Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Stærsti kvennaflokkurinn Öryggismál á Noregshafi: Tekst að halda spennu í lágrm Slök útkoma kvenna í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjómarkosning- anna í vor hefur að vonum vakið upp umræður innan og utan Sjálfstæðisflokksins um hlut kvenna í þessum stærsta stjórn- málaflokki þjóðarinnar. Þær hafa ekki sízt orðið í hópi sjálfstæðis- kvenna, sem að vonum leita skýr- inga á þessum niðurstöðum. Nýj- asta skoðanakönnun Hagvangs gefur sjálfstæðismönnum einnig tilefni til þess að huga vel að þætti kvenna í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Þessi könnun sýnir mun minna fylgi Sjálfstæðis- flokksins meðal kvenna en karla og verður forystusveit Sjálfstæð- isflokksins óhjákvæmilega veru- legt íhugunarefni. Auðvitað þýðir ekkert að deila við dómarann. Svo mikil þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, að tæpast er hægt að segja, að þar hafi fámennur hópur fólks átt hlut að máli. Hvað sem menn segja um skoðanakannanir dylst engum að þær gefa a.m.k. vísbendingu um, hvert straumarnir liggja. En niðurstaðan í prófkjörinu og skoðanakönnun Hagvangs er þeim mun merkilegri vegna þess, að staðreynd er, að enginn stjórn- málaflokkur hefur sýnt konum jafn mikinn trúnað og Sjálfstæð- isflokkurinn hefur gert. Fyrsta konan, sem kjörin var á þing, var einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins. Fyrsta kon- an, sem gegndi embætti borgar- stjóra í Reykjavík, var úr Sjálf- stæðisflokki. Sömuleiðs fyrsta konan sem gengdi ráðherraemb- ætti. Sjálfstæðiskona skipar í dag embætti heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Sjálfstæðiskona er forseti efri deildar Alþingis. Enginn vinstri flokkanna hefur sýnt konum sambærilegan trúnað og Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur sýnt í verki vilja til jafnræðis kynjanna. Áhrif kvenna í stjórnun borgarinnar eru veruleg. í fréttaskýringu, sem birtist í Morgunblaðinu í síð- ustu vikum var m.a. bent á eftir- farandi í þessu sambandi: I borgarráði, sem vegur þyngst valdastofnana í Reykjavík og fer með framkvæmdastjórn málefna borgarinnar, eru fimm fulltrúar. Tveir af þrem fulltrúm Sjálfstæð- isflokksins eru konur. Engin kona á sæti í borgarráði af hálfu minnihlutaflokkanna. Konur úr röðum aðal- og vara- borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins hafa á hendi formennsku í mörgum veigamiklum ráðum og stjórnum borgarkerfisins. Þær gegna formennsku í félagsmála- ráði, hafnarstjóm, heilbrigðis- ráði, umhverfismálaráði, stjórn Borgarbókasafns, stjórn dagvista og stjóm Bláfjallafólkvangs. Fundir borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, sem hefur á hendi stefnumarkandi umfjöllun í borgarmálum, sækja bæði aðal- og varaborgarfulltrúar. Það vinnulag styrkir stöðu kvenna í borgarstjórnarflokknum. Hlutur kvenna í sveitarstjóm- ar- og þjóðmálum hefur farið vaxandi og þarf enn að eflast. Hinsvegar fer afstaða fólks til meginstefna í stjórnmálum ekki eftir kynjum. Kona, sem hefur borgaraleg viðhorf, er ekki sjálfri sér samkvæm, ef hún greiðir byltingarsinnuðum marxista at- kvæði, svo dæmi sé tekið, á þeirri einu forsendu að kona eigi í hlut. Konur sem karlar hljóta að fylgja fram stjórnmálalegri sannfær- ingu sinni þegar gengið er að kjörborði. Það gildir heldur ekki sama máli um sveitarstjórnarkosningar og þingkosningar. í sveitarstjóm- arkosningum vega sérmál við: komandi sveitarfélags þyngst. í þeim kosningum er fólk að leggja línur bæði um stefnumörkun í bæjar- eða borgarmálum til næstu fjögurra ára og ekki síður um vinnulag við heimastjómun viðkomandi byggðarlags. Reykvíkingar hafa til dæmis samanburð í vinnulagi og vinnu- árangri borgarstjómar næstliðið kjörtímabil, þegar vinstri flokkar fóm hér með völd „sællar minn- ingar“, og markvissri stjómun sjálfstæðismanna á líðandi kjör- tímabili. Kjósendur svara þeirri spurningu, framar öðru, er þeir ganga að kjörborði í næsta mán- uði, hvort þeir vilja hverfa aftur til þess vinnulags er hér ríkti 1978-1982, eða styrkja þá borg- armálastjórn, sem nú ræður ferð. Þegar litið er til fenginnar reynslu af vinnubrögðum sjálf- stæðismanna í meirihluta borgar- stjórnar er ljóst, að þær konur, sem skipa borgarstjórnarlistann og em fjölmargar, þótt einungis ein kona sé í átta efstu sætum listans, munu gegna mikilvægum störfum á vegum borgarstjórnar á næsta kjörtímabili alveg eins og á því, sem nú er að ljúka. Hlutur kvenna í atvinnulífinu og raunar á öllum sviðum þjóðlífsins er fyrir löngu orðinn svo mikill, að það er meira en tímabært að sú staðreynd endurspeglist með eðlilegum hætti í sveitarstjómum og á Álþingi. eftirBjörn Bjarnason Allir, sem huga að sjóhernaði og flotastefnu, beina athyglinni sérstaklega að vexti og mætti sovéska flotans. Á Kola-skaga eru ekki aðeins bækistöðvar fyrir langöflugasta flota Sovét- manna — heldur einnig fyrir tvo þriðju hluta af langdrægum eld- flaugum Sovétmanna um borð í kafbátum. Árásarkafbátar í sov- éska Norðurflotanum eru alvar- leg ógn við lífsnauðsynlegar siglingaleiðir NATO yfir Átlants- haf til ríkjanna í Vestur-Evrópu, þeirra á meðal Noregs. Og það er jafnt og þétt unnið að því að auka sóknarmátt Norðurflotans. Hér hefur verið vitnað í ræðu, sem Káre Willoch, forsætisráð- herra Noregs, flutti um öryggis- mál lands síns mánudaginn 7. apríl. Norðmenn meta stöðuna þannig, að sovéska flotanum sé ekki sér- staklega beint gegn sér heldur eigi hann að þjóna sovéskum stórveldis- draumum um heim allan. En Willoch benti á, að sagan sýni, að þjóðir geti auðveldlega notað hern- aðarmátt sinn með öðrum hætti en talið hafi verið líklegt. Með hliðsjón af auknum umsvifum Sovétmanna hafa Norðmenn því gripið til ýmissa ráðstafana hin síðari ár, er auðvelda flutning á liðsauka frá Bandaríkjun- um, Kanada og Bretlandi til lands- ins á hættutímum. Og nú er það yfirlýst stefna norsku stjórnarinnar að hvetja öflug flotaveldi í hópi NATO-ríkja til þess að láta meira til sín taka á Noregshafí, þ.e. haf- svæðinu fyrir austan og norðan ís- land. Um þetta sagði Willoch í fyrr- greindri ræðu, að norska ríkis- stjórnin teldi það skref í rétta átt, að ýmsir bandamenn innan NATO vildu með flotum sínum láta í ljós vilja og getu til að staðfesta að bandalagið hefði öryggishagsmuna að gæta á Noregshafi. „Þetta er ekki andstætt þeirri stefnu Nor- egs,“ sagði forsætisráðherrann, “að stuðla að stöðugleika, öryggi og ró á norðurslóðum, þvert á móti. Til þess að h^lda spennu í lágmarki er nauðsynlegt að viðhalda jafnvægi „Hver einstaklingur, þótl sé, verður að fá að velja s Spjallað við Alfreð Dam félagsráðgjafa frá Stórstraumsamti í Danmörku „KJARNI tnálsins er að hug- myndafræðin í sambandi við fatlaða hefur breytzt á undan- förnum árum. Það er ekki lengur talin rétt lausn að setja fólk á stofnun, reynt er að efna til smærri sambýliseininga og við höfum almennt unnið eftir þeirri stefnu að hver einstaklingur fái notið sín — hversu þroskaheftur eða fatlaður sem hann er. Því að í hverjum einasta manni býr meira en hann nýtir og því er alveg sérstaklega' mikilvægt að reyna að nýta þetta sem fram að þessu hefur verið minni gaum- ur gefinn, hjá fötluðum." Þetta sagði Alfreð Dam, fram- kvæmdastjóri félags og heilbrigðis- deildar í Stórstraumsamti í Dan- mörku. Hann var hér í boði Félags- málaráðuneytisins og Þroskahjálp- ar. Alfreð Dam skoðaði hér ýmis sambýli fatlaðra og þroskaheftra og stofnanir og kynnti einnig hvað væri að gerast og hvað væri á döfinni í þessum málum í Dan- mörku. Hann sagði í stuttu spjalli við Morgunblaðið að það hlyti að vera æskilegt hveiju samfélagi, ekki sízt í fámenm eins og a íslandi að kraftar hvers fengju að njóta sín og þótt allar skipulags- og fyrir- komulagsbreytingar kostuðu pen- inga hlyti það að skila sér aftur í ánægðari og nýtari þegnum. — Sú kenning hefur orðið ofan á að menn eigi að lifa — ekki bara vera lifandi. í mínum huga þýðir það einfaldlega að við eigum ekki að láta duga að búa til snotra umgjörð, svo sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.