Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL1986 59 2 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS h' Bingó — Bingó Nú mæta allir í bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30. Bifreið íaðalvinning Vinningar og verð á spjöldum í öðrum umferðum óbreytt. Mætum stundvíslega. Stjórnin. 0»^ S£i Þessir hringdu . . . Sömu flugskilyrði Áhug-amaður hringdi: Mig langar að varpa fram þeirri spumingu hvort sömu flugskilyrði hafi verið á hafinu úti fyrir Snæfellsnesi og í Ljósu- fjöllum, þegar slysið varð þar 5. apríl síðastliðinn. Fagmannlegir útvarpsþættir Útvarpshlustendur eru jafnan óragir við að gagnrýna það, sem ekki fellur í þeirra smekk, í dag- skrá útvarpsins en aftur á móti vill oftast gleymast að nefna og þakka fyrir það sem vel er gert. Þess vegna sé ég ástæðu til að stinga niður penna og þakka fyrir þætti í dagskránni sem ég tel hafi verið mjög áhugaverðir og vel undirbúnir. Fyrst vil ég nefna þætti Hjartar Pálssonar um Passíusálmana og Hallgrím Pétursson sem fluttir voru á föstunni. Eins og útvarpshlust- endur vita þá er Hjörtur Pálsson einn af okkar fjölhæfustu og bestu útvarpsmönnum og frábær upples- Einkennilegur frétta- flutningur af launakjörum Það virðist vera talsvert ein- kennilegur fréttaflutningur í ríkis- fjölmiðlunum varðandi launakjörin. Þar er stundum sagt frá sjómönn- um, sem hafi svo og svo miklar tekjur á skömmum tíma, t.d. einn og einn „túr“. Þar er ekki tekið nokkurt tillit til lengdar vinnutím- ans né annars álags. Aftur á móti er svo sagt frá opinberum starfs- mönnum, svo sem kennurum og lögreglumönnum. Þar er því haldið fram að launin séu svo lítil að þau séu um það bil 20 þúsund krónur á mánuði. Þama er ekkert sagt frá yfirvinnu, vaktaálagi, fríum né ýmsum öðrum hlunnindum. Þama virðist því um meiriháttar blekkingu að ræða. Það kom einnig fram í sjálfu útvarpinu að meðallaun lög- reglumanna væru um sextíu þúsund á mánuði eða meira. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um hversu há laun kennara eru þegar allt er fram talið eins og hjá sjómönnum og að þar sé ekkert undandregið, hvorki jóla-, páska- eða sumarfrí né neitt annað er til hlunninda má telja. Það getur varla verið annað en sann- gjöm krafa að ríkisfjölmiðlarnir láti jafnt yfir alla ganga á þessu sviði sem öðrum. Sök sér er þótt ríkis- styrkt dagblöð vandi ekki málflutn- inginn að sama skapi enda ekki starfrækt til þeirra htuta. Landsmaður ari. í þáttum sínum um Pássíu- sálmana leitaði hann víða fanga og ræddi við marga þekkta fræðimenn. Öll samantekt og framsetning þess- ara þátta var mjög skilmerkileg og fræðandi og vona ég að þættimir verði endurteknir síðar og þá auð- vitað á föstunni. Þá vil ég nefna þættina um Oddrúnarmál, sem fluttir voru í febrúar og mars sl. Þetta sérkenni- lega mál varð í höndum flytjenda mjög spennandi og ánugavert, þar sem leikarar bæði lásu og léku, en Hjörtur Pálsson var sögumaður og tengdi efnið saman. Klemenz Jóns- son leikari hefur samið handritið og stjómaði upptöku. Þjóðleg tón- list var leikin milli atriða og féll vel að þessu sérstæða efni. Þessir þættir voru allir mjög fagmannlega unnir. Ég vænti þess fastlega að þeir verði endurteknir og þá sér- staklega vegna þess, að á sama tíma og þeir voru fluttir á sunnu- dögum var útvarpað á rás 2 frá heimsmeistarakeppninni í hand- bolta. Hafa eflaust margir, fyrir þær sakir, misst af einum eða fleiri þáttum Oddrúnarmála. Sigurður Jónsson Ekki verra orðbragð en í öðrum leikhúsum Kæri Velvakandi. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er sú að ég sá bréf frá Jórunni í Morgunblaðinu föstudaginn 4. apríl, þar sem hún fór ófögrum orðum um sýningu lcikhúss unga fólksins á Myrkri eftir Frederik Knott. Ég dreif mig eitt kvöldið á sýn- ingu hjá þeim og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Að mínu mati var þetta alveg stórkostlegt hjá þeim. Jórunn kvartaði yfir slæmu orð- bragði en ég varð ekki vör við verra orðbragð en maður heyrir í öðrum leikhúsum borgarinnar. Einnig fannst henni leikritið hrollvekja og auglýsingin ósmekkleg. Jórunn hlaut að sjá á auglýsingunni að þetta væri ekki beinlínis bamaleik- rit og mér fínnst auglýsingin bara góð. þar sem tekið er fram að leik- ritið er ekki við hæfí barna þá átti hún ekki að taka 8 ára son sinn með sér. Mér finnst að allir ættu endilega að drífa sig á þessa stórkostlegu sýningu, því leikfélagið „Veit mamma hvað ég vil“ er afskaplega efnilegt og á réttri braut. Anna Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.