Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 1
72SIÐUR B STOFNAÐ1913 82. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsias Loftárás Bandaríkja- manna á Líbýu í nótt Washington, Haag, Trípóli. AP. ft/ Washington, Haag, Trípóii. BANDARÍSKl flotinn á Miðjarðarhafi gerði loft- árásir á Líbýu skönunu eftir miðnætti í nótt, á skotmörk tengd hryðjuverkum, þar á meðal höfuðstöðvar Khad- afys í Trípólí, að sögn Larry Speakes, talsmanns Hvíta hússins. Ekki var kunnugt um mannfall eða tjón. Ron- ald Reagan, forseti Banda- Verkföllum aflýst í Noregi nema í olíuvinnslu Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. VIKULÖNGU verkfalli járniðnað- armanna í Noregi er lokið, eftir að samningar tókust milli þeirra og viðsemjenda um kvöldmatar- leytið í gaer og verkbanni á 102 þúsund verkamenn, sem vinna við rafmagns-, efna- og vefnaðariðn- að og hótel- og veitingarekstur hefur verið aflýst. Verkfall er áfram í gildi á oliuborpöllum og liggur olíu- og gasvinnsia Norð- manna þvi niðri. Ekki er sam- komulag i þeirri deilu í augsýn. Samkvæmt því samkomulagi sem náðist eftir að Bjöm Haug, ríkis- sáttasemjari, hafði lagt fram sátta- tillögu, styttist vinnuvikan um 2 'h klukkustund frá 1. janúar 1987, verður 37'/2 stund í stað 40 áður. Þá hækkar tímakaupið um 1 norska krónu eða tæpar 6 krónur íslenskar frá 1. apríl. Kröfugerð verkalýðs- félaganna hljóðaði upp á hækkun tímakaups um 2,60 norskar krónur og að vinnuvikan stjrttist um 2lh stund frá og með 1. aprií. ríkjanna flutti ávarp til þjóð- arinna. klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma, 21 að bandarískum tíma, og með honum voru Shultz, utanrík- isráðherra og Weinberger, varnarmálaráðherra. Ekki höfðu boríst fregnir af efn- isinnihaldi ávarpsins er blaðið fór í prentun í nótt. Fréttamenn í Trípólí sögðust heyra sprengingar í nágrenni borg- arinnar, en áttu erfítt með að gera sér grein fyrir hversu víðtæk árásin væri. Heimildir í Englandi herma að talsvert hafi verið um herflutn- inga Bandaríkjanna til og frá flug- völlum í Englandi og hin opinbera líbýska fréttastofa hélt því fram að bandaríski herinn notaðist við breskan flugvöll á Kýpur. Utanríkisráðherrar ríkja Evr- ópubandalagsins samþykktu f gærdag takmarkaðar refsiaðgerðir gegn Líbýu, en hvöttu jafnframt til þess að aðilar Líbýudeilunnar sýndu af sér varkámi og leitast yrði við að finna stjómmálalega lausn á vandanum. Ekki varð samkomulag um efnahagsþvingan- ir gegn Líbýu og líta stjómmála- skýrendur svo á að um málamiðlun haJfi verið að ræða, þar sem Bretar höfðu lagt til að öllum sendiráðum Líbýu í löndum Evrópubandalags- ins skyldi lokað. Líbýa sakaði í gærkveldi Evrópubandalagið um stjómmálaleg og efnahagsleg hryðjuverk og þarlendir alþýðu- fundir tilkynntu að „sjálfsmorðs- sveitir" víðs vegar um heim væru tilbúnar til árása, ef af hemaðarað- gerðum Bandaríkjamanna yrði. Fregnir hermdu að flugmóðurskip- in Coral Sea og America væru á siglingu í átt að ströndum Líbýu. Reagan fundaði í gærkveldi með leiðtogum stjómmálaflokkanna í þinginu og formönnum utanríkis- málanefnda þess. Þeir sem sátu fundinn vom þögulir að honum loknum, en eftir hann bárust út fregnir um hreyfingar flotans og ávarp Reagans. Nær allur sjötti floti Bandaríkjanna er nú staðsett-, ur undan ströndum-Líbýu, tæp 3Ó skip og 170 flugvélar. Utanríkisráðherrar EB sam- þykktu að fækka í sendiráðum Líbýu í Evrópubandalagslöndun- um, takmarka ferðafrelsi þeirra sem eftir verða og taka upp strang- ara vegabréfseftirlit með fólki af líbýsku þjóðemi. Þá var samþykkt áframhaldandi bann við vopnasöiu til Líbýu. I samþykkt fundarins, sem var birt að honum loknum, kemur fram að ríkin ieggja mikla áherslu á að vinna gegn hryðjuverkum með öll- um ráðum og þeim ríkjum sem stuðla að þeim, hvort sem þar er um að ræða Líbýu eða önnur ríki. Sett verður á stofn nefnd sérfræð- inga og verður skýrsla hennar rædd á fiindi ráðherranna, sem fyrir- hugaður er í næstu viku. Þá var samþykkt að bjóða arabaríkjunum til viðræðna um hiyðjuverk og hvemig megi koma í veg fyrir þau. Hótanir Líbýu gagnvart Evrópu- löndum vom fordæmdar. Vemon Walters, sérlegur sendi- maður Reagans, hitti ráðamenn í Evrópu að máli í gær. Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði Walters að Bandaríkjamenn yrðu að taka tiilit til vilja evrópskra bandamanna sinna f þessu máli. Hans Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, sagði að sönnunargögn, sem Walters hefði sýnt sér varðandi hlut Líbýu að hryðjuverkum undanfarið, hefðu ekki sannfært sig um sekt Líbýu- manna. Genscher fer til Wash- ington í dag til viðræðna við Reag- an. Sjá ennfremur fréttir á bls. 28. Frá fundi 15 þúsund stuðningsmanna Marcosar á sunnudag, þar sem þess var krafist að for- setaþjónin fjnrrverandi fenju að koma heim úr útlegð í Bandaríkjunum. AP/Símamynd í heimsókn hjá Pétri Pétur Guðmundsson skoraði 15 stig og átti góðan leik með félagi sínu, bandaríska meistaraliðinu Los Angeles Lakers, gegn Dallas Maverics á sunnudagskvöldið, þrátt fyrir að liðið hafi tapað leiknum með 104 stigum gegn 127. Vegur Péturs fer sífellt vaxandi hjá Lakers, sem er eitt frægasta körfuboltalið í heimi og virðist hann nú óðum að tryggja sæti sitt í liðinu. Morgunblaðið heimsótti Pétur fyrir leikinn við Dallas, ræddi við hann um dvölina vestra og kynni hans af hinum heimsfrægu samheijum sínum. Einn þeirra, Magic Johnson, er með Pétri á myndinni. Sjá bls. 4 og 5 B. Stuðningsmenn Marcosar: Skora á almenning að vera með andóf Manila, Fihppseyjum. AP. FYRRUM þingmenn I stjórnarflokki Marcosar, hins afsetta forseta Filipseyja, kölluðu þingið saman í gær og skoruðu á almenning á Filipseyjum að sýna hinum nýju stjómvöldum óhlýðni í verki. Corazon Aquino, hinn nýi forseti, rauf þingið fyrir nokkrum vikuin og stjórnar í skjóli neyðarlaga, þar til stjórnskipuð nefnd færir landinu nýja stjórnarskrá. Stuðningsmönnum Marcosar og óeirðalögreglu lenti saman fyrr um daginn, er fólkið mótmælti brott- rekstri Joseph Estrada, borgar- stjóra í San Juan, sem er ein út- borga Manila. Beitti fólkið skot- vopnum og öllu tiltæku til að grýta lögregluna. Særðust 60 manns, þar af 18 lögreglumenn. Þingmennimir byijuðu þingfund sinn með bænarstund fyrir hinum látnu í átökunum, en þeir segja að sex manns hafi látist. Lögregla og sjúkrahúsyfirvöld segja hins vegar að þeim sé ekki kunnugt um að neinn hafi látist Um 2 þúsund manns, sem söfn- uðust saman fyrir utan hótelið, þar sem fundurinn var haldinn, hróp- uðu, „Við viljum Marcos" og þing- menn fögnuðu áskorun Arturo Tolentino um andóf við ríkisstjóm- ina. Skoraði hann á „alþingi göt- unnar“ að safnast saman og vísaði þar til áskorunar Aquino til almenn- ings, er hún vann að því að velta Marcos úr sessi. Tolentino var vara- forsetaefni Marcosar i kosningun- um fyrr á þessu ári, en kosningam- ar vora almennt fordæmdar fyrir svik. Rene Saguisag, talsmaður Aqu- ino forseta sagði að fundur þing- mannanna félli undir rétt fólks tii fundafrelsis og sagði: „Hvað okkur snertir era þetta bara endurfundir hjá þeim. Þetta er hávaði lýðræðis- ins.“ Svetlana til Vesturlanda Moskvu. AP. SVETLANA Alliluyeva, dóttir Jósefs Stalíns, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, sagði í gær að hún byggist við að yfirgefa Sovétrík- in og halda til Vesturlanda sfðar í þessum mánuði. Hún sagði að bæði hún og dóttir hennar Olga Peters, sem er 14 ára, hefðu fengið leyfi til þess að yfirgefa Sovétríkin. Svetlana sagðist ekki búast við að þær mæðgur yrðu samferða úr landi. Svetlana fluttist aftur til Sovétríkjanna árið 1984. Hún neit- aði að svara spurningum um ástæð- umar fyrir brottförinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.