Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL1986 23 læknismenntaðra manna á undan- förnum árum var ekki farin að hafa veruleg áhrif á landlæknisárum Sigurðar. Á embættisárum hans var landinu skipt í 57 læknishéruð, og sat einn héraðslæknir í hverju. Læknar þessir voru í senn heil- brigðisyfírvald og heimilislæknar héraðsbúa. Við þessa lækna átti Sigurður mikil og góð samskipti með heimsóknum, bréfaskiptum og ekki síst símtölum. Varði hann miklum tíma til að leysa úr vanda- málum þeirra, svara fyrirspurnum, gefa út fyrirmæli og veita þeim ýmsa fyrirgreiðslu. Allt frá því er Sigurður Sigurðs- son hóf berklavarnarstarfsemi sína stóð hann í fylkingarbrjósti þeirra manna, sem mestan skerf lögðu til heilbrigðismála landsmanna, og hann átti sæti í fjölda nefnda og ráða, er um heilbrigðismál fjölluðu. Hann hefur reist sér óbrotgjarnan minnisvarða í heilbrigðismálasögu þjóðarinnar og skipar virðulegan sess við hlið fyrri landlækna. Eg votta hinum látnu landlæknis- hjonum, Sigurði Sigurðssyni og Bryndísi Ásgeirsdóttur, virðingu og þakklæti. Dætrunum þremur, Sig- rúnu, Svanhildi og Guðrúnu, mök- um þeirra og börnum sendi ég samúðarkveðjur okkar hjóna. Benedikt Tóinasson Við fráfall tengdaföður okkar, Sigurðar Sigurðssonar, er margs að minnast. Framarlega stendur mynd hins mikilhæfa, farsæla manns, sem vann þjóð sinni stór- virki og skilaði löngum, erilsömum vinnudegi af fágætri trúmennsku. Okkur eru þó efst í huga minningar um fjölskylduföðurinn, félagann, vininn. Sigurður Sigurðsson vann störf sín af ótrúlegri kostgæfni og sam- viskusemi. Af þeim sökum hlóðst á hann ijöldi tímafrekra trúnaðar- starfa. Eigi að síður virtist hann alltaf hafa tíma til að sinna fjöl- skyldu sinni. Þau hjónin voru ákaf- lega samhent og lögðu mikla alúð við uppeldi dætranna þriggja. Sú umhyggja dvínaði ekki þótt ungarn- ir flygju úr hreiðri og barnabörnin nutu ástar afa og ömmu í ríkum mæli. Það var ekki vandalaust að vera tengdasonur Sigurðar Sigurðsson- ar. Sterkur persónuleiki hans stóð að baki dótturinni vakandi yfir velferð hennar — þegjandi hvatning til að reynast henni vel. Síðar lærð- ist að elska manninn og meta sem vin, góðan félaga og vitran ráð- gjafa. Þeim duldist mörgum, sem kynntust hinum alvarlega, ná- kvæma og samviskusama embætt- ismanni, að bakvið það viðmót leyndist viðkvæmur maður fullur ástríkis, sem átti ómælda blíðu ást- vinum sínum til handa. Glaðværð hans og græskulaus stríðni á góðum stundum hefði sjálfsagt einnig komið ýmsum á óvart. Sigurður var listelskur maður og þróaði með sér næman smekk fyrir myndlist og tónlist. Myndir Ásgríms og Kjarvals prýddu heimili hans, enda var Sigurður góðvinur þeirra listamanna beggja. Tónlistarsmekk sinn ræktaði Sigurður af alúð og er trúlegt, að Bryndís, kona hans hafi átt þar hlut að máli enda hafði hún góða tónlistargáfu og var ágætur píanóleikari. Einkum voru það hinir klassísku jöfrar Bach, Mozart og Beethoven, sem áttu uppá pallborðið hjá Sigurði. Hann var einn hvatamanna að stofnun Sinfóníuhljómsveitar íslands og sótti tónleika hennar frá upphafi svo lengi sem hann gat. Um alllangt árabil sat hann í stjórn Tónlistar- skólans í Reykjavík. Bókmenntaáhugi Sigurðar var mikill og ber gott bókasafn hans þeim áhuga vitni. Einkum las hann bækur og tímarit er lutu að sögu og háttum lands og þjóðar. Sigurður var sjóður af fróðleik og miðlaði honum gjarnan til annarra. Sögu- maður var hann góður og sagði ítar- lega og skipulega frá. Að sögn þeirra læknanema, sem nutu tíma- bundinnar kennslu hans, var hann afbragðskennari. Ást Sigurðar á heimahögunum í Húnaþingi dvfnaði aldroi Hann hafði unun af heimsóknum þangað til að hitta frændfólk sitt, reika um æskustöðvarnar eða renna í Laxá á Ásum. Slíkar heimsóknir urðu því miður allt of fáar sakir annríkis hans. Það var gaman að fylgja Sigurði í slíkum ferðum. Hann varð sem ungur á ný og miðlaði þrotlaust af fróðleik sínum um héraðið og íbúa þess. Sumarbústaður þeirra hjóna í Laugarási í Biskupstungum var þeim mikill yndisauki, einkum meðan dæturnar voru enn á barns- aldri. Eftir alllangt hlé var þráður- inn tekinn upp að nýu, bústaðurinn stækkaður og búið í haginn fyrir stækkandi fjölskyldu. Vaxandi veikindi Bryndísar og ófyrirsjáanleg óhöpp tóku síðar fyrir drauma Sigurðar um þennan sælureit fjöl- skyldunnar, sem öll saknar Ijúfra stunda í Laugarási. Sigurður fór nokkuð dult með afstöðu sína til trúmála. Hann var fús til að ræða þau mál, þegar til- efni gafst til, og þá kom í ljós rökhyggja hins vísindalega mennt- aða manns, sem gerir skýran grein- armun á trú og þeirri þekkingu, sem aflað verður með aðferðum raun- vísinda. En einlægur trúmaður var hann engu að síður. Trú hans birtist ekki síst í lotningu fyrir lífinu, alvöru þess og ábyrgð, og í mikil- vægi þess, að menn virði í hvívetna þau lögmál, sem skapari lífsins hefur sett. Siðgæðislögmál krist- innar trúar var honum þannig sem óskrifuð lög. í trúarefnum bar Sigurður fagurt vitni þeirri trú, sem birtist í því fyrst og fremst, „að gjöra vilja föður míns, sem er á himnum". { víngarði drottins eijaði hann langan starfsdag af stakri trúmennsku við Guð og menn. Þegar nú leiðir skilja, þá er efst í huga þakklæti til þeirra hjóna, Sigurðar og Bryndísar, fyrir ástríki þeirra og göfuglyndi. Lífsferill þeirra var blessaður af góðum Guði, og frá þeim streymdi blessun í rík- um mæli til ættingja og vina, en einnig til fjölmargra vandalausra. Þökk sé Guði. Björn Björnsson, Páll Ásmundsson. Hann afi er dáinn. Það er skrítið til þess að hugsa. Við afi vorum góðir vinir. Það eru fáir sem ég hef virt jafnmikils og hann. Hann var mjög ákveðinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það sem honum þótti rétt að gera fram- kvæmdi hann án nokkurs hiks. Afi var mjög fróður. Það var næstum sama hvar var borið niður, alltaf hafði hann svo mikið til málanna að leggja. Betri leiðsögumenn var ekki hægt að hugsa sér á ferðalög- um. Auk örnefna og bæjanafna kunni hann ógrynnin öll af sögum og hafði sjálfur ferðast svo mikið á sínum starfsferli. Afi var mjög barngóður. Hann vildi alltaf allt fyrir okkur barna- börnin gera og var mjög umhugað um allt það sem okkur varðaði. Ég Framh. á bls. 50. “tT* ■-ateá.............. \ STOR- AFMÆU Afmælisnefnd Reykjavíkur hefur gefið út vandaða minnispeninga í tilefni 200 ára afmælisins. Þetta er falleg slátta í sterlingsilfur og kopar. í vandaðri öskju, ein sér eða báðar saman. Minnispeningamir eru eigulegir gripir, tilval- in gjöf. Til vina, kunningja eða einfaldlega til þinnar eigin eigu. Framleiðandi minnispeninganna er ísspor hf. Um er að ræða takmarkað upplag. Útsölustaðir: Bankar, sparisjóðir og minja- gripaverslanir. Þvermál: 5cm. Þykkt: 5mm. Viðmiðunarþyngd: 90 gr. Hönnuður: Tryggvi T. Tryggvason. Afmælisnefnd Reykjavíkur Verð: Sterlingsilfurpeningur í öskju kr. 2.750,- Koparpeningur í öskju kr. 950,- Settið í öskju kr. 3.500,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.