Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 50
MOR&ONBLAÖtÐ, ÞRtöJtJÐA’GIJR l5!;AÍ>Rt^líW6 •W>___________________ Signrður Sigvrðsson fyrrverandi landlæknir held okkur hafi stundum þótt afí strangur, en hann var allaf réttlát- ur. — Tónlistin var sameiginlegt áhugamál okkar afa. Við fórum alltaf saman á tónleika. Ég var áreiðanlega ekki nema 8 ára þegar afi bauð mér fyrst með sér á tón- leika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Upp frá því bauð hann mér alltaf með sér, en þá var amma orðin of veik til að geta notið þeirra. Átta ára byrjaði ég að læra á fiðlu og sýndi afí því alltaf mikinn áhuga. Engir tónleikar í skólanum máttu framhjá honum fara. Þegar að því kom að ég færi í framhaldsnám til New York aðstoðaði hann mig fjár- hagslega. Hann vildi gera sitt til að ég lærði örugglega það sem mig langaði til. Tímabilið frá því amma veiktist og þangað til hún dó var afa áreið- anlega erfiðara en aðrir gerðu sér grein fyrir. Amma var alltaf svo hress og kát og elskaði tónlist. Hún færði svo mikla gleði inn á heimilið og spilaði sjálf mikið á píanó. Með henni missti afí sína styrku stoð. Afí hefur kvatt um sinn en ég trúi því að við sjáumst aftur. Minn- ingin lifír og ég er innilega þakklát fyrir einlæga vináttu og allar þær góðu stundir sem við afí áttum saman. Blessuð sé minning hans. Bryndís Pálsdóttir Þegar yngri sonur minn var 8 ára, sagði hann eitt sinn við mig: „Eigum við ekki að heimsækja hefðarmanninn?" Ég spurði hvað hann væri nú að bulla, því við þekktum engan hefðarmann, þeir væru aðeins til í sögum. „Jú, víst,“ sagði sá litli, „við þekkjum einmitt einn hefðarmann sem er alveg eins og í sögunum. Við vorum meira að segja alltaf með honum í jólaboðum og í fyrra keyrðum við hann heim í voða fallegt hvítt hús og hann var svo fínn með hatt og í frakka alveg eins og hefðarmaður í sögu.“ Hér var ég að lokum farin að skilja, að maðurinn sem syni mínum fannst hafa þann virðuleika og hjartagöfgi til að bera að hægt væri að kalla hann hefðarmann, var Sigurður Sigurðsson, tengdafaðir bróður míns. Og ég fann líka að bamið hafði rétt fyrir sér, Sigurður var í framkomu og hið innra eins og göfugu herramennirnir úr sögum Dickens. Og aldrei hafði drengurinn beðið mig um að fara með sig í heimsókn eitt eða neitt fyrr en nú. Sigurður hafði vakið áhuga hans á að þar væri einhver á ferð sem vert væri að kynnast nánar. Og þar hafði átta ára snáðinn rétt fyrir sér — allt minn líf mun ég vera þakk- lát fyrir það að hafa fengið þá gjöf í lífinu að kynnast þessum sérstæða manni að því marki að fínna að hann var vinur minn. Ég ætla mér ekki þá dul að út- skýra það, hvornig sá leyndardómur gerist, að vinátta myndast hjá ólíku fólki. Eitthvað held ég að það hafí með gagnkvæma virðingu og trún- að að gera. En einn dag stendur maður hlýr í btjóstinu og örlítið léttari í spori, og orsökin er sú, að þú hefur átt íangt og trúnaðarfullt samtal í fallegri bjartri stofu og þú ert orðin einum vini ríkari. Auðvitað eiga slíkar stundir sér oftast langan aðdraganda. í fyrsta skipti sem ég kom á heimili Sigurðar Sigurðssonar kom ég þangað til að halda jól, bróðir minn var farinn að draga sig eftir dóttur hans. Það sá ég útundan mér að Páli var mikið í mun að koma vel fyrir í augum þeirrar út- völdu, því hann var farinn að standa við eldhúsvaskinn í tíma og ótíma og vatnsgreiða óstýrlátan hárlubb- ann. Um þetta leyti dó faðir okkar og ég varð satt að segja ekkert hrifin þegar Páll sagði mér að okkur væri báðum boðið að eyða aðfanga- dagskvöldinu hjá foreldrum Sig- rúnar. Ekki svo að það væri neitt ákveðið hvar ég yrði þetta aðfanga- dagskvöld, en fyrir 17 ára ungling var bara tilhugsunin um jólin án pabba næstum óbæriieg hvar sem ég yrði. Svo það var ekkert glaðleg- ur gestur sem mætti í jólaijúpurnar á Ægissíðunni árið 1952. En eitt- hvað skildu þau hjónin, Bryndís og Sigurður, betur en aðrir, allar þær hamfarir sem gerast í sál unglings sem upplifír sín fyrstu jól eftir missi einhvers sem var honum kær. Ein- hvern veginn höfðu þau lag á því að gera mér þetta kvöld að bjartri minningu sem ég aldrei gleymi. Aldrei fann ég fyrir þeirri auð- mýkingu að mér hefði verið boðið þangað af vorkunnsemi. Öll sú hlýja sem mætti mér þar var þeim svo sjálfsögð og eðlileg, jólagjöfin sem gestinum var rétt með kveðju frá þeim hjónum var útpijónuð peysa og nákvæmlega eins peysu fengu systurnar þijár, dætur þeirra. Barnalegt var það auðvitað hjá mér að fínnast svona mikið til um að fá nákvæmlega jafn stóra gjöf og þau heiðruðu sín eigin böm með. En á þeirri stundu var mér slík hugulsemi meira virði en allt. Síðan eru 33 ár, og margar eru þær jóla- gjafír sem mér hafa verið gefnar fallnar í gleymsku. En munstrið á þessari peysu man ég enn, og til- fínninguna sem greip mig þama í bjartri stofunni á Ægissíðunnni. Það lá við að ég skammaðist mín fyrir þá gleði sem greip mig, ég sem hafði verið svo viss um að ég yrði aldrei glöð framar. En svona var að vera meðal vina. Og þá vináttu, sem myndaðist þetta jólakvöld, var ég svo lánsöm að fínna dýpka og eignast nýjar víddir eftir því sem ég varð eldri og kunni betur að meta þann fjársjóð að eiga stundir trúnaðar og einlægni með manni eins og Sigurði Sigurðssyni. Fyrir hans samfylgd þakka ég og met mikils. Og ég bið Guð að blessa dætur hans, tengdasyni og barnabörn. Guðrún Ásmundsdóttir Mikilhæfur maður og einn af fremstu læknum íslensku þjóðar- innar, Sigurður Sigurðsson fyrrver- andi berklayfirlæknir og landlækn- ir, er látinn. Allir Islendingar, a.m.k. þeir sem komnir eru á eða yfír miðjan aldur vita hver plága berklaveikin var hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar. Allt var gert til þess að spoma við þeim sjúkdómi svo sem með stofnun heilsuhæla og ýmsum fyrirbyggj- andi aðgerðum og það allt með þó nokkrum árangri. 1935 var stofnað sérstakt emb- ætti berklayfírlæknis sem skyldi fara með berklavemdarmálin. Réðst Sigurður Sigurðsson til þessa starfs, en hann hafði að loknu kandidatsprófí við Háskóla íslands verið við framhaldsnám í Danmörku og Þýskalandi. Tók hann þá einnig læknapróf við Kaupmannahafnar- háskóla. Að loknu framhaldsnámi gerðist hann aðstoðarlæknir á lyf- lækningadeild Landspítalans og gegndi því starfi í eitt ár. Ýmsir töldu hann líklegan að halda áfram á þeirri braut. En sem áður segir fók hann að sér hið nýstofnaða embætti berklayfirlæknis. Hann skipulagði berklarannsóknir um allt landið af miklum áhuga og dugnaði. Vann hann í byijun einn að þeim og seinna með aðstoð annarra lækna tíma og tíma. Sigurður ferð- aðist um allt land og skoðaði fólk með röntgentækjum, sem hann flutti með sér. Oft var það við hinar erfiðustu og ófullkomnustu aðstæð- ur og er mér ekki grunlaust um að það hafi að nokkru komið niður á heílsu hans (vegna röntgengeisl- anna.) Að loknu framhaldsnámí og eftir heimkomu mína frá Danmörku í stríðslok 1945 gerðist ég aðstoðar- maður Sigurðar og með því hófust kynni okkar, sem ekki höfðu verið nein áður, þótt ég kannaðist við hinn glæsilega og gáfaða aðstoðar- lækni, sem við læknanemarnir litum upptil. Frá fyrstu kynnum og samstarfí við Sigurð hefí ég ekki nema góðar minningar. Hann var mér hinn besti húsbóndi, ráðhollur og tillitssamur. Heimili þeirra hjóna, Sigurðar og Bryndísar, var menningarlegt og hlýlegt og þar var gott að koma. Ég stend persónulega í mikilli þakkar- skuld við Sigurð Sigurðsson, og það gerir reyndar öll íslenska þjóðin. Ég og kona mín sendum dætrum og öðru venslafólki okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Sigurðar Sigurðssonar. Jón Eiríksson Einn af mætustu mönnum þjóðar vorrar er látinn. Maðurinn, sem með þekkingu og vandvimi og ein- staklega farsælum starfsferli, lengdi ævi þúsunda landsmanna. Dr. Sigurður Sigurðsson, fyrrv. berklayfirlæknir og landlæknir, lést í Reyjavík þann 5. þessa mánaðar nærri 83ja ára að aldri. Sigurður fæddist á Húnsstöðum á Ásum 2. maí 1903, sonur hjón- anna Sigurðar Jóhanns Sigurðsson- ar og Sigurbjargar Gísladóttur. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Islands árið 1929 með mjög hárri fyrstueinkunn, lét sér það þó ekki nægja en fór til Danmerkur og tók einnig danskt læknapróf árið 1933. Hann dvaldi síðan við framhalds- nám í Danmörku og Þýskalandi næstu árin við sémám í lyflæknis- fræði, lungna- og hjartasjúkdóm- um. Sigurður hafði á háskólaámm sínum komist í snertingu við ill- ræmdasta sjúkdóm þess tíma, berklaveikina, en náði sér fljótt, lík- legt er þó, að þetta atvik hafi ráðið úrslitum um það, að baráttan við berklaveikina varð meginviðfangs- efni þessa mikla atorkumanns. Á þeim ámm, er Sigurður var í fram- haldsnámi í Danmörku og Þýska- landi, náði berklaveikin á Islandi hámarki, varð að illviðráðanlegu þjóðarböli, eins og það var orðað. Beinafundir benda til þess, að berklar hafí verið hér frá landnáms- öld, en fyrsta berkiabakterían fannst þó ekki í uppgangi sjúklings fyrr en 16. jan. 1890. Fyrsta lög- gjöfín, sem einvörðungu varðar berklaveiki, var sett árið 1903 og á ámnum þar á eftir vom gerðar víðtækar tilraunir til þess að hafa hemil á sjúkdómnum. Þannig var Vífílsstaðahæli tekið í notkun 1910 en Kristnes, Kópavogur og Reykja- hæli nokkm síðar. Tímamótalög um berklavamir vom sett 1921 og á þessum tíma vom mikilhæfír lækn- ar komnir til starfa á þessu sviði. Allar þessar aðgerðir kröfðust mikilla útgjalda af hálfu hins opin- bera. Árið 1928 og 1932 var talið, að útgjöld vegna berklavama ríkis- ins hefðu numið 7,5% af ríkisút- gjöldum. Þrátt fyrir hið mikla fé, sem varið var til berklavarna og batnandi aðstöðu til lækninga, þá óx Qöldi berkasjúkra stöðugt og u.þ.b. fímmti hver landsmaður, sem lést á þessum ámm, varð berkla- veikinni að bráð. Árið 1933 varð fjöldi nýskráðra sjúklinga mestur og taldist þá 9,8 miðað við 1000 íbúa. Þá var talið, að sjúkrarúma- fijöldí fyrir berklasjúklinga á heilsu- hælum og sjúkrahúsum væri 420 rúm, eða 3,6 miðað við 1000 lands- menn. Við þessar aðstæður kom Sigurð- ur til starfa. Alþingi ákvað árið 1935 samkvæmt tillögu landlæknis að ráða sérstakan lækni, berklayfír- lækni ríkisins, til þess að annast framkvæmd berklavama í landinu. Sigurður varð fyrir valinu, hann var settur berklayfírlæknir 1935, skip- aður í það embætti árið 1940 og gegndi starfinu þar til hann var sjötugur. Sigurður tók þegar til óspilltra málanna. Honum var ljóst, að það vantaði bæði framan og aftan við berklavamirnar. Það vantaði for- varnir og eftirmeðferð. Til þess að ná sem bestum árangri, ákvað hann, að orkan skyldi fyrst beinast að neðangreindum þáttum: 1) Öflun Qármagns til þess að sinna nauðsynlegustu fram- kvæmdum þrátt fyrir heims- kreppu. 2) Leit að duldum smitberum. 3) Bættri aðstöðu lækna úti í hér- uðum til þess að greina berkla- sjúka, skrá þá og lækna. 4) Fjölga berklavarnastöðvum. Landskunn er atorka Sigurðar, er hann geystist um landið á hest- um, í bílum eða sjóleiðis umhverfís landið með ferðaröntgentæki sín í leit að smitberunum. Ég var svo lánsamur að vera með Sigurði í tveimur slíkum ferðum, það var ánægjuleg lífsreynsla að sjá fólkið streyma frá heimilum sínum niður bryggjumar um borð í rannsóknar- skipið, snúa þaðan aftur langflest með aukið öryggi og sjálfstraust. Þama var um áhrifamikla heilsu- vemdarstarfsemi að ræða og árangurinn lét ekki á sér standa. A fáum árum gjörbreyttist ástandið. Að sjálfsögðu var um marga sam- verkandi þætti að ræða, bættan þjóðarhag, aukna fjölbreytni í lækn- ingum og aukna þekkingu fólksins á hættunni. Eins og áður sagði taldi Sigurður tveim þáttum áfátt í berklavömunum, forvömum og eftirmaðferð. Nú vom forvamimar komnar 'lag, eftirmeðferð var enn ófullkomin. Þegar hér var komið, höfðu samtök sjúklinga verið stofn- uð. SIBS var að skipuleggja starfs- aðferðir og verkefni. Sigurður var í nefnd með stjóm samtakanna, er velja skyldi forgangsverkefni. Nið- urstaðan varð stofnun, er hefði að höfuðverkefni eftirmeðferð og starfsendurhæfingu. Nú var eftir- meðferðin tryggð og berklayfir- læknirinn hafði brennandi áhuga á því, að þetta höfuðverkefni SÍBS yrði að veruleika. Hann hafði í nokkurn tíma undirbúið röntgen- skoðun allra íbúa höfuðborgarinnar, en þröskuldurinn var plássleysið á hælunum. Nú gekk allt samkvæmt áætlun, nokkmm vikum áður en Reykjavíkurskoðuninin hófst, tók Reykjalundur til starfa. Þama var ekki um tilviljun að ræða, heldur þaulhugsaða aðgerð og einkennandi fyrir markviss vinnubrögð Sigurð- ar. Um vísindaleg vinnubrögð Sig- urðar má einnig geta þess, að hann hafði ætlað sér að berklabólusetja alla landsmenn svo sem gert hafði verið á hinum Norðurlöndunum. Með það í huga hafði hann gert allar áætlanir um kosnað, um að- ferðir og einnig um áhrifín á út- breiðslu veikinnar. Áður en af fram- kvæmdum gat orðið, skall á heims- styijöldin og hætta varð við þessi áform. Er styijöld lauk, dró Sigurð- ur fram plögg sín og sá þá sér til mikillar furðu, að berkladauði og berklasýking hafði minnkað hraðar en gert var ráð fyrir samkv. áætlun- um hans og línuritum. Upplýsing- amar úr þessum gögnum urðu til þess, að framkvæmdum var frestað og loks alveg hætt við almenna bólusetningu, þar eð hér hafði náðst skjótari og betri árangur en með bólusetningaraðferðinni, sem ná- grannaþjóðirnar töldu vænlegasta. Sigurður naut þeirrar miklu hamingju að sjá árangur, eins og hann gat bestur orðið af aðalstarfi sínu. Löngu áður en hann lét af störfum, var berklasýking komnin í það lágmark, að haft var á orði, að berklunum hefði verið útrýmt úr landinu. Sigurður varaði eindregið við svo gáleysislegu tali og gat þess, sem rétt reyndist, að berklunum mundi ekki útrýmt á næstunni, hins vegar væm þeir ekki lengur þjóð- hagslega hættulegur sjúkdómur. Hróður Sigurðar barst víða vegna glæsilegs árangurs berkla- vamanna. Margar vom nefndimar og ráðin hér og erlendis, þar sem hann var kvaddur til að gefa upplýs- ingar og góð ráð um berklavamir og almenna heilsuvemd. Tvisvar dvaldi hann um 3ja mán. skeið hjá berklavarnardeild Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar í Kaup- mannahöfn og um skeið kenndi hann sín fræði við læknadeild Há- skóla íslands. 1951 varði Sigurður doktorsrit- gerð um berklaveiki á Islandi, hið merkasta heimildarrit um gang sjúkdómsins á íslandi. Ætla mætti, að berklayfirlæknisembættið hefði verið ærið ævistarf. Svo var þó ekki hjá Sigurði. Auk þess gegndi hann ótalmörgum mikilvægum embættum, landlæknisembættinu, embætti heilsugæslustjóra og sjúkrahússtjóra hjá Trygginga- stofnun ríkisins, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur var hann um skeið og átti þar frumkvæði að byggingu Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg og vann að undir- búningi Borgarspítalans. Þau em ótrúlega mörg verkefnin á sviði heilbrigðismála, sem Sigurð- ur ýmist átti fmmkvæði að eða var með í að hrinda í framkvæmd. Um þann þátt munu aðrir fjalla. Við stofnun Sambands ísl. berklasjúklinga var Sigurður fyrst í vafa um, hvort gagn gæti verið að slíkum félagasamtökum, en fljót- lega komst hann að þeirri niður- stöðu, að um var að ræða hóp, sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og sinna. Náið og einlægt samstarf skapaðist fljótt á milli þessara aðila, samstarf, sem ekki bar skugga á, og gagnkvæmt traust ríkti. 11. maí 1956 var dr. Sigurður Sigurðsson kjörinn heiðursfélagi Sambands fsl. berklasjúklinga. I tilkynningunni þar um segir svo: „Dr. Sigurður hefur stjómað berklavörnum á íslandi í rúma 2 áratugi og undir forystu hans hefur náðst slíkur árangur, að þess eru engin dæmi önnur hvar sem leitað er. Fyrir 26 árum var ísland í flokki þeirra landa í Evrópu, sem hæsta höfðu dánartölu af völdum þeirrar veiki, en nú er þessu svo rækilega snúið við, að hér á lándi er sýkin orðin hin fágætasta dánarorsök. Þessi viðurkenning er að verðleik- um veitt og SÍBS ljúft og skylt að heiðra dr. Sigurð og samgleðjast honum með glæsisigur þennan." Með þakklæti og virðingu minnast fyrrverandi berklasjúkling- ar og reyndar þjóðin öll þessa vel- gjörðarmanns síns, og senda ætt- ingjum öllum einlægar samúðar- kveðjur. Oddur Ólafsson Nú þegar hann afí á Ægissíðunni er dáinn verður mér þungt um hjarta. Söknuðurinn er mikill. Ég ólst upp í sama húsi og afí og amma fyrsta áratug bernsku minnar og eru því fjölmargar ógleymanlegar bernskuminningar honum tengdar. Hann hafði mjög mikil áhrif á mig og þær ráðlegg- ingar sem hann gaf greyptust í hugskot mitt. Hann var sterkur persónuleiki og náinn vinur. Hann fylgdist grannt með mér sem öðrum í fjöl- skyldu sinni og gerði ætíð allt sem í hans vaidi stóð til að okkur liði sem best. í því sambandi lagði hann á sig marga fyrirhöfnina og sú hughreysting og viðmót allt er ógleymanlegt. Ég get ekki í orðum lýst því þakklæti sem er mér í huga fyrir allar samverustundimar þegar leið- ir skilja að sinni. Hafí hann heila þökk fyrir allt og blessuð sé minning hans. Sigurður Björnsson Sigurður Sigurðsson fyrrverandi berklayfirlæknir og landlæknir lést hinn 5. apríl sl. á 83. aldursári. Sigurður var fæddur á Húnsstöð- um í Ásum 2. maí 1903. Hann lauk stúdenstprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og kandidatsprófi í læknisfræði við Háskóla íslands 1929. Hann lauk dönsku læknaprófi 1933 og varði doktorsritgerð sína við Háskóla íslands 1951. Starfsferill Sigurðar Sigurðsson- ar var mjög fjölbreyttur og næsta óvenjulegur. Áð loknu framhalds- námi í lyflækningum þar sem hann lagði aðallega stund á hjarta- og lungnalækningar kom hann til starfa á Islandi rúmlega þrítugur að aldri í ársbyijun 1934. Það sem Sigurður varð fljótt landsþekktur fyrir var starf hans að berklavörnum og berklalækning- um því hann var þegar á árinu 1935 ráðinn berklayfirlæknir sam- kvæmt sérstökum lögum og hélt því starfi samfellt til sjötugsaldurs. Aðrir eru miklu kunnugri starfí Sigurðar af berklavörnum og mun ég því ekki ræða það starf hans hér. Mjög snemma kom í ljós sérstak- ur áhugi Sigurðar á heilsuvemdar- starfí almennt og má með nokkrum sanni segja að hann hafi verið fyrsti læknir hérlendis sem skipulagði og sinnti því sem nú em kallaðar fé- lagslækningar. Ég tel vafalaust að störf Sigurðar á þessu sviði hafi leitt hann til þeirrar þátttöku í stjórnmálum sem hann sinnti um árabil í Reykjavík sem fulltrúi í borgarstjórn Reykjá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.