Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDÁGUR 15. APRÍL1986 Verkamenn hjá Hafnarfjarðarbæ: Allir fá des- emberuppbótina EINU orði var ofaukið i frétt af kröfugerð Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði á bls. 2 í blaðinu sl. föstudag, 11. apríl, þar sem sagði frá ósk félagsins um viðræður við bæjaryfirvöld um svonefnt „Bolungarvikur- samkomulag". Þetta eina orð, „ekki“, gjörbreytti merkingu málsgreinarinnar. Þar sagði að ekkihefði tekist að ná samkomulagi um lækkun aidurs- marks fyrir desemberuppbót. Þetta er rangt - samkomulag tókst um að lækka aldursmarkið, þannig að nú njóta allir verkamenn hjá Hafn- arfjarðarbæ desemberuppbótar. Hún nemur 35% af mánaðarlaunum í 18. launaflokki. Eftir fímmtán ára starf hækkar uppbótin um 1% ár- lega, þannig að eftir 20 ára starf er desemberuppbót verkamanna hjá Hafnarfjarðarbæ 40% af áður- nefndum mánaðarlaunum. Sólberg seldi í Cuxhaven SÓLBERG ÓF seldi í Cuxhaven á mánudag. Verð var heldur í lægri kantinum, en mikið fisk- framboð hefur verið i Þýzka- landi að undanfömu. Sólbergið seldi alls 195,2 lestir, mestmegnis karfa. Heildarverð var 6.440.900 krónur, meðalverð 32,99. Selfoss: Listi Alþýðuf lokksins við bæj ar stj órnarkosning*arnar Selfossi: Alþýðuflokksfélag Selfoss býður fram A-Iistann til bæjar- stjómarkosninganna á Selfossi í vor. Listinn er þannig skipaður: 1. Steingrímur Ingvarsson verk- fræðingur, 2. Eygló Lilja Gránz bankaritari, 3. Sigutjón Bergsson rafeindavirki, 4. Katrín Bjama- dóttir hárgreiðslukona, 5. Júlíus Hólm Baldvinsson sölumaður, 6. Erla Eyjólfsdóttir póstmaður, 7. Sigurður Guðjónsson pípulagn- ingamaður, 8. Asgrímur Kristó- fersson verkamaður, 9. Sigríður A. Jónsdóttir húsmóðir, 10. Heiðar Snær Engilbertsson mælingamður, 11. Laufey Kjartansdóttir skrif- stofumaður, 12. Jakobína Óskars- dóttir meðferðarf., 13. Sigríður Bergsteinsdóttir nemi, 14. Hreinn Erlendsson verkamaður, 15. Sigur- björg Gísladóttir afgreiðslumaður, 16. Jón I. Sigurmundsson yfír- kennari, 17. Jónas Magnússon framkvæmdastjóri, 18. Guðmund- ur Jónsson skósmiður. Alþýðuflokkurinn á einn fulltrúa í núverandi bæjarstjóm, Steingrím Ingvarsson verkfræðing, sem skip- ar efsta sæti listans. Sicr. Jóns. Iðnaðarráðherra á fundum erlendis Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við að koma „slösuðum** fyrir á slysstöðum og flytja björgun- armenn. Umfangsmikil björgnnaræfing í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum: Um 250 manns unnu að björgun 140 slasaðra UM 400 manns af suðvestur horni landsins tóku þátt i björg- unaræfingu á vegum Landsam- bands hjálparsveita skáta í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum um síðustu helgi. Hjálparsveit skáta í Kópavogi stjórnaði æf- ingunni, sem er einhver um- fangsmesta björgunaræfing sem efnt hefur verið til á landinu. Æfingin hófst á miðnætti á föstudagskvöld með því að verk- efnum var útdeilt til björgunar- sveita og „sjúklinga". Klukkan sex að morgni laugardags hófust svo sjálfar björgunaræfíngamar. Slys höfðu þá verið sviðsett á tæplega 30 stöðum í sýslunum tveimur með þátttöku um 50 „sjúklinga". Björgunarmönnum var skipt í 20 manna hópa sem ferðuðust milli „slysstaða" eftir fyrirfram ákveðinni leið. Að sögn Jóns Grétars Sigurðssonar for- manns Hjálparsveitar skáta í Kópavogi tókst æfingin í alla staði mjög vel. „Verkefnin voru mjög íjölbreytt, enda var hugmyndin að æfa björgun við allar möguleg- ar aðstæður, í byggð, fjalllendi og ám,“ sagði hann. Á sunnudeginum var sett á svið á svið stórslys á um það bil 7 ferkflómetra svæði í Varma- landi. Jón Grétar sagði að reynt hefði verið að líkja eftir mann- skæðum jarðskjálfta. Tæplega 140 manns lágu í valnum, og unnu um 250 manns við björgun þeirra. Jón Grétar sagði að skyndihjálpin hefði komið mjög vel út úr æfíngunni. Gefín var einkunn samkvæmt sérstöku kerfí og hlaut skyndihjálpin 4,8 stig af 6 mögulegum. -* m Morgunblaðið/Kristmn Ulatsson Um 140 manns léku slasað fólk f Varmalandi sl. sunnudag. Á myndinni má sjá björgunarmenn flytja einn „sjúklinginn“ til byggða. ALBERT Guðmundsson iðnaðar- ráðherra er um þessar mundir í Norræna húsið: Sænska grafík- sýningin framlengd SÝNINGIN á sænskri grafík, sem staðið hefur yfir í anddyri Norræna hússins, hefur verið framlengd um eina viku og lýkur sunnudaginn 20. april næstkom- andi. Á sýningunni sýna 8 grafíklista- menn, Lisa Andrén, Urban Engs- tröm Ragnar von Holten, Sven-Erik Johansson, Franco Leidi, Stefan Sjöberg, Jukka Vánttinen og Gösta Gierow. Á sýningunni eru 30 verk, unnin með mismunandi tækni og gefa góða mynd af sænskri nútíma- grafík að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Norræna húsinu. erindum ríkisstjórnarinnar er- lendis að beiðni viðskiptaráð- herra, sem gegnir formennsku í ráðgjafarnefnd EFTA á fyrri- hluta þessa árs. Fundur ráðgjafarnefndarinnar var haldinn í Genf dagana 8. og 9. apríl. Sendinefnd íslands fór utan sunnudaginn 6. apríl. Nefndina skipa Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra, formaður, Olafur Davíðs- son frá Félagi íslenskra iðnrekenda, Finnur Geirsson frá Verslunarráði íslands, Guðmundur Garðarsson frá Alþýðusambandi íslands, Magn- ús Gunnarsson frá Vinnuveitenda- sambandi íslands og Sveinn Bjöms- son frá viðskiptaráðuneytinu. Efni fundarins var um stöðu til- tekinna þátta samstarfsins innan EFTA og samstarfs EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið auk almenn- ra fundarstarfa. Albert Guðmunds- son iðnaðarráðherra stjómaði fund- um ráðgjafamefndarinnar. Dagana 17. og 18. apríl mun iðnaðarráðherra sitja ráðherrafund OECD sem haldinn verður í París. Sérstakur fundur verður haldinn innan EFTA til undirbúnings þeim fundi. Iðnaðarráðherra er væntanlegur heim laugardaginn 19. apríl. (Fréttatilkynning.) Birnufell í Fellum er gjörónýtt eftir brunanna á laugardag. Morgunblaðið/ólafur Egilsstaðir: Ibúðarhúsið að Birnufelli í Fellum brann til kaldra kola Egilsstöðum. ÍBUÐARHÚSIÐ að Birnufelli i Fellum ásamt áfastri hlöðu og fjósi brann til kaldra kola á laug- ardag. Eldsins varð vart laust eftir klukkan eitt og kom slökkviliðið frá Egilsstöðum á vettvang skömmu síðar, en eldur- inn var þá orðinn svo magnaður að ekkert varð við ráðið og brann allt sem brunnið gat. íbúðarhúsið á Bimufelli var tví- lyft steinhús, reist árið 1914, ásamt áfastri hlöðu og fjósi. Innveggir íbúðarhússins voru viðarklæddir. Bóndinn á Birnufelli, Ragnar Olafsson, sem er einbúi, hafði geng- ið til hvílu á efri hæð hússins eftir hádegisverð á laugardeginum og heyrði þá einhvem skarkala á neðri hæð. Þegar Ragnar aðgætti hvetju þetta sætti varð hann eldsins var á neðri hæðinni, og var eldurinn þá þegar svo magnaður að Ragnar komst ekki í síma sem var á neðri hæð hússins heldur varð að forða sér út léttklæddur og skólaus. Komst hann til næsta bæjar til að gera viðvart um eldinn og kom slökkvilið von bráðar á vettvang en fékk ekkert að gert eins og áður segir. Ragnar missti alla búslóð sína í brunanum, allgott bókasafn og margt gamalla muna. Heyi í hlöðu varð heldur ekki bjargað utan fá- einna bagga. Hins vegar auðnaðist Ragnari að bjarga sauðfé sem hýst var í fjósi og einhveijum reiðtygjum tókst honum einnig að bjarga. Bú- slóðin var óvátryggð. Eldsupptök eru ókunn, en Ragn- ar sagðist telja líklegt að þau væru af völdum rafmagns. — Ólafur. -»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.