Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 22
m ■ MQ^GlJ^BpADID, ÞRipjyPAGyR l^. APiRÍL 1986 Minning: Sigurður Sigurðsson fyrrverandi landlæknir Fæddur 2. maí 1903 Dáinn 5. apíl 1986 Dr. Sigurður Sigurðsson fyrrver- andi landlæknir lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 5. apríl sl. á 83. aldursári. Sigurður fæddist á Húnsstöðum á Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 2. maí 1903. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhann Sigurðsson bóndi og kona hans Sigufbjöfg Gísladótt- ir. Sigurður hélt rhenntáýeginn eins og margir aðrir húnvetnskir bænda- synii'. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og læknaprófi frá Háskóla íslands 1929. Hann stundaði síðan fram- haldsnám aðallega í lyflæknisfræði og berklasjúkdómum í Danmörku og Þýskalandi m.a. á Charité Kran- kenhaus í Berlín fram til ársins 1934, en hlaut þá viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum. Síðan stundaði hann læknisstörf í Reykjavík m.a. á Landspítalanum og var staðgöngumaður prófessors í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla íslands um skeið. Hann var ráðinn berklayfírlæknir 6. maí 1935 að frumkvæði Vilmundar Jónssonar þáverandi landlæknis og. „kom þar réttur maður á réttan stað“. Með þeirrí ráðningu tókst hann á hendur það verk er lengst tók hug hans og hönd. Berklafaraldurinn heijaði þá sem harðast á þjóðina og þótti mörgum sem brugðið gæti til beggja vona um útbreiðslu þessa sjúkdóms. Sigurði var þó Ijóst sem ýmsum öðum að með flótta fær enginn sigur og þess vegna var hafíst handa um ákveðnari og skipulagðari vamaraðgerðir en fyrr. Engin lyf höfðu þá fundist gegn berklaveikinni og því varð að fara aðrar leiðir í baráttunni. við sjúkdóminn. í stað þess að bíða eftir því að sjúklingarnir leituðu lækna vegna sjúkdómseinkenna var skipulögð fyrsta hóprannsóknin vegna sjúk- dóms á Islandi. Til þess að vel til tækist varð að beita faraldsfræðilegum aðferðum. Megináhersla var því lögð á heil- brigðisfræðslu, góða samvinnu við almenning, nákvæma skráningu sjúkdómstilfella, eftirlit með áhættuhópum og einangrun þeirra sjúklinga sem voru smitberar. Þessi aðferð kostaði þrotlausa vinnu, löng og erfið ferðalög. Mannkostir Sig- urðar, hæfni hans til að umgangast fólk samfara traustri þekkingu á sjúkdómum skapaði honum traust og tiltrú fólks og varð hann á þess- um árum kunnur hveiju manns- barni ílandinu. Árangur þessarar hóprannsókn- ar vegna berkla á íslandi sem al- þjóð er kunn lýsti Sigurður síðan í riti sem gefíð var út sem doktorsrit- gerð 1951. Bókin er ein merkasta heimild um árangur sjúkdómavama sem rituð hefur verið á íslandi enda var hún síðar notuð sem klassísk kennslubók í faraldsfræði berkla við læknaskóla víða um heim. Nú er við eigum í höggi við skæða langvinna sjúkdóma og hættulegan smitsjúkdóm er lærdómsríkt að rifja upp þessa sögu, þar eð aðgerðir í berklavörnum urðu síðar fyrirmynd faraldsfræðilegra aðgerða gegn krabbameini og hjarta- og æðasjúk- dómum 30 árum síðar hér á landi. Sá góði árangur sem náðst hefur gegn þeim sjúkdómum hefur m.a. orðið til þess að nú leita alþjóðlegar stofnanir til íslands með ósk um samvinnu. Margt bendir til þess að sigur á þeim sjúkdómum er að framan eru nefndir náist aðeins með markvissri heilsuvernd, þ.e. heilbrigðisfræðslu og sjúkdómaleit, en sú leið krefst náinnar samvinnu við fólkið í landinu. Lögboð „að ofan“, bið eftir að sjúklingar veikist og komi á stofu og/eða til meðferðar á stofnanir, þar sem meiri hluti læknastéttar- innar berst við framangreinda sjúk- dóma á lokastigi, skilar ekki nægi- legum árangri og skal þó ekki gert lítið úr þeirri vinnu. Líklega næst þó ekki viðunandi árangur nema kennslu heilbrigðisstétta verði breytt verulega frá því sem nú er. Kennsla og rannsóknir verða að beinast mun meira en nú er að heilsuvemd og gegn heilsuspillandi umhverfisþáttum. í starfi sínu sem landlæknir og reyndar á árum áður beitti Sigurður sér fyrir uppbyggingu sjúkrahúsa. Ef skoðað er skjalasafn embættisins reyndist hann vera hvatamaður að ýmsum merkum nýjungum í þjón- ustu sjúkrahúsa. Hann var eins og þegar er komið fram mikill áhuga- maður um heilsuvernd og hafði forystu um byggingu Heilsuvernd- arstöðvarinnar í Reykjavík. í hans tíð var fyrsta heilsugæslustöðin byggð sem síðar varð fyrirmynd að heilsugæsluuppbyggingu í landinu. Lyfjamál lét hann mikið til sín taka 'og kom á tölvuskráningu eftirritun- arskyldra lyfja. Hann sat í stjórn margra stofnana, má þar nefna Manneldisráð, Læknaráð, Ríkisspít- alana, Rauða kross íslands, Al- mannavarnaráð, Þjóðskrána og Skýrsluvélar ríkisins, Hjúkrunar- skóla íslands o.fl. og átti hann þannig aðild að mótun margskonar starfsemi í landinu. Um tíma sat hann í bæjarstjóm Reykjavíkur. Sigurður starfaði mjög að heilbrigð- ismálum á alþjóðavettvangi og átti meðal annars um skeið sæti í fram- kvæmdastjórn alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Hann var kallaður til sem ráðu- nautur til erlendra heilbrigðisstofn- ana og ríkisstjóma og var heiðurs- félagi í fjölmörgum lækna- og vís- indafélögum innlendum sem erlend- um. Fyrir störf sín var Sigurður sæmdur innlendum og erlendum heiðursmerkjum. Hann ritaði marg- ar greinar um heilsuvemd, berkla og önnur læknisfræðileg málefni í innlend sem erlend læknisfræði- tímarit. Sigurður var farsæll emb- ættismaður, samviskusamur og umburðarlyndur. Hann þreifst ekki á deilum og setti niður deilur manna. Hann var fæddur diplómat. Vissulega fór hann ekki varhluta af gagnrýni eins og vænta má um mann er gegnir slíkri stöðu, því að á borð landlæknis safnast oft tor- leyst mál sem snerta einkahagi manna, störf þeirra og frama. í sumum þessara mála er engin „góð“ lausn til og flestir bera þess merki er á þeim hafa tekið. Sigurðar mun lengi verða minnst sem brautryðjanda ekki aðeins í sögu læknisfræðinnar heldur í sögu landsins fyrir mikið og fijótt starf. Sigurður var kvæntur Ragnheiði Bryndísi Ásgeirsdóttur sem lést fyrir nokkrum árum. Þeim fæddust þijár dætur, Sigrún Erla, Svan- hildur Ása og Hrafnhildur Guðrún. Ég og eiginkona mín Inga kveðj- um Sigurð og flytjum aðstandend- um samúðarkveðjur. Efbilahendur erbætturgalli: Enmerkiðstendur þótt maðurinn falli. (Þýð. Matthias Jochumsson) Ólafur Ólafsson landlæknir Ævistarfi Sigurðar Sigurðsson- ar, fyrrum berklayfirlæknis og síðar landlæknis, sem lést 5. þ.m., verða ekki gerð skil í dagblaði. Til þess þyrfti miklu lengra mál og meira rúm en þar er til umráða og miklu rækilegri heimildakönnun en við verður komið í skyndi. Því vel ég mér þann kost að minnast náins samstarfs og persónulegra kynna okkar Sigurðar og drepa á það eitt, sem mér er fastast í minm og hugstæðast. Ég vann við hlið Sigurðar öll landlæknisár hans, var fulltrúi hans að hálfu ásamt aðalstarfi mínu. Sú ráðabreytni var verk fráfarandi landlæknis, Vilmundar Jónssonar, sem þótti ekki hæfa að skila land- læknisembættinu „nöktu" í hendur eftirmanni sínum, eins og hann komst að orði, en fram til þess hafði landlæknisritari verið einn landlækni til aðstoðar. Sigurður skipti aldrei með okkur verkum, kaus heldur að við ynnum saman að hvetju máli, og þótt það kunni að hafa ódrýgt vinnutíma, urðu kynni mín af honum, skoðunum hans og verklagi miklu nánari en ella mundi. Ekki olli þetta sam- vinnuörðugleikum milli okkar, þótt við værum ekki ætíð sammála. Jafnlyndari manni og ljúfari í samstarfi hef ég ekki kynnst. Hann var ávallt maður friðar og sátta, þolinmóður með ólíkindum, óþreyt- andi sáttasemjari. Þegar í brýnu sló milli „stórvelda" á fundum, sem hann stýrði, lagði hann deilumálið orðalaust til hliðar og beið, uns til- finningaöldurnar hafði lægt. Ef til vill var málið þá tekið upp aftur, en ef það var mjög eldfimt, var því skotið til næsta fundar og öðru efni lætt að í staðinn. Þessi háttsemi tók að vísu tímann sinn, en hún veitti mönnum líka tóm til að hugsa og mun ósjaldan hafa komið í veg fyrir friðslit eða flumbruverk. Sigurður fór sér ávallt hægt, hvort sem hann var að starfi eða tók sér tómstund til rabbs, talaði hægt, vann hægt og hugsaði lengi. Hvert mál, sem á borð hans kom, hvort sem var meira eða minna háttar, lét hann hvíla um hríð, allt þurfti „meðgöngutíma", nákvæmr- ar athugunar, vandlegrar umhugs- unar. Honum var kvöl að því að skila verki, áður en nauðsynlegur undirbúningstími var út runninn. Ekki synja ég fyrir að mér kunni stöku sinnum að hafa hrokkið óþol- inmæðisorð af vör, en öllu slíku tók Sigurður af óhagganlegri stillingu og ljúfmennsku, varð ef til vill eilítið alvarlegri í bragði í svip, en jafn- sáttur eftir sem áður. Ef einhver skyldi nú draga þá ályktun af fram- ansögðu að Sigurður hafi verið skaplaus, fer sá villur vegar. Skap átti hann nóg og óhvikulan vilja, en skapið var fágætlega agað, þrauttamið, og mér kæmi mjög á óvart, ef hann hefur nokkru sinni misst stjórn á því, svo ótrúlegt sem það kann að virðast. En þó að Sigurður færi sér hægt, kynni ekki að flýta sér og brygði ekki skapi, vannst honum ekki miður en mörgum þeim, sem harð- ari eru á sprettinum. Hann var sí- vinnumaður, sem svo mætti kalla, vann á jöfnum, sígandi hraða og féll ekki verk úr hendi. Hann sat að verki, frá því er hann lauk upp augum að morgni, uns hann lagðist til hvfldar að kvöldi, og engan mun gerði hann helgra daga og virkra. Éngu að síður var Sigurður félags- lyndur, tók þátt í tilteknum félags- skap, var afbrigða mannglöggur, þekkti persónulega fjölda manna víðs vegar um landið, en einnig erlendis og hafði mikla mannheill. En ekki bitnaði þetta á afköstum hans. Samblendi hans við fólk var hinum önnum kafna manni einungis holl og nauðsynleg hressing og endurnæring. Sigurður var gæddur stálminni. Það sem hann hafði á annað borð lagt á minni, var honum tiltækt upp frá því. Hann kunni flest skólafög sín miklu betur en ég, og ég undrað- ist, þegar hann þuidi yfir mér frá- sagnir af hinum mikla Qölda berkla- sjúklinga, sem farið höfðu um læknishendur hans. Námsmaður var hann líka ágætur, lauk mjög háu læknaprófi, og komu þar vitan- lega til fleiri hæfileikar en hið mikia minni hans. Hann varð maður há- lærður í lyflæknisfræði síns tíma og aflaði sér einnig smám saman mikillar og víðtækrar þekkingar á heilbrigðismálum almennt. Vil- mundur Jónsson landlæknir renndi ekki blint í sjóinn, þegar hann gerði Sigurð að yfirmanni berklavarn- anna í landinu og taldi hann síðar sjálfkjörinn eftirmann sinn sem landlækni. Sigurður Sigurðsson var allra manna samviskusamastur, allra manna vandaðastur, allra manna sanngjarnastur, maður vammi firrt- ur. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokkn- um að málum og var fulltrúi hans í bæjarstjóm Reykjavíkur um nokk- urra ára skeið. En eiginlegur flokkspólitíkus var hann ekki í eðli sínu, og ekki hefði honum orðið það á að láta flokkspólitísk sjónarmið ráða gerðum sínum í embættisverk- um, hvað sem í boði hefði verið. Ráðríkur var hann á sinn hógværa hátt og þó án þess að binda sig einstrengingslega við eigin skoðan- ir. Hann leitaði mjög álits manna, sem hann treysti, og fór fúslega að tillögum þeirra, ef honum þóttu þær skynsamlegar eftir málavöxt- um. Hann fagnaði beinlínis gagn- rýni, sem hann vissi sprottna af góðum hug. Fyrir honum vakti það eitt að leysa hvert mál eins farsæl- lega og auðið var, hvaðan sem lausnin var mnnin, en vitanlega vissi hann að ábyrgðin hvíldi á honum einum. Nú þótt ég hafi sagt það eitt hér að framan, sem ég veit sannast og réttast, kemur mér ekki til hugar, að verk Sigurðar hafi ekki stundum verið umdeilanleg, og er það ekki tiltökumál, með því að „allt orkar tvímælis þá gert er“. Ef til vill var hann helst til tregur til að taka afdráttarlausa afstöðu, þegar um vandmeðfarin eða viðkvæm mál var fjallað, og ef til vill dró hann stund- um óþarflega lengi afgreiðslu mála — og þó er þetta líka umdeilanlegt. Ég hygg að góðvild Sigurðar og einlæg hjálpfysi hafi verið honum helsti fjötur um fót sem landlækni, svo undarlega sem það kann að hljóma. Hann tók sér mjög nærri að láta menn fara erindisleysu á fund sinn, vildi hvers manns vanda Íeysa og gerði sér að því engan mannamun. Þetta gat komið í bakseglin, því að kröfumar á hend- ur landlækni voru æði oft fjarri því að vera sanngjarnar. En hins er þá jafnskylt að geta að honum varð ekki haggað, þegar hann hafði sagt „nei“ á annað borð, hversu óljúft sem honum var það. Ekki er ætlunin að þylja hér upp hin mörgu og margvíslegu málefni, sem Sigurður þurfti að fjalla um í landlæknissætinu, og verður ein- ungis tæpt á nokkrum atriðum sem sýnishomum. Á landlæknum hefur jafnan hvílt sú kvöð að eiga frumkvæði að endumýjun á heilbrigðislöggjöf landsins. Meðan Vilmundur Jónsson sat í landlæknisembætti hafði hann endursamið eða frumsamið að kalla alla heilbrigðislöggjöfina og tók Sigurður við þeim arfí. Vitaskuld er þessu endurnýjunarstarfí aldrei lokið. Eldri lögum verður að breyta og fmmsemja verður lög um ný efnisatriði, allt í samræmi við kröfur hvers tíma. Á landlæknisárum Sig- urðar vom eftirtalin lög hin helstu, sem endursamin vom eða fmm- smíðuð og átti hann meiri eða minni hlut að þeirri smíð, ýmist með beinni þátttöku eða óbeint: læknalög, íæknaskipunarlög, sjúkrahúsalög, tannlæknalög, hjúkrunarlög, ljós- mæðralög, lög um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, lög um fávitastofnanir, lög um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, lög um hundahald og varnir gegn sullaveiki, lög um eiturefni og hættuleg efni, lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, lög um tækni- menntaðar heilbrigðisstéttir og síð- ast en ekki síst íyfsölulög, mikill bálkur fmmsaminn. Sigurður hafði margvísleg af- skipti af heilbrigðisstofnunum landsins. Heilsuverndarstöðvarnar, sem upphaflega var komið á fót til þess að annast berklavarnir, vom óskabörn hans, og hann átti sinn þátt í því, þegar þær tóku að færa út verksvið sitt. Heilsuvernd var honum einlægt áhugamál, og hann fylgdi eftir mætti fram þeirri stefnu, sem Vilmundur Jónsson hafði markað snemma á landlækn- isferli sínum. En eftir að Sigurður settist í landlæknissætið beindust afskipti hans aðallega að sjúkra- húsamálum af óhjákvæmilegri nauðsyn. Hann var formaður stjóm- arnefndar ríkisspítalanna öll land- læknisár sín og formaður bygging- arnefndar -Landspítalans frá 1961, uns hann lét af embætti. Á þeim ámm var hin mikla viðbygging Landspítalans óðum að komast í gagnið, en einnig kom til endur- skipulagning á mjög stækkaðri lóð spítalans og áætlanir um framtíðar- byggingar á henni. Þar var við risavaxið verkefni að glíma og ærinn vandi að sætta ólíkar skoðan- ir og meta nýjar hugmyndir. Ég veit að starfíð í þessari nefnd reyndi mjög á hæfni, þrek og heilsu Sig- urðar, en aldrei lét hann það á sig bíta. Eitt erfiðasta verkefni landlækn- is, a.m.k. á embættisárum Sigurðar og Vilmundar Jónssonar, var að sjá dreifbýlinu fyrir læknisþjónustu. Að vísu var landlækni þá ekki lög- skylt að leita uppi lækna til héraðs- þjónustu. Skyldunni var fullnægt, ef ráðuneyti auglýsti laus læknis- hémð, en settur eða skipaður hér- aðslæknir varð sjálfut' að ráða sér staðgengil, ef hann þurfti á að halda. Hins vegar taldi landlæknir það siðferðislega skyldu að leggja sig fram um að útvega landsbyggð- inni iækna, hvenær og af hvaða ástæðum sem þeirra var vant, og það gat krafíst ómældrar fyrir- hafnar og orðið tilefni óréttmætra, en skiljanlegra ásakana heiman úr héraði, þegar öll leit varð árangurs- laus. Orsakir þessara vandkvæða verða ekki raktar hér, aðeins skal bent á það, að hin mikla fjölgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.