samningur okkar er einskis virði ef ekki verður gengið að því verðtilboði sem við settum upphaflega fram. Við fljúgum til þess að hagnast á því.“ Þetta sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða er hann var spurður að því hvort ekki væri útséð með að Flugleiðir fengju samninginn við Air Algerie um leiguflug þar sem frést hefur að Amarflug hafi skrifað undir samning við félagið. Sigurður sagði að samnings- drögin sem Flugleiðamenn hefðu undir höndum væru samskonar og Flugleiðir hafi áður gert við Alsír- menn. Þar væri kveðið á um verð, skilmála, flugvélategundir og ýmis tæknileg atriði. Upphaflegt tilboð Flugleiða í leiguflugið og áætlunar- flugið hafi hljóðað upp á einn millj- arð króna og væri það 15% hærra en tilboð annarra félaga. Hann sagði að Air Algerie hafí verið búið að fá tilboð sem voru meira en 20% lægri en tilboð Flugleiða og vildi að Flugleiðir lækkuðu sig niður í sama verð. „Þetta er mjög áhættusamt flug og ef eitthvað alvarlegt gerist þarf að fljúga vélunum til Evrópu til viðgerðar. Það má því lítið út af bera til þess að við bætist mikill aukakostnaður. Við höfum verið heppnir undanfarið. Þetta hefur gengið ágætlega og við höfum haft töluvert mikið upp úr þessu flugi. Það má búast við ýmsum skakka- föllum og þá er þetta ekki besti staður í heiminum til að fá gert' við vélar. Við ákváðum að lækka hluta til- boðsins um 20%, en ekki var þó um formlega lækkun að ræða. Við nefndum þetta til þess að sjá hvaða hugmyndir væri um að ræða hjá Alsírmönnum þegar þeir höfðu undanfamar vikur þrýst á okkur að lækka verðið. En þessi 20% lækkun dugði ekki og það var enn frekari staðfesting á því um hvaða verð var verið að ræða," sagði Sigurður. Sigurður sagði að í samnings- drögunum væri verið að tala um 6-7 flugvélar og hefðu þegar verið gerðar ráðstafanir um leigu á þeim hjá öðrum flugfélögum. Gert væri ráð fyrir að flestar vélamar yrðu leigðar með áhöfn og því yrði fátt íslenskt starfsfólk um borð. Stjóm á jörðu niðri ætti hinsvegar að vera í höndum íslendinga. „Við eigum fund með Alsírmönn- um fljótlega til þess að ganga frá samningi við þá. Þá kemur endan- lega í ljós hvar við stöndum. Þá verður heildarsamningurinn rædd- ur, bæði leiguflugið og áætlunar- flugið. Við lítum svo á að málið sé ennþá opið. Við skiljum ekki alveg hvemig málin standa eftir þessar fréttir um að Amarflugsmenn séu búnir að skrifa undir samning við Air Algerie. Við viljum fá þetta beint frá Alsírmönnum hvað raun- verulega er að gerast í þessu máli. Forstjóri Air Algerie sem undirrit- aði þetta plagg sem við höfum undir höndum hefur ekki formlega til- kynnt okkur að því væri rift,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.