Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. APRÍL1986 m ________________ Hættum við allt láti Khadafy af hry ðj u ver kum segir talsmaður Bandaríkjastjórnar Washington, AP. Bandaríkjamenn myndu hætta við allar aðgerðir gegn Líbýu, ef Moammar Khadafy breytti afstöðu sinni og hætti að skipu- leggja hryðjuverk um allan heim. Skýrði John C. Whitehead, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins frá þessu í dag. Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands átti í morgun fund með Richard Burt, sendiherra Bandaríkjanna í Bonn um afstöðuna til Líbýu. Síðar í dag varaði Herbert Schmiilling, talsmaður vestur-þýzku stjórnar- innar, við því, að gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn Líbýu. Skor- aði hann á þjóðir Evrópu og á araba að vinna saman að því markmiði að binda enda á hryðjuverk í heim- inum. Georgi Kornienko, aðstoðarutan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í dag, að Sovétmenn og Bandaríkja- menn hefðu haft samband sín í milli varðandi Líbýu. Það væri hins vegar ekki „til neins gagns" að skýra frá því, hvort Sovétríkin hefðu sent aðvörun til stjómvalda í Washington varðandi hemaðarað- gerðir gagn Líbýu. Sergei Akhromeyev, fyrsti að- stoðarvamarmálaráðherra Sovét- ríkjanna, sagði í dag, að það væru Sovétmenn við störf í Líbýu og margir væru uggandi um öryggi þeirra vegna hótana Bandaríkja- manna. Reagan hrífst af áformum Nakasone Thurmont, Maryland. AP. YASUHIRO Nakasone, forsætis- ráðherra Japans, skýrði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, frá því að hann væri staðráðinn í að breyta lífsmáta Japana og menn- ingu á þann veg að Japan opnað- ist meira fyrir vestrænum út- flutningsvörum. Nakasone er nú í Bandaríkjunum og var fyrsti fundur hans með Reagan á sveitasetri forsetans í Camp David í gær. Reagan er sagður hafa hrifíst af ákveðni Nakasone, sem hefur þó ekki tímasett áform, sem ætlað er að stuðla að meiri jöfnuði í við- skiptum Japana annars vegar og Bandarílqanna og annarra vest- rænna ríkja hins vegar. Hefur stjóm Nakasone í hyggju að stytta vinnu- vikuna úr sex dögum í fímm, hækka kaup og letja menn til spamaðar, en spamaður einstaklinga mun hvergi meiri í iðnvæddu ríki en í Japan. Nakasone auðsýndi samúð sína AP/Símamynd Reagan Bandaríkjaforseti og Nakasone forsætisráðherra Jap- ans faðmast við komu þess síðar- nefnda í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Myndin var tekin á sveitarsetri Reagans í Camp David á sunnudag. vegna hryðjuverka, sem beinst hafa gegn Bandaríkjamönnum. Leið- togamir ræddu mikið um hryðju- verkastarfsemi og létu báðir í ljós áhuga og vonir um aukna alþjóð- lega samvinnu til að reyna að hindra hryðjuverk. Reagan mun ekki hafa óskað eftir stuðningi Japana við hugsanlegar refsiaðgerðir gegn Líbýu. Asamt Reagan tóku George Bush, varaforseti, og George Shultz, utanríkisráðherra, þátt í fundunum með Nakasone. Námsmenn frá Nígeríu og verkamenn frá Indlandi og Pakistan, þar af margar konur, söfnuðust saman í Trípoli í Líbýu i gærmorgun til þess að sýna stuðning sinn við Khadafy en andstöðu sína við Banda- ríkjamenn. Eftirlit með banni við kjarnorkuvopnatilraunum Olafur Ragnar Grímsson gekk á fund Shevardnandze og kynnti honum nýjar tillögur samtakanna PGA ÓLAFUR Ragnar Grímsson gekk í siðustu viku ásamt nokkrum helztu mönnum samtakanna Parlamentarians Global Action á fund Shevardnadze, utanrikis- ráðherra Sovétríkjanna, og kynntu þeir honum tillögur samtakanna um framkvæmd eftirlits með banni við tilraunum með kjamorkuvopn, sem ýmsir bandariskir sérfræðingar hafa Carlsson í Moskvu Moskvu. AP. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, kom til Moskvu f gær og tók á móti honum Nik- olai I. Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Carlsson er fyrsti sænski leið- toginn, sem heimsækir Sovétríkin í áratug. Búist er við að Carlsson hitti Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar á fímmtudag, en hann mun aðallega ræða við Ryzh- kov. mótað á vegum samtakanna. Kom þetta fram á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í Moskvu sl. föstudag. í þessum viðræðum lýsti utanrík- isráðherra Sovétríkjanna því yfír í fyrsta sinn, að Sovétríkin væru reiðubúin að fallast á, að erlendir sérfræðingar, þeirra á meðal banda- rískir eftirlitsmenn, gætu komið fyrir mælitækjum í námunda við tilraunastöðvar Sovétríkjanna og haft aðsetur í Sovétríkjunum til að fylgjast með mælitækjunum. I sendinefnd samtakanna PGA voru auk Ólafs Ragnars Grímssonar þeir Relus ter Beek, formaður utan- ríkismálanefndar hollenzka þingsins, Nicholas Dunlop, framkvæmdastjóri samtakanna og Frank von Hippel, prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, sem ásamt öðrum bandariskum vísindamönnum hefur veitt samtökunum sérfræðiaðstoð á sviði kjamorkuvígbúnaðar. Viðræðumar í Moskvu fóm fram 10. til 11. apríl. Meðal þeirra fulltrúa sovézka utanríkisráðuneytisins og vamarmálaráðuneytisins, sem tóku þátt í viðræðunum, vom þeir Vlad- imir Petrovsky, yfírmaður alþjóða- deildarinnar, Evgueni Batenin hers- höfðingi og Vladimir Lomeiko, aðal- talsmaður utanríkisráðuneytisins. Á blaðamannafundinum skýrði Ólafur Ragnar Grímsson einnig frá því, að fulltrúar PGA hefðu kynnt Shevardnadze ítarlega greinargerð um alþjóðlega eftirlitsstofnun, sem Jerome Wiesner, er var vísindaráð- gjafí Kennedys Bandaríkjaforseta, samdi á vegum samtakanna. Enn eitt meginatriðið í viðræðun- um við Shevardnadze var að kanna nýjar leiðir til að koma á formlegum samningi um allsheijarbann við öll- um tilraunum með kjamorkuvopn. Seinni hluta ársins 1985 unnu PGA-samtökin að mótun tillagna um hvemig nota mætti ákvæði í samn- ingi um takmörkun kjamorkuvopna- tilrauna, sem gerður var 1963, til að kalla saman formlega samninga- ráðstefnu allra ríkja, sem staðfest hafa samninginn, en þau eru alls 114. í viðræðunum í Moskvu nú lýsti Shevardnadze því yfir, að Sovétríkin væru reiðubúin að ræða þessa nýju aðferð á ítarlegan hátt. Auk viðræðnanna við Shev- ardnadze átti sendinefnd PGA við- ræður við Evgueni Velikov og Sergei Kapitza, stjómendur Vísindaaka- demíu Sovétríkjanna, en Velikov er meðal helstu ráðgjafa sovézkra stjómvalda í afvopnunarmálum. Simone deBeauvoir látin á á ttræðisaldri París. AP. FRANSKI rithöfundurinn Simone de Beauvoir lést í gær í sjúkrahúsi í París 78 ára að aldri. Beauvoir var félagi, ástkona og ævisöguritari franska heimspekingsins Jean- Paul Sartre heitins. Dánarorsök Beauvoir er ekki kunn. Ein frægasta bók Beauvoir er „Hitt kynið" sem talin er tíma- mótarit í kvennabókmenntum. Aðrar bækur hennar eru „Mand- arínamir" og „Kveðjuathöfn" sem segir frá síðustu árum Sartre og þótti mörgum að hún hefði betur látið ógert að ákrifa þá bók vegna þess hversu nákvæmlega sagt frá hvemig heilsu heimspekingsins hrakaði. Simone de Beauvoir var einn metnaðarfyllsti kvenrithöfundur Frakka á þessari öld og grundvall- arhugsuður kvennahreyfíngarinn- ar. Stuðningur hennar við kvenna- hreyfínguna er rauði þráðurinn í skrifum hennar, sem mestan part vom af sjálfsævisögulegum toga. Og baráttan mótaði líf hennar allt frá bamæsku til dauðadags. Hún giftist aldrei Sartre, en þrátt fyrir mörg ástarævintýri, sem oft og tíðum var slegið upp í Qölmiðlum, dvínaði djúpstæð ást þeiira og gagnkvæm virðing aldr- ei. í bókinni „Hitt kynið“, sem út kom 1949, lýsir de Beauvoir hjónabandinu sem „viðurstyggi- legri borgaralegri stofnun". Áð hennar hyggju var hjónabandið með reglum sínum og skylduboð- um niðurlæging á sambandi tveggja aðilja reistu á jafnrétti og gagnkvæmri og sjálfkvæmri hrifningu. Þetta rit er nú talið biflía alþjóðlegra kvennahreyf- inga. Gagnrýnendur de Beauvoirs sökuðu hana um að vera fjarlæga, vitsmunalega og sneydda skop- skyni í skrifum sínum um málefni kvenna. Og bækur hennar báru vissum tepmskap vitni, einkum þegar hún skrifaöi um kynferðis- mál. Þetta var arfleifð uppvaxtar í velmegandi millistétt. Faðir hennar var trúleysingi, en móðirin kaþólsk og heimtaði að dóttir sín yrði alin upp í trúarlegum anda. Hún eignaðist ekki böm og gagn- rýndu konur hana á þeirri for- sendu að hún þekkti ekki grund- vallaratriði þess að vera kona. Beauvoir sagði í heimildakvik- mynd, sem gerð var um hana Simone de Beauvoir lést í gær. 1979, að hún hafí alls ekki verið femfnisti þegar hún skrifaði „Hitt kynið". Óllu heldur hafí hún hvorki getað haldið áfram að skrifa skáldsögur né hafíð ritun sjálfsævisögu sinnar án þess að gera áður fræðilega úttekt á því að vera kona. Hún hafí fyrst orðið femínisti skömmu áður en myndin var gerð og löngu eftir að bókin vakti konur um heim allan til meðvitundar. Hún kvaðst aftur á móti aldrei hafa sætt sig við femínisma eins og hann var skilgreindur á sjö- unda og áttunda áratugnum. Hún hefði fyrst og fremst alið í bijósti hugsjón um fjölræði, kommúnískt þjóðfélag, sem hún þekkti engin fordæmi fyrir. Sartre og de Beauvoir bjuggu í sitt hvorri íbúðinni á sömu slóð- um í París þau 50 ár, sem þau áttu samleið. Þau fyrirlitu flestar þjóðfélagslegar hefðir og hunds- uðu samkundur rithöfunda og annað félagslíf fína fólksins í París. Þau umgengust aðeins þröngan vinahóp á þekktum veit- ingastöðum á vinstri bakka Signu. Þar má nefna Cafe Flore og La Coupole. Þau stóðu hlið við hlið í mót- mælaaðgerðum og voru marg- sinnis handtekin af lögreglu fyrir ólögleg mótmæli. Saman ritstýrðu Sartre og de Beauvoir ritum lengst til vinstri, sem yfírvöld bönnuðu og sögðu að hvettu til ofbeldis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.