Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL1986 53 Arni K. Kjartans- son — Minning Fæddur 17. febrúar 1910 Dáinn 27. desember 1986 Landið vort fagra með litskrúðug pllin, leiftrandi fossa og glóð undir ís, særinn blár girðir oggnæfir hátt mjöllin, glitklæði þín skóp þér hamingjudís. (Árni Thorsteinsson) Þessar ljóðlínur koma mér í hug þegar ég minnist fyrstu kynna okkar Áma Kristins Kjartanssonar er ég kom fyrst að Seli árið 1952 á björtum sumardegi. Heimilisfólk var allt úti á túni við hirðingu, fagur fjallahringurinn blasti við og það var eins og heið- ríkjan og kvöldkyrrðin endurspegl- uðust í orðum og gerðum hús- bóndans sem stjómaði verki af öryggi og festu en samt af þeirri mildi og hlýju sem jafnan fýlgdu honum. Hann hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð enda naut hann þess að ferðast, hafði glöggt gestsauga og var óspar á að miðla okkur fróð- leik að ferðalokum. En hann var glöggur á fleira en fegurð náttúr- unnar því að öll samskipti hans við heimafólkið bám vott um næma tilfinningu og skilning á líðan ann- arra. Ekki kom þetta fram í miklu málskrúði heldur miklu fremur í fáum, hnitmiðuðum setningum. Þeim fylgdi svo hlý framsetning að enginn gekk þess dulinn að vel- vild og góðvild lágu að baki. Þetta álít ég að fullorðið fólk hafi fundið, einnig þá gesti bar að garði, en hann var gestrisinn mað afbrigðum. Þó hygg ég að ungt fólk og böm hafí notið þessara eiginleika í rík- ustum mæli, enda em fósturbömin, í eiginlegum og óeiginlegum skiln- ingi, mörg og öll þakklát fyrir veitt- an stuðning, umhyggju og hlýju, En heiðríkjan í huga hans veitti honum innsýn í fleira en líðan samferðafólksins. Hann fylgdist vel með gangi þjóðmála og var rök- fastur þegar umræðan snerist um þjóðarhag. Hann hafði óbilandi trú á landinu og var bjartsýnn á framtíðina en virtist oft eins og fínna á sér hvenær rétti tíminn var til að fjárfesta eða ráðast í stórframkvæmdir. Þannig er mynd hans í huga mínum, mynd af sívökulum, fram- kvæmdasömum manni, sem alltaf virtist reiðubúinn til að takast á við vandamál líðandi stundar og einnig að gleðjast með vinahópnum þegar velgekk. Ami fæddist á Seli í Grímsnesi 17. febrúar 1910. Foreldrar hans voru Kjartan Vigfússon, Ásmunds- sonar frá Stóruvöllum í Bárðardal og Þómnn Bjömsdóttir, Bjömsson- ar. Þau fluttu að Seli árið 1902 úr Biskupstungum og bjuggu á hálfri jörðinni í 35 ár, en Sel var lengi tvíbýlisjörð. Ámi ólst upp á Seli. Hann var bráðþroska og snemma duglegur til vinnu. Laugarvatnsskólinn tók til starfa árið 1928, þó ekki fullbyggður. Þá varÁmi 18 ára. Hann stundaði nám í skólanum þetta fyrsta starfsár, en skólastjóri var þá sr. Jakob Ó. Lárusson. Síðan tók Bjami Bjama- son við skólastjóm og gegndi því starfí í mörg ár. Ámi lauk námi á Laugarvatni það minnisstæða vor 1930 þegar Alþingishátíðin var á Þingvöllum. Bjami valdi nokkra nemendur skólans til að gegna störfum lög- regluþjóna á hátíðinni, í þeirra hópi var Ámi, en Bjami mun hafa verið lögreglustjóri. Ámi vann mikið utan heimilis á þessum ámm og var, ásamt öðrum manni, tvö vor með fyrstu dráttar- vélina sem vann að jarðabótum í Grímsnesinu. Árið 1936 keyptu Ámi og Bjöm bróðir hans jörðina Sel og bjuggu þar félagsbúi fyrst í stað en skiptu svo búinu og bjuggu hvor fyrir sig. Bjöm bjó ekki lengi, hann hætti búskap og flutti til Reykjavíkur. Sveinn bróðir þeirra keypti hans hluta af jörðinni og bjó eftir það móti Áma. Ólafur bróðir þeirra hefur einnig verið á Seli alla þeirra búskapartíð og lagt gjörva hönd á verk hvar og hvenær sem helst hefur verið þörf. Hann er mikill hagleiksmaður á tré og víðlesinn og minnugur og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Mjög hefur verið kært með þeim bræðrum öllum og aldrei borið skugga á samvinnu þeirra. Þá má ekki gleyma Guðrúnu systur þeirra. Hún fluttist ung til Reykjavíkur. Og eftir að Bjöm bróðir hennar flutti suður annaðist hún hann af mikilli alúð og kærleika. Heimili þeirra stóð Selsfólkinu opið hvenær sem á þurfti að halda og má segja að þar hafí verið annað heimili fjölskyldunnar. Ámi giftist árið 1938 Halldóru Þórdísi Sveinbjömsdóttur frá Heið- arbæ í Þingvallasveit. Þau eignuð- ust eina dóttur, Þóranni. Halldóra átti unga dóttur, Sig- rúnu Guðmundsdóttur, frá fyrra hjónabandi. Hún ólst upp á Seli. Þær mæðgur höfðu þá dvalið nokk- ur ár á Mosfelli hjá sr. Guðmundi Einarssyni og frú Önnu Þorkels- dóttur konu hans. Sigrún, sem er eiginkona undir- ritaðs, er kennari í Reykjavík. Henni era bemskustöðvamar mjög kærar og allar minningar frá dvölinni þar eystra. Ámi reyndist henni alltaf sem besti faðir, var traustur og hlýr eins og vænta mátti. Honum era hér færðar einlægar þakkir fyrir alla ástúð og umhyggju. Þórann er einnig kennari í Reykjavík. Dóttir hennar er Þórdís Pétursdóttir. Þórdís var á Seli flest sumur til 13 ára aldurs og kynntist þannig afa sínum. Þau áttu það sameiginlegt að þykja vænt um dýrin og ræddu oft um þessa mál- lausu vini. Ámi var sérlega nærgætinn við allar skepnur enda sýndu þær margar, að þær skildu ljúft viðmót hans. Þetta virðist litla afastúlkan hafa fengið í arf. Þó að hún sé nú fullvaxin fylgja þessir kostir henni og veita henni og öðram ánægju. Þau Ámi og Halldóra vora mjög samhent um að bæta jörðina og fegra allt umhverfí sitt. Ný tækni skapaði nýja möguleika til jarð- ræktar og strax var hafíst handa við að slétta tún og nýta þannig stærð og kosti jarðarinnar. Bílveg- urinn var nýlega lagður og breytti miklu í samgöngumálum og öllum flutningum. Hejrvinnuvélar vora fyrst í stað miðaðar við hesta, en þegar fréttist um dráttarvélar ogjeppatil að leysa störf þarfasta þjónsins var fljótlega leitað leiða til að taka þessa nýju tækni í sína þjónustu. Þannig var litið björtum augum til framtíðarinnar. Litlu dætumar döfnuðu vel og vora augasteinar ungu hjónanna. Heimilisfólkið var margt á meðan eldra fólksins naut við og þegar lífskraftur þess þvarr naut það aðhlynningar þeirra hjóna. En ekki rætast allir draumar. Halldóra lést 38 ára gömul árið 1944. Það var Árna þung raun og þó engu léttari ungu dætranum. Þórann var þá 5 ára gömul en Sigrún 12 ára. Þessi reynsla mark- aði skír spor í lífi Árna og litlu dætranna. Allt frá þeim tíma reyndi hann að veita þeim alla aðstoð sem möguleg var. Næstu ár bjó Árni með ráðskon- um, reyndi að halda búskapnum í horfínu og og láta rætast hluta þeirra björtu drauma sem áður er getið. Dæturnar gengu í skóla. Þær nutu þess að alast upp í fögra umhverfi og vöndust því að að bera virðingu fyrir lífínu og gæðum landsins, enda er óvenju víðsýnt á Seli og mikil fegurð blasir við augum hvert sem litið er. Árið 1950 var tímamótaár í lífi Áma. Þá giftist hann þýskri konu, Ellinor von Zitzewitz. Hún kom árið áður til landsins ásamt öðram þýsk- um stúlkum, sem ráðnar vora til landbúnaðarstarfa á íslandi. Ellinor vistaðist fyrsta árið á næsta bæ, Spóastaði, og var þar þegar þau Ámi kynntust. Nú vora enn á ný gerðar framtíð- aráætlanir, byggðar á þeim mögu- nwm ^ .æ* Blomastofa FnÖjinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. wí Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf ________um gerð og val legsteina._ Ifi S.HELGASON HF S STEINSfinlÐJA ■ SKSvWUÆGI 48 SMI76877 leikum sem nýir tímar, ný tækni og breytt viðhorf gáfu tilefni til. Undanfarin búskaparár gáfu góðan grann að byggja á en landkostir jarðarinnar gáfu nær ótæmandi möguleika til meiri ræktunar og stækkunar búsins. Þau Ellinor nýttu nú lífsreynslu beggja til að gera áætlanir. Fram- undan vora góð landbúnaðarár og því eðilegt að stækka tún, auka við bústofn og taka ný landbúnaðar- tæki í sína þjónustu. Búskapurinn var blandaður, bæði kýr og sauðfé. En nú var sauðfé fjölgað og byggð ný Qárhús, hlöður og votheysturn og nýtt íbúðarhús var byggt á áran- um 1956 til 1957. Þau hjón fylgdust vel með nýj- ungum, ferðuðust mikið, bæði til ættmenna hennar í Þýskalandi, Afríku, Ameríku og Austurríki og með bændum í bændaferðum innan lands og utan. Árni og Ellinor tóku 3 ára gaml- an dreng, Knút Kristin Ragnarsson, í fóstur. Hann dó á 13. ári öllu heimilisfólkinu til mikillar sorgar. Síðar tóku þau að sér annan ungan dreng, Geir Guðmundsson. Hann er nú 18 ára gamall og hefur alla tíð verið þeim til mikillar gleði. Hann er nú gjörvilegur og duglegur ungur maður sem hefur aðstoðað þau af mikilli prýði hin síðari ár. Fleiri böm áttu hjá þeim öraggt athvarf um lengri tíma. Má þar nefna Heiðar Alexandersson, Þor- stein Jóhannesson og Kristínu Ey- jólfsdóttur, sem öll vora móðurlaus böm er þau komu að Seli og ólust þar upp til fullorðinsára. Selsheimilið var alltaf eftirsótt fyrir sumardvalarböm og böm sem áttu í tímabundnum erfiðleikum. Þessi hópur ungmenna er svo stór að ógemingur er að nafngreina þau öll. En það eiga þau sameiginlegt að hafa haldið stöðugu sambandi við heimilið, þó mismunandi miklu að sjálfsögðu, og að rétta hjálpar- hönd þegar með þurfti. Þannig hafa þau endurgoldið góðan viðurgjöm- ing fyrri tíma og er hér þakkað fyrir tryggðina og alla hjálpsemi. Ámi hafði mikla ánægju af að umgangast þetta unga fólk og var óspar á hvatningu til góðra verka og viðurkenningu fyrir góðan árangur. Þannig myndaðist jákvætt _ samband og unga fólkið fann að því var treyst og því var falin ábyrgð. Eins og að framan greinir gekk búskapur Árna vel. En hann þurfti að sjálfsögðu að mæta ýmsum vandræðum, eins og gerist meðal bænda. Mæðiveikin heijaði fyrst á féð, þá þurfti að farga því öllu og var fjárlaust í eitt ár. Þá var keypt- ur nýr stofn norður í Þingeyjarsýsl- um. Hann entist í 20 ár, en svo varð enn að skera niður vegna riðu- veiki og hafa fjárlaust í 3 ár. Þannig áföllum er alltaf erfítt að mæta, ekki síst þegar aldur færist yfír. Síðustu árin hefur reynt mikið á Ellinor að halda öllu í horfinu með sínu heimilisfólki. Það kunni Árni vel að meta. Þó að stundum blési á móti hélt hann ávallt sinni rósemi og reisn, líkt og áður er getið, sem hvatti okkur samferðafólkið til dáða. Eitt sinn sem oftar voram við staddir uppi í fjallinu ofan við bæinn og virtum fyrir okkur umhverfið. Hann hafði þá orð á því að vand- fundin væri fegurri sveit og þó hann hefði víða farið hefði hann ekki séð annan stað eftirsóknar- verðari til búsetu. Hann unni sinni heimabyggð og kunni vel að meta hana. Jarðarför hans var gerð þriðju- daginn 7. janúar. Þá lýsti sólin upp sveitina hans svo að allt ljómaði af dýrð. Eins mun minningin um hann lýsa okkur um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Kristján Sigtryggsson t Þökkum auösýnda samúð viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og föður okkar, GUNNARS HÖGNASONAR, Goöatúni 17, Garðabœ. Ennfremur viljum viö þakka hlýhug og stuöning féiaga hans f Lionsklúbbnum Frey. Andvirði þakkarkorta hefur verið afhent Hjartavernd. Kristín Kjartansdóttir, Lilja, Róca og Högni Gunnarsbörn. t Þökkum auösýnda samúð við andlát og jarðarför KJARTANS TÓMASSONAR, Skjóibraut 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir frá- bæra umönnun íveikindum hans. Lilja Ólafsdóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir, Hiimir Þorvarðarson, Kristm Kjartansdóttir, Guðmundur Ingi Ingason, Marfa Ingvarsdóttir, Marfa Kjartansdóttir, Þór Haukum og aðrir vandamenn. t Hjartans þakkir til ykkar allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Halldórsstöðum, Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Halldór Gíslason, Sigurður Halldórsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Þorvaldur Árnason, Sigrún Halldórsdóttir, Sverrir Svavarsson, Björn Halldórsson, Hrefna Gunnsteinsdóttir, Efemi'a Halldórsdóttir, Bjöm Jóhannsson, Erla Halldórsdóttir, Jón Alexandersson, Skúli Haildórsson, Erna Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.