Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 3
MQRG VNBLAÐB, ^R{Ð#JDAGIjfl IfrAPRfLJð&e Sáttafundur í veitingahúsadeilunni á morgun: Á von á að deil- an fari harðnandi — segir leiðtogi verkfallsmanna BOÐAÐ hefur veríð tíl sáttafundar í vinnudeilu Félags starfsfólks f veitingahúsum og Sambands veitinga- og gistihúsa (SVG) hjá rikissáttasemjara kl. 13 á morgun. Síðast var haidinn fundur á fimmtudaginn og stóð hann fram á föstudagsmorgun. Upp úr honum slitnaði þegar kom að umræðum um eiginlegar kaupkröfur samninganef ndar hins ófaglærða starfsfólks veitingahúsanna. Af hálfu SVG hefur ekki verið ljáð máls á meiri kauphækkunum en felast í samningum verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnurek- enda frá því í lok febrúar. Sá samningur var felldur á félags- fundi í Félagi starfsfólks i veitinga- húsum í byijun mars. Sólarhrings verkfall félags- manna á veitinga- og gistihúsum á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi húsanna. Félagið hefur boðað til tveggja daga verkfalls frá næsta fostudagsmorgni og ekki er útilokað að boðað verði til ótíma- bundins verkfalls frá 1. maí takist ekki samningar fyrir þann tíma. Ólafur Laufdal, veitingamaður í Broadway, Hollywood og Hótel Borg, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að starfsemi staðanna yrði með eðlilegum hætti um næstu helgi þrátt fyrir boðað verkfall. í Broadway verður banda- ríski söngvarinn Fats Domino ásamt hljómsveit með sex skemmt- anir og kvað Ólafur enga breytingu fyrirhugaða á þeirri dagskrá. „Við leysum hugsanleg vandkvæði sjálf með mökum okkar og bömum," sagði hann. Sigurður Guðmundsson, for- maður Félags starfsfólks í veit- ingahúsum, sagðist eiga von á að deilan færi harðnandi frekar en hitt. „Það hafa engar þreifingar farið fram frá síðasta sáttafundi," sagði hann. „Við munum beita okkur enn frekar um næstu helgi - við vitum hvar voru framin verk- fallsbrot í sólarhrings verkfallinu og munum að sjálfsögðu gera það, sem í okkar valdi stendur, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ Hressir hestamenn Nú þegar daginn lengir eru hestamenn viða á ferð með hesta sína. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu við Flóaveginn en þar voru hressir Selfyssingar á ferð. Uppsagnir lögreglumanna: Viðræðufundur á FORYSTUSVEIT Landsam- bands lögreglumanna og emb- ættismenn úr dómsmáJaráðu- neytinu munu hittast siðdegis á morgun til að ræða kjaramál og réttarstöðu lögreglumanna. A þríðja hundrað lögreglumanna hefur sagt upp störfum á undan- förnum vikum vegna óánægju með stöðu sína að þessu leyti og fleira, sem tilgreint hefur verið. Flestar uppsagnimar eiga að taka gildi frá 1. júlí næstkomandi. Ekki er útilokað að dómsmálaráð- herra nýti sér heimild í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og framlengi uppsagnar- frest lögreglumannanna um þijá mánuði, takist ekki samkomulag ríkisvaldsins og lögreglumannanna morsfun í tæka tíð. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, vildi í gær engu spá um hvort ráðherra gripi til þessa ráðs, sagði aðeins að lögin heimiluðu slíkt ef svo margir segðu upp I einu, að til auðnar horfði í starfsgreininni. BANKAWONUSTA AL Hvað er Hraðbankinn og hvar? Hraöbankinn er heiti á nýju sameiginlegu þjónustukerfi Alþýöubankans, Búnaðar bankans, Landsbankans, Samvinnubankans, Útvegsbankans, Verzlunarbankans og Spari sjóöanna. Hraöbankinn er sjálfsafgreiðslubanki sem þú opnar þegar þér hentar og getur þú notað hvaða afgreiðslustað Hraðbankans sem er, svo fremi að þú sért í við- skiptum hjá einhverjum aðildarbankanna. Hraðbankaþjónustan Þegar þú hefur stofnað tékkareikning og/eða sparireikning í Hraðbankanum getur þú hvenær sem er sólarhringsins í hvaða Hraðbanka sem er: • tekið út fé • lagt inn • greitt reikninga • millifært • fengið upplýsingar um stöðu. Afgreiðslustaðir Hraðbankans verða í byrjun á eftirtöldum stöðum: Borgarspítalanum • Landsbankanum Breiðholti • Lands- bankanum Akureyri • Landsspítalanum • Búnaðarbankanum Austurstræti • Búnaðarbankanum við Hlemm • Búnaðarbankanum Garðabæ • Sparisjóði vélstjóra • Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegs- bankanum Hafnarfirði. Leitaðu upplýsinga í viðskiptabankanum þínum eða sparisjóði. Hraðbankinn - hagkvæm samvinna í þína þágu Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. SOLARHRINGINN AUK h(. X2.2/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.