Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 21
MQRGUNBLAÐIB, ÞRIÐJUDAQUR KkA*>Rfcli9a6 Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Starfshópur kann- ar öryg'gi við geymslu ammoníaks Félagsmálaráðherra hefur sett á laggimar starfshóp sam- kvæmt tillögu Vinnueftirlits rík- isins, sem fjalla á um öryggi við geymsiu ammoníaks hjá Aburð- arverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Starfshópinn skipa Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftir- lits ríksins, sem er formaður, Þórður Þorbjamarson borgarverkfræðing- ur, Guðjón Petersen forstöðumaður Almannavama ríkisins, Ólafur Pét- ursson forstöðumaður mengunar- vama Hollustuvemdar ríkisins og Runólfur Þórðarson framkvæmda- stjóri tæknisviðs Áburðarverksmiðj- unnar. Eyjólfur Sæmundsson formaður starfshópsins sagði í samtali við Morgunblaðið að mikið magn af ammoníaki væri geymt hjá Aburð- arverksmiðjunni. Hann sagði að það hefði þótt rétt að kanna þetta mál út frá fyrirbyggjandi sjónarmiði. Nú orðið væm menn almennt mun meira vakandi yfír því að gera ýmsar fyrirbyggjandi ráðstafanir við geymslu og meðferð hættulegra efna. Eyjólfur sagði að erfítt væri að segja til um hvenær niðurstöður fengjust úr athugunum sem gerðar verða á vegum starfshópsins, en búast má við að ýmar athuganir geti tekið nokkuð langan tíma. Fjármálaráðherra: Athugar lækkun tolla á aðföngum til garðyrkju SAMKOMULAG hefur orðið á milli Þorsteins Pálssonar fjár- málaráðherra og forystumanna garðyrkjubænda að setja á stofn nefnd til að kanna möguleika á niðurfellmgu tolla á rekstrarvör- um garðyrkjunnar. Fjármálaráðherra sagði að for- ystumenn Sambands garðyrkju- bænda hefðu nýlega komið á sinn fund til að ræða stöðu garðyrkjunn- ar og í framhaldi af þeim fundi hefði verið ákveðið að setja niður nefnd beggja aðila til að kanna tollamálin. Nefndinni væri ætlað að athuga möguleika á niðurfellingu tolla á Qárfestinga- og rekstrarvör- um, til að koma til móts við innlendu framleiðsluna í framhaldi af tolla- lækkunum á innfluttu grænmeti. Nefndin á að hafa hliðsjón að þeim tollaívilnunum sem aðrar atvinnu- greinar hafa fengið og skila tillög- um til úrbóta. Pölarlax* Morgunblaðið/Arnór Milljón seiða stöð rís af grunni Miklar framkvæmdir standa nú yfír í fískeldisstöð Pólarlax í Straumsvík, en þar er verið að reisa 2300 fermetra skála fyrir eldisker. Húsið sem fyrir er er um 700 fermetrar og er hér því um að ræða rúmlega þreföldun á húsnæði stöðvarinnar. Eftir stækkunina er gert ráð fyrir að stöðin stækki úr 300 þúsund seiða stöð í milljón seiða stöð. Pegar þú greiðir með tékka, fyrir vöru eða veitta þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jafngildir það ábyrgðarskírteini frá viðskiptabankanum eða spari- sjóðnum þínum, sem ábyrgist innstæðu tékkans að ákveðinni hámarksupphæð og tryggir þannig viðtakandanum innlausn hans. Viðskiptineiga sér þannig stað að um leið og þú afhendir tékkann, sýnirðu Bankakortið og viðtakandinn skráir númer kortsins á hann. Þannig er Bankakortið þitt tákn um trausta viðskiptahætti. Hafðu Bankakortið því ávallt handbært. Bankakortið - nauðsynlegt í nútímaviðskiptum Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. , AUK hf. X2.1/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.