Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR15. APRÍL1986 Um uppeldi, kennslu og vísindi — I. grein 4 Skálkaskjól fyr- ir skólaspeki eftir Guðmund Magnússon Hin svonefnda „uppeldis- fræði“ eða „uppeldis- og kennslu- fræði“ við Háskóla Islands, og- sambærileg fræði við Kennara- háskólann, eru fyrst og fremst skálkaskjól vafasamrar skóla- speki eða skólastefnu. Þau eru vettvangur fyrir innrætingu hugmynda, sem geta valdið og hafa þegar valdið upplausn víða í skólum landsins og dregið úr menntun barna og unglinga. Þetta álit mitt, sem ég ætla að ræða og rökstyðja í þremur greinum hér í blaðinu, er önnur höfuðástæð- an fyrir því, að ég er eindregið á móti því að uppeldis- og kennslu- fræðingar (hvort sem þeir hafa lokið prófi frá Háskóla íslands eða sambærilegu námi við Kennarahá- skólann) fái einkaleyfi á kennslu barna og unglinga, eins og lagt er til í frumvarpi menntamálaráð- herra, sem liggur fyrir Alþingi. Hina ástæðuna hef ég áður rætt, en hún er sú, að einokun á tilteknum störfum er í senn óhagkvæm (vilji menn á annað borð fara vel með fé og njóta góðrar þjónustu) og siðferðilega ranglát. Eg fagna því, að efasemdir um lögvemdunar- stefnuna hafa loks náð inn á Al- þingi, en þar hafa forystumenn úr öllum þingflokkum (nema Kvenna- listanum) lagt fram tillögu til þingsályktunar „um könnun á áhrifum lögbundinna forréttinda til atvinnurekstrar og vinnu.“ Þar segir orðrétt: „Alþingi ályktar, að fela ríkisstjóminni að kanna áhrif lögbundinna forréttinda, m.a. einkaréttar, til tiltekinna starfa eða atvinnurekstrar. í könnun þessari „Þær getgátur um þroska barna og náms- hæfni sem í mesturn hávegum eru hafðar í f élagsvísindadeildinni og Kennaraháskólan- um, og boðaðar, að því er virðist, sem vísindi eða a.m.k. leiðarljós í skóla- og uppeldis- starfi, eru ekki annað en brigðul skólaspeki og að minni hyggju í meira lagi vafasamar og sumar alrangar“ skal einkum leitast við að varpa ljósi á þýðingu einkaréttar eða lög- bundinna forréttinda á stöðu þeirra, er slíks réttar njóta, áhrif þess á verðlag og hagsmuni neytenda yfír- leitt, svo og á kostnað í rekstri, jafnt opinberum rekstri sem einka- rekstri. Þá skal könnuninni einnig ætlað að leiða í ljós áhrif lögbund- inna takmarkana af þessu tagi á tækniþróun, hagvöxt og atvinnu- stig. Skýrsla um niðurstöður könn- unarinnar skal lögð fyrir Alþingi.“ Mér virðist sjálfsagt, að þingið samþykki þessa tillögu (annað væri í rauninni mikið vantraust á hina áhrifamiklu flutningsmenn) og fylgi hugsuninni á bak við hana til enda með því að afgreiða engin frumvörp um lögvemdun starfsréttinda, þar til rannsókninni á áhrifum lög- verndunar er lokið. Iðkun „félagsvísinda“ Uppeldisfræði er ein greinin á meiði svonefndra „félagsvísinda“. Um það eru skiptar skoðanir hvað félagsvísindi eru, einnig meðal þeirra, sem telja sig iðka þau. Á síðustu öld og fyrstu áratugum þessarar aldar höfðu margir há- sk.ólamenn tröllatrú á því, að unnt væri að gera svipaðar uppgötvanir um sálarlíf fólks og samfélagslíf, og vísindamenn höfðu gert um nátt- úruna. Þeir trúðu því, að finna mætti sams konar eða áþekk or- sakalögmál mannlegrar breytni og við höfum nú fyrir satt, að náttúran lúti. Af þessu er hugmyndasaga, sem er fróðleg (og á köflum mjög fyndin), en því miður tengist hún líka sorglegustu atburðum mann- kynssögunnar, hinum skelfilegu tilraunum með „vísindalegt upp- eldi“ og „vísindalegt þjóðfélag." Bemskuhugmyndir félagsvísinda lifa enn góðu lífi við háskóla um allan heim, en yfirleitt hafa félags- vísindamenn þó dregið í land og þykjast ekki lengur hafa höndlað eða vera að höndla sannleika, sem menn ná tæpast nokkru sinni tökum á. Ég held því fram, og hef m.a. sagt það í kennslufyrirlestrum við heimspekideild háskólans, að iðkun félagsvísinda við háskóla megi rétt- læta á sama hátt og ástundan heim- speki, sagnfræði og bókmennta. Allt eru þetta menntagreinar; rann- sóknir og viðræður um rök mannlífs og mannfélags. Það er auðvitað ailtaf álitamál, þótt ekki væri nema frá fjárhagslegu sjónarmiði, hversu mörgum menntagreinum fámennt þjóðfélag getur sinnt, og það getur vissulega verið skynsamlegt að fækka þeim eitthvað, fremur en fjölga, og renna þá styrkari stoðum undir þær, sem eftir verða. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram, að einkaskoðanir mínar um þetta efni, sem ég ætla ekki að viðra hér, koma gagnrýni minni á uppeldisfræðina og sambærilegar greinar við Kenn- araháskólann ekkert við. Og að- finnslur mínar um uppeldisfræði hér á landi eru ekki nauðsynleg gagn- rýni á þessi fræði sem slík, enda er „uppeldisfræði" aðeins safnheiti viðfangsefna, sem geta verið mikl- um breytingum háð frá ári til árs, frá einu landi til annars og einum skóla til annars. Ég vil líka benda á, að ýmislegt, sem skrifað hefur verið í nafni uppeldisfræði, er prýði- leg lesning. Þar má t.d. nefna Lýð- menntun Guðmundar heitins Finn- bogasonar (1903), sem enn er í góðu gildi. Hugsunarvillan Uppeldisfræði er ekki vísindi í sama skilningi og t.a.m. náttúruvís- indi. Þetta stafar af því að við- fangsefnið, sem við skulum segja að sé sálarlíf og félagslíf barna og unglinga, er svo margbrotið og breytilegt meðal einstaklinga, að almennum og algildum konningum, sem eiga að vera annað og meira en tómar getgátur, verður ekki við komið. Hugmyndir uppeldisfræð- inga eru sjaldnast prófanlegar og þar með hrekjanlegar og jafnvel þær, sem það eru, hafa svo tak- 'I Landað úr togaranum Björgvin Dalvík: Góður þorskur berst á land Dalvik. í dag kom togarinn Baldur inn góðri veðráttu til sjósóknar fram Magnús 7,2 10 til löndunar með 100 tn. af stór- að páskastoppi netabáta. Sindri 2,5 3 um og góðum þorski en afla Afli báta og togara sem landað Sveinn 6,5 7 þennan fékk togarinn á fjórum hefur verið á Dalvik fyrstu 3 Dragnót: sólarhringum á svokölluðum mánuði ársins er: Hrönn 79,6 16 Vesturkanti. Þá kom einnig í dag Rækja: rækjutogarinn Dalborg með rúm Netabátar Afli í tn. Landanir Björgúlfur 47,5 2 30 tn. eftir fjögurra daga veiði- Búi 19,3 18 Bliki 242,2 13 ferð. Frá Dalvík eru gerðir út 7 Haraldur 233,8 35 Dalborg 309,0 10 netabátar á þessari vertíð auk Heiðrún 160,1 19 Sólfell 18,5 4 þess sem 4 smábátar frá Akur- Kristján 26,7 20 Togarar: eyri hafa róið héðan í marsmán- Njörður 69,1 23 Baldur 510,5 7 uði. Netabátar lögðu fyrst net Otur 232,5 38 Björgúlfur 571,3 7 sin um mánaðamótin janúar- Stefán Rögnv. 165,5 37 Björgvin 706,8 7 febrúar og hefur aflinn verið Sæljón 153,5 37 góður og má þakka það að hluta Sænes 149,5 28 Fréttaritarar Danmörk: Norrænn friðar- háskóli á Fjóni Jónshúsi. SÍÐUSTU viku marsmánaðar voru norrænir fréttaritarar boð- aðir til fundar með stofnendum norræns friðarháskóla í Brend- erup á Fjóni. Fluttu þar 4 ungir Danir ávörp og sátu fyrir svör- um. í fundarboði sendu forráðamenn hins nýja lýðháskóla plaköt og auglýsingar skólans og möppu með upplýsingum um hin mörgu nám- skeið, sem halda á í sumar fyrir fólk á öllum aldri, en skólinn verður vígður 3. maí nk. í meðfylgjandi bréfi er minnt á, að SÞ hafa nefnt árið 1986 friðarár sitt og mun þar af leiðandi verða enn meira um friðarumræðu og friðarkennslu um allan heim, fræðslunámskeið um afvopnun, um bætt lífskjör í þriðja heiminum og raunhæfar tilraunir til að koma í veg fyrir mannrétt- indabrot. Það er skrifað um ábyrgð og skyldur Norðurlandanna í friðar- málum, ekki sízt nú eftir dauða Olofs Palme. Best verður minningu hans og hinna mikilvægu starfa hans á loft haldið með því að ganga óhikað áfram sömu braut og þróa anda friðar og réttlætis með norr- ænum þjóðum. Friðarháskólinn mun starfa á grundvelli Grund- tvígsku lýðháskólanna og fara eftir leiðbeiningum UNESCO um kennslu í þágu friðar. Fyrsta ávarpið á blaðamanna- fundinum flutti Jens Magnild, eand.jur., stjómarformaður hins nýja lýðháskóla, en hann hefur unnið mikið að undirbúningi stofn- unar hans. Sagði hann friðarháskól- ann í Brenderup vera fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum og jafn- vel í öllum heiminum og hefði hann fengið fulla viðurkenningu kennslu- yfirvalda og góðar móttökur heima- manna á Fjóni. Er háskólabygging- in frá 1913, að Stationsvej 54, 5464 Brenderup, og stendur í fallegum garði nálægt skógi og baðströnd. Hafa margir aðilar lagt fram fé til endurbóta á húsnæðinu, t.d. Friðar- samtök lækna og Friðarsjóðurinn, og sveitarfélagið, sem er Ejby kommune, gengið í ábyrgð vegna lána. Rúmar skólinn 30 nemendur í fyrstu, en síðar getur hann tekið við 45 nemendum í senn. Lagði Magnild áherzlu á, að skólinn væri óháður öllum stjórnmálaflokkum. Næstur talaði Jan Oberg, dr. phil., sem er stjómandi friðarrann- sókna háskólans í Lundi og í stjórn hins nýja friðarháskóla. Óskaði hann undirbúningsnefnd til ham-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.