Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986 víkur og tjölmörgum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkur- borgar. Hann hefur fljótt fundið að hann kæmi ekki málum sínum fram með öðrum hætti en þeim að verða virkur þátttakandi í pólitísku starfi að einhverju leyti. Á þessum árum hafði hann for- giingu um byggingu Heilsuverndar- stöðvar við Barónsstíg sem þá var nýmæli og hann átti mikinn þátt í undirbúningi og byggingu Borg- arspítalans í Fossvogi á sinni tíð. Um svipað leyti og Sigurður hóf starf sem berklayfirlæknir hóf hann störf sem trúnaðarlæknir alþýðu- trygginga og vann við slysatrygg- ingar ríkisins frá 1934—1937 og eftir breytingu á lögum um al- mannatryggingar 1946 varð hann heilsugæslustjóri tryggingastofn- unar ríkisins og síðar sjúkramála- stjóri, en í því embætti fólst það að hafa yfirumsjón með sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins og umsjón með sjúkrasam- lögum landsins. Lagabreyting almannatrygginga 1946 gerði ráð fyrir gerbreyttu fyrirkomulagi heilsugæslu í landinu með byggingu heilsugæslustöðva og aðild tryggingastofnunar ríkisins að uppbyggingu þeirra og rekstri. Þessi áform drógust frá ári til árs og voru endanlega lögð á hilluna með breytingu á almannatrygg- ingalögum 1956 og voru síðan ekki tekin upp að nýju fyrr en með lögum um heilbrigðisþjónustu 1973 sem nú eru ígildi. Sigurður var skipaður landlæknir hinn 1. janúar 1960 og tók við því embætti af Vilmundi Jónssyni. Hann gegndi áfram embætti berklayfirlæknis svo sem fram hefur komið hér að framan enda höfðu umsvif þess embættis stöðugt farið minnkandi fyrir áhrifamiklar berklavarnir og berklalækningar. Þegar Sigurður tók við embætti landlæknis var það að mörgu leyti framkvæmdastjórn heilbrigðismála í landinu því ekkert ráðuneyti heil- brigðismála var þá til og heilbrigðis- mál voru einn þáttur í starfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Á þessum árum starfaði Sigurður sem for- maður fjölda nefnda og ráða og kynntist ég honum fyrst að ráði er við sátum saman í læknaráði á ára- bilinu 1960—1970. Sigurður var formaður stjórnarnefndar ríkisspít- alanna frá janúar 1960 til desember 1973 og formaður byggingarnefnd- ar Landspítalans frá miðju ári 1961 til 1972. Uppbygging Landspítalans sem var byggður á árabilinu 1925—1930 hófst að nýju skömmu eftir 1950 en hafði gengið hægt vegna fjárskorts og þótti mörgum óþarft að byggja tvær sjúkrahús- byggingar í Reykjavík samtímis og raunar á tímabili þrjár þ.e. Land- spítala, Borgarspítala og viðbygg- ingu Landakotsspítala. Það kom í hlut Sigurðar sem formanns byggingarnefndar Landspítala að leiða þetta upp- byggingarstarf spítalans og á ára- bilinu 1965—1973 komu nýbygg- ingar spítalans í not í áföngum, bæði legudeildir, rannsóknarstofa, skurðstofur og kóboltmeðferðar- tæki röntgendeildar. Þá var einnig tekið í notkun nýtt eldhús spítalans á þessum tíma. Utan Landspítalasvæðisins voru sett á stofn þvottahús og birgðastöð á Tunguhálsi og geðdeild barna við Dalbraut. Það má því segja að á þessu árabili hafi þróun sjúkrahúsupp- bygginga ríkisspítala verið í örum vexti. Á þessum áratug 1960—1970 voru skipulagsmál Landspítalalóðar mjög á döfinni og niðurstaða fékkst í þeim málum 1969, ekki síst fyrir forgöngu Sigurðar. Það samkomulag sem gert var í desember 1969 milli heilbrigðisráð- herra, menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra annars vegar fyrir hönd ríkisins og borgarstjórnar Reykjavíkur hins vegar um þessi mál hefur verið mótandi um fram- tíðarstefnu í uppbyggingu Land- spítalans og Háskóla Islands á svæði Landspítalans norðan og sunnan Hringbrautar. Sigurður gekkst fyrir því, að þekkt breskt arkitektafyrirtæki var fengið til að taka að sér skipulagn- ingu lóðarinnar í samvinnu við húsameistara ríkisins og núverandi ski))ulag, sem byggt er eftir er í meginatriðum í samræmi við þær tillögur. Það er á allra vitorði að tímabilið frá 1960—1980 var mikið fram- faraskeið í læknisfræði og í starfi sínu sem stjórnarformaður hafði Sigurður það að leiðarljósi að skapa á Landspítala aðstöðu fyrir nýja starfsemi og nýjar sérgreinar eftir því sern aðstaða og fjárhagur leyfði. Eftir að Sigurður Sigurðsson varð landlæknir þá hófst fyrst skipuleg þátttaka íslands í sam- starfi Norðurlanda að heilbrigðis- málum og sama máli gegndi um þátttöku Islands í starfi Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Meðan hann var landlæknir sótti hann Allsherjarþing Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar að jafn- aði sem aðalfulltrúi Islands og sat sem fulltrúi íslands í framkvæmda- stjórn stofnunarinnar árin 1961-1963. Svo sem fyrr var að vikið þá var embætti landlæknis frá gamalli tíð í reynd á mjög mörgum sviðum framkvæmdaaðili heilbrigðisstjórn- ar. Á þessu varð breyting þegar ný lög um stjórnaráð tóku gildi 1. janúar 1970 og ráðuneyti heilbrigð- is- og tryggingamála var stofnað. Með stofnun ráðuneytisins færðist framkvæmdastjórn heilbrigðismála smám saman frá embætti land- læknis og með lögum um heilbrigð- isþjónustu sem tóku gildi 1. janúar 1974 var endanlega sett í lög að landlæknir skyldi fyrst og fremst vera læknisfræðilegur ráðgjafi ráð- herra og ríkisstjómar og faglegur umsjónar- og eftirlitsaðili heilbrigð- isstarfsmanna og heilbrigðisstofn- ana í landinu. Það er athyglisvert að svo hefð- bundnar venjur og reglur höfðu komist á um embætti landlæknis, að ekki þótti ástæða til að setja landlækni erindisbréf enda þótt ákvæði um slíkt væri í lögum og var í gildi konungleg tilskipun um landlækni frá 25. febrúar 1824 og allt til 1. janúar 1974 að í gildi gekk núgildandi reglugerð um land- læknisembættið. Eg hefi áður skýrt frá samvinnu minni við Sigurð Sigurðsson í læknaráði um tíu ára bil en fyrstu persónulegu kynni mín af honum eru frá árinu 1955. Þá ritaði hann mér bréf þar sem ég starfaði í Sví- þjóð, en hann var þá formaður stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Hann bauð mér þá starf á nýstofnaðri slysavarðstofu Reykjavíkur í Heilsuverndarstöð- inni en stöðina vantaði þá lækni til starfa. Ég tók þessu boði og frá þeim tíma höfðum við veruleg per- sónuleg og embættislegsamskipti. Sigurður var í almannavarnaráði frá stofnun þess og á árabilinu 1965—1970 fól hann mér að vinna margskonar undirbúningsvinnu að gerð áætlana um viðbúnað gegn vá, einkum við búnað sjúkrahúsa og hvemig gera mætti ráð fyrir að bregðast þyrfti við, ef koma þyrfti upp bráðabirða sjúkrahúsum utan Reykjavíkur vegna eldgosa, jarð- skjálfta eða stríðsátaka. Af þessum sökum áttum við mjög veruleg persónuleg samskipti á þessu ára- bili. Eftir stofnun heilbriðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins höfðum við Sigurður að sjálfsögðu mjög vem- leg og stundum dagleg samskipti vegna ýmiskonar áætlana og fram- kvæmda um heilbrigðismál í landinu en einnig um samskipti við Norðurlönd og alþjóðaheilbrigðis- mál og saman 'sóttum við þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innaríGenf 1971 og 1972. Öll samvinna ráðuneytisins og mín persónulega við Sigurð og embætti hans var frá fyrstu byrjun með ágætum, enda var hann ein- stakur embættismaður, samvisku- samur og vandvirkur. I starfsferli manns, sem kom svo víða við í þjóð- félaginu og Sigurður Sigurðsson gerði, er erfitt að taka eitthvert einstakt atriði út úr og segja, þetta var veigamest. Samt sem áður leikur enginn vafi á því að þrátt fyrir veigamikil störf í landlæknisembætti verður Sigurðar lengst minnst og lands- menn þekkja hann best vegna starfa hans að berklavarnamálum og þáttar hans í því að útrýma berklaveikinni á íslandi sem dánar- ____________________________5V orsök. Ég held einnig að hann hafi sjálfur litið á það sem veigamesta lífsstarf sitt. Þessu til sönnunar er að meginhlutinn af því sem hann ritaði um fagleg læknisfræðileg efni var á sviði berklamála, þar á meðal doktorsritgerð hans um faraids- svæði berklaveiki á Islandi, sem var gefin út í Bandaríkjunum 1950 og hefur víða verið notuð sem kennslu- bók um það hvernig farið skuli að því að útrýma berklaveiki sem dán- arorsök. Nú að leiðarlokum þakka ég Sigurði Sigurðssyni þriggja áratuga persónuleg kynni og áratuga sam- vinnu og samstarf við uppbyggingu heilbriðisþjónustu á íslandi. Við Guðrún sendum dætrum hans, tengdasonum og öllum af- komendum hugheilar samúðar- kveðjur. Páll Sigurðsson Snowcem aftur á íslandi Byggingamarkaðurinn hefurtek- ið umboð fyrir SnQWCeiTI og býður þér nú að sérpanta á húsið þitt. Við viljum vekja athygli þína á að: snowcem sem þú ætlar að mála með í júní þarft þú að panta fyrir 10. apríl. snowcem sem þú ætlar að mála með í júlí þarft þú að panta fyrir 10. maí. snowcem sem þú ætlar að mála með í ágúst þarft þú að panta fyrir 10. júní. Mýrargötu 2, sími622422 ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ kr. 17.800 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Samt. stærö: 275 I. Frystihólf: 45 I. Hæð: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun Fullkomin viðgeröa- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild. HEKLA HF LAUGAVEG1170-172 SÍMAR 11687 --21240 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.