Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 "N --------------------------------- FLUGLEIÐIR Hluthafafundur AF ERLENDUM VETTVANGI BARBARA CROSSETTE Almennur hluthafafundur verður haldinn fimmtu- daginn 15. maí í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 15.30. Dagskrá: Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að núverandi hlutafé verði þrefaldað. Verði tillagan samþykkt breytast samþykktir fé- lagsins samkvæmt því. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins frá og með 12. maí nk. frá kl. 08.00—16.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur kl. 14.00 fundar- dag. Stjórn Flugleiða hf. Stjórnunarfélag Íslands HÁTÍÐARRÁÐSTEFNA SFÍ 25. APRÍL STJÓRNUN í FRAMTÍÐINNI Vöxtur og velgengni — Nýjar leiöir I stefnumótun: Ralph Sörenson, forstjóri Barry Wright Corporation. • Samanburöur á stjórnunarháttum f Islenskum og erlendum fyrirtækjum: Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða. • Áhrif erlendrar aöildar á stjórnun f fslenskum fyrirtækjum: Valur Valsson, bankastjóri lönaöarbanka íslands hf. • Nútfminn og stjórnun I fslenskum fyrirtækjum: Þórir Einarsson, prófessor H. í. • Breyttir stjórnunarhættir f opinberum rekstri: Magnús Pétursson, forstööumaöur Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar. • Þróun f stjórnun smáfyrirtækja: Kristinn Björnsson, forstjóri Nóa og Sfrfus. • Stjórnun Islenskra stórfyrirtækja f framtföinni: Jón Sigurösson, forstjóri íslenska járnblendifélagsins hf. • Hlutverk stjórnandans f framtföinni: Gunnar M. Hanson forstjóri IBM. • Samantekt, lokaorð: Höróur Sigurgestsson, forstjóri Eimskip hf. • Ráöstefnustjóri veröur Siguröur R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar hf. • Léttar veitingar veröa f boöi f ráöstefnulok. Timi og staður: Súlnasalur Hótels Sögu. kl. 13.30-17.30 Þátttaka tilkynnist í síma 621066 ik Stjórnunarfélag íslands Brunei: Allsnægtir vegna olíuauðs Fullu nafni heitir hann Kebawah Duli Yang Maha Mulia Paduka Seri Baginda Sultan Hassanal Bolkiah Muizzaddin Waddaulah — eða Hassanal Bolkiah soldán í Brunei. Hann er 39 ára gamall og er einvaldur í einu yngsta, minnsta en jafnframt auðugasta ríki heims. Brunei Darussalam hlaut sjálfstæði árið 1984 eftir að hafa verið breskt verndarsvæði í næstum heila öld. Landið er á norðurströnd Bomeó og er 5.790 ferkílómetrar að stærð. Ibúar Brunei Darussalam em 221.000 og er víst að hagur þeirra væri allur annar ef þar væri ekki að finna gífurlegar olíulindir. Olía fannst fyrst árið 1929 og 1965 fundust miklar gaslindir. Sökum þessa er Bmnei í hópi auðugra ríkja og á mælikvarða Asíuþjóða er landið ótrúlega ríkt. Almenningur nýtur góðs af auðn- um og lifir við allsnægtir enda em árstekjur einstaklings að meðaltali 18.000 Bandaríkjadalir eða um 720.000 ísl. krónur. Soldáninn er heldur ekki á flæðiskeri staddur. Hann býr í stærstu höll sem byggð hefur verið. I henni em hvorki fleiri né færri en 1.788 herbergi og kostaði bygging hennar 400 milljónir Bandaríkjadala. Þar er einnig bænahús soldánsins, þyrluflug- völlur og bílastæði, sem rúmar 800 bíla. Mörg þeirra em jafnan upptekin vegna þess að soldáninn safnar sportbílum. Þótt íbúar Bmnei stytti sér gjaman stundir með því að segja slúðursögur af soldáninum, vita menn lítið um hvað fer fram innan veggja konungshallarinnar. Ólýðræðislegt stjórnarfar Hins vegar er ljóst að soldáninn hefur nóg á sinni könnu. Frá því að Bmnei Damssalam — nafnið þýðir „Brunei, dvalarstaður frið- arins“ — hlaut sjálfstæði hefur soldáninn gegnt starfi forsætis-, fjármála- og innanríkisráðherra. Með þessu móti hefur hann öll völd í hendi sér. Tveir bræður hans gegna störfum utanríkis- og menningarmálaráðherra og faðir þeirra, Omar Ali Saifuddin, fyrr- um soldán, er vamarmálaráð- herra. Ekki em allir ánægðir með þessa skipan mála. Einn þeirra er Haji Abdul Latif Chuchu en hann er aðalritari „Lýðræðislega þjóðarflokksins“. Flokkur þessi er hinn eini sem má lögum sam- kvæmt starfa í Brunei. Latif Chuchu telur að almenningur eigi að hafa aukin áhrif á stefnu stjórnar soldánsins. „Þegar lýst var yfir sjálfstæði Bmnei sagði soldáninn að ríkið ýrði gmndvallað á einveldi og Múhameðstrú og að leikreglur lýðræðisins yrðu virtar," sagði Latif Chuchu nýlega í viðtali. „Þá varð mér ljóst hversu mjög skortir á að hér sé lýðræðislega stjómað," bætti hann við. Hassanal Bokiah soldán „Snemma á síðasta ári stofnuðu Latif Chuchu og 25 kaupsýslu- menn „Lýðræðislega þjóðarflokk- inn“. Síðast fóm kosningar fram í Bmnei árið 1968. í höfuðborg- inni Bandar Seri Begawan er að finna þinghús, en þar situr ekkert þing að störfum. „Soldáninn hefði tæpast leyft okkur að stofna flokkinn væri hann andvígur lýðræði,“ sagði Latif Chuchu. Hins vegar bannaði soldáninn opinbemm starfsmönn- um, sem em um 40% vinnandi manna í landinu, að taka þátt í hvers konar stjórnmálastarfsemi. „Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn" telur að heimila þurfí starfsemi fleiri stjómmálaflokka og síðan eigi að efna til kosninga. Flokkur- inn hefur hins vegar átt erfitt með að ná til almennings, sem nýtur ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntunar og lifír við alls- nægtir þrátt fyrir að olíuverð fari lækkandi. Traustur fjárhagur Fjármálasérfræðingar segja fjárhag landsins traustan vegna viturlegra íjárfestinga á síðasta áratug þegar olíuverð var í há- marki. Telja þeir að landið geti staðið af sér lækkandi olíuverð og efnahagsörðugleika í allt að tuttugu ár sökum þessa. íbúar Bmnei virðast ekki vera sérlega nýjungagjarnir. Margir hafa neitað að skipt'a á staurahús- um sínum á Bmnei-ánni og ný- tísku íbúðum í höfuðborginni. Menn nota frekar tekjur sínar til að bæta staurahúsin, sem em reist samkvæmt ævagamalli hefð. Haji Abdul Latif Chuchu telur að réttlátari skipting þjóðarauðs- ins verði að koma til. Hann segir fimmta hvem vinnandi mann í landinu búa við bág kjör. Verðlag er hátt og 90% neysluvarningsins er innfluttur. Latif Chuchu kvaðst telja mikil- vægast að ná fram breyttu hugar- fari starfsmanna hins opinbera, sem hann sagði að störfuðu ekki í þágu almennings heldur væm fyrst og fremst starfsmenn sold- ánsins. „Það er alltaf auðveldara að gera einum manni til geðs en heilli þjóð," sagði Latif Chuchu. „Við verðum að betjast fyrir rétt- indum almennings og bætta al- menna menntun." Neyðarlög „Hér hafa ekki verið starfrækt pólitísk samtök í fimmtán ár. Við emm sjálfstæð, auðug og friðsöm þjóð. Samt er enn stjórnað hér samkvæmt neyðarlögum. Þeir em margir sem hætta ekki á að skipta sér af stjómmálum," bæti Latif Chuchu við. Neyðarlög hafa verið í gildi frá árinu 1962. Þau vom sett eftir uppreisn, sem gerð var er fyrrver- andi soldán ákvað að landið skyldi gerast aðildarríki að nýstofnuðu bandalagi þjóða Malaysíu. Stjórn- arerindrekar og kaupsýslumenn segja að enn gæti nokkurrar „taugaveiklunar" hjá fjölskyldu soldánsins. íbúar Bmnei deila einnig um trúarbrögð. Öfgafullir múhameðs- trúarmenn telja nokkuð skorta á að menn fylgi fyrirmælum Spá- mannsins. í desember síðastliðn- um tókst klerkavaldinu að endur- skipuleggja hátíð sem haldin er til að minnast fæðingar Múha- meðs. Hátíð þessi hafði jafnan einkennst af mikili gleði en klerk- arnir töldu lítt við hæfi að fólk skemmti sér á þessum merkisdegi og hugðust færa hátíðahöldin í alvarlegri búning. Þegar soldán- inn komst að þessum ráðagerðum klerkanna neitaði hann að taka þátt í hátíðinni og lét skipuleggj- enduma fá það óþvegið í ávarpi, sem sjónvarpað var af þessu til- efni. Um svipað leyti sviptu sjón- varpsþulurnar í hinni ríkisreknu sjónvarpsstöð af sér slæðunum, sem konur bera gjarnan í ríkjum Múhameðstrúarmanna. „Nú þegar soldáninn hefur treyst stöðu sína má búast við breytingum og umbótum," sagði einn höfuðborgarbúa. „Altént mun klerkunum ekki takast að skapa óróa hér í landi." Höfundur er blaðamaður hjá The New York Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.